Heimir: Jafntefli yrði gott veganesti fyrir leikinn í Kaplakrika Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2015 07:30 Steve Lennon í Evrópuleik gegn Elfsborg. Vísir/Arnþór FH hefur leik í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag þegar Hafnfirðingar mæta finnska liðinu Seinäjoen Jalkapallokerho, eða SJK, á útivelli. Þetta er tólfta árið í röð sem FH leikur í Evrópukeppni en Heimir Guðjónsson stýrir Fimleikafélaginu í 27. sinn í Evrópuleik í kvöld. Hann segir FH-inga eiga erfitt verkefni fyrir höndum. „Þetta er gott fótboltalið sem varð í 2. sæti finnsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og eru í 3. sætinu sem stendur. Þeir vilja halda boltanum innan liðsins og eru sókndjarfir, þannig að við þurfum að vera vel undirbúnir fyrir leikinn,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið í gær. FH-ingar komu til Finnlands snemma á þriðjudagsmorgun og æfðu bæði í gær og fyrradag. Allir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn að sögn Heimis, að frátöldum Jonathan Hendrickx og Sam Hewson sem eru meiddir. Auk þess að vera góðir að halda boltanum innan liðsins spilar SJK sterkan varnarleik en liðið hefur aðeins fengið á sig 11 mörk í 15 leikjum í finnsku úrvalsdeildinni í ár. Heimir segir að FH-ingar verði að þora að halda boltanum í leiknum: „Við þurfum að halda boltanum innan liðsins, við náum engum árangri ef við gerum það ekki. Við þurfum að sjálfsögðu líka að verjast vel, þannig það er eitt og annað sem við þurfum að vera með á hreinu.“ Heimir segir jafntefli vera fín úrslit fyrir FH í dag. „Jafntefli yrðu mjög góð úrslit og gott veganesti fyrir leikinn í Kaplakrika,“ sagði Heimir en seinni leikurinn fer fram eftir viku á heimavelli FH í Hafnarfirði. Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira
FH hefur leik í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag þegar Hafnfirðingar mæta finnska liðinu Seinäjoen Jalkapallokerho, eða SJK, á útivelli. Þetta er tólfta árið í röð sem FH leikur í Evrópukeppni en Heimir Guðjónsson stýrir Fimleikafélaginu í 27. sinn í Evrópuleik í kvöld. Hann segir FH-inga eiga erfitt verkefni fyrir höndum. „Þetta er gott fótboltalið sem varð í 2. sæti finnsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og eru í 3. sætinu sem stendur. Þeir vilja halda boltanum innan liðsins og eru sókndjarfir, þannig að við þurfum að vera vel undirbúnir fyrir leikinn,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið í gær. FH-ingar komu til Finnlands snemma á þriðjudagsmorgun og æfðu bæði í gær og fyrradag. Allir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn að sögn Heimis, að frátöldum Jonathan Hendrickx og Sam Hewson sem eru meiddir. Auk þess að vera góðir að halda boltanum innan liðsins spilar SJK sterkan varnarleik en liðið hefur aðeins fengið á sig 11 mörk í 15 leikjum í finnsku úrvalsdeildinni í ár. Heimir segir að FH-ingar verði að þora að halda boltanum í leiknum: „Við þurfum að halda boltanum innan liðsins, við náum engum árangri ef við gerum það ekki. Við þurfum að sjálfsögðu líka að verjast vel, þannig það er eitt og annað sem við þurfum að vera með á hreinu.“ Heimir segir jafntefli vera fín úrslit fyrir FH í dag. „Jafntefli yrðu mjög góð úrslit og gott veganesti fyrir leikinn í Kaplakrika,“ sagði Heimir en seinni leikurinn fer fram eftir viku á heimavelli FH í Hafnarfirði.
Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira