750 flóttamenn á leið til Íslands? Árni Gunnarsson skrifar 6. júní 2015 07:00 Á Íslandi ríkir velmegun og frelsi til athafna og tjáningar sem eru ekki sjálfsögð réttindi í hinum stóra umheimi. Hér eru frjálsar kosningar reglulega sem gera almenningi kleift að hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Fyrir þessum réttindum og fríðindum höfum við Íslendingar mikið haft og þurft um aldir að berjast fyrir. Okkur hefur tekist að beisla auðlindir landsins og nýta hafið á þann hátt að eftir er tekið. Staða Íslands er því öfundsverð meðal þjóða heims. Þannig er stöðunni því miður ekki farið víðast hvar í heiminum. Daglegar fréttir af miklum hörmungum og neyð milljóna manna berast okkur hingað í fámennið. Það er dapurlegt til að vita að mest af þessari neyð er til komið af mannavöldum. Örvæntingarfullar tilraunir til að flýja heimaland sitt í leit að öryggi og skjóli fyrir sig og fjölskyldu sína reka þúsundir manna vikulega út í mikla óvissu og hættu. Það þarf mikið að ganga á til þess að fjölskylda með börn og gamalmenni leggi líf sitt að veði til að komast burt. Það sem af er þessu ári hafa um 1.800 manns drukknað í Miðjarðarhafinu á þessum flótta að heiman. Hvað er það sem flóttafólkið er að leita að? Fyrst og fremst öryggi, húsaskjóli og atvinnu til að framfleyta sér og ala upp næstu kynslóð fjölskyldunnar. Þetta eru nákvæmlega sömu þarfir og allt mannfólk leitar eftir. Þetta umhverfi er allt til staðar á Íslandi. Það er ekki ýkja langt síðan Íslendingar voru á þessum sama stað og flóttafólkið en gæfan hefur fylgt okkur þangað sem við erum núna. Það er ekki hægt að segja um það flóttafólk sem nú streymir til Evrópu. Við getum ekki litið undan og látið eins og þetta hörmungarástand komi okkur ekki við. Hlutdeild Íslands í móttöku flóttamanna er ekki glæsileg. Á síðasta ári tókum við á móti 10 svonefndum kvótaflóttamönnum og 13 eru komnir það sem af er þessu ári. Ef hlutdeild okkar ætti að vera sambærileg við Svíþjóð, sem er land sem við berum okkur saman við á tyllidögum, eigum við að taka á móti 1.500 manns árlega. Hér er ekki verið að tala um hælisleitendur sem eru mun fjölmennari hópur. Á málþingi sem haldið var á vegum Rauða krossins á Íslandi í Norræna húsinu í vor flutti Páll Stefánsson ljósmyndari athyglisvert erindi um nákvæmlega þetta. Taldi hann þátt Íslands í móttöku flóttamanna jaðra við aumingjaskap og vil ég taka undir þau orð. Lagði Páll til að tekin yrði ákvörðun um að bjóða 750 flóttamönnum til landsins árlega, og yrðum við þá nokkurn veginn hálfdrættingar á við Svía. Við þurfum kannski ekki að taka þetta skref í einni lotu en við eigum að byrja að taka á móti myndarlegum hópi árlega og auka svo þann fjölda jafnt og þétt. Með slíkri ákvörðun yrði tekið mark á okkur á alþjóðavettvangi á þessu sviði og með þessu værum við að sýna ákveðinn vilja til aðstoðar. Við getum ekki endalaust skýlt okkur á bak við fámenni, fjarlægðir og sérstöðu meðal þjóða. Stígum fram og látum vita að við erum alvöru þátttakendur í samfélagi þjóðanna og viljum leggja mikið á okkur þegar neyðin er mikil. Sif Sigmarsdóttir ritaði góða grein í Fréttablaðið þ. 29. maí sl. um óð til fljótandi stúlkubarns. Ég vil hvetja lesendur að kynna sér þá grein, en þar segir hún m.a. að flóttafólk sé venjulegt fólk nema hvað það sé svo óheppið að þurfa að flýja stríð, hungur, ofsóknir og neyð. Við Íslendingar höfum verið mjög uppteknir undanfarið af skiptingu kökunnar á milli okkar. Vissulega hafa erfiðleikar steðjað að mörgum, en heilt yfir erum við rík þjóð í ríku landi. Rauði krossinn á Íslandi nýtur mikillar virðingar á alþjóðavettvangi hjálparstarfs. Hann nýtur trausts yfirvalda hér á landi og er reiðubúinn að sinna sínu hlutverki við móttöku flóttamanna til landsins. En til þess að taka stórt skref í þessum málaflokki þarf almenningur að vera þessu sammála. Þetta snýst allt um hugarfar og afstöðu. Aðstaðan og fjármagnið er til staðar. Það væri óskandi að yfirskrift þessa pistils yrði fyrirsögn í fréttum á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Hjálparstarf Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Sjá meira
Á Íslandi ríkir velmegun og frelsi til athafna og tjáningar sem eru ekki sjálfsögð réttindi í hinum stóra umheimi. Hér eru frjálsar kosningar reglulega sem gera almenningi kleift að hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Fyrir þessum réttindum og fríðindum höfum við Íslendingar mikið haft og þurft um aldir að berjast fyrir. Okkur hefur tekist að beisla auðlindir landsins og nýta hafið á þann hátt að eftir er tekið. Staða Íslands er því öfundsverð meðal þjóða heims. Þannig er stöðunni því miður ekki farið víðast hvar í heiminum. Daglegar fréttir af miklum hörmungum og neyð milljóna manna berast okkur hingað í fámennið. Það er dapurlegt til að vita að mest af þessari neyð er til komið af mannavöldum. Örvæntingarfullar tilraunir til að flýja heimaland sitt í leit að öryggi og skjóli fyrir sig og fjölskyldu sína reka þúsundir manna vikulega út í mikla óvissu og hættu. Það þarf mikið að ganga á til þess að fjölskylda með börn og gamalmenni leggi líf sitt að veði til að komast burt. Það sem af er þessu ári hafa um 1.800 manns drukknað í Miðjarðarhafinu á þessum flótta að heiman. Hvað er það sem flóttafólkið er að leita að? Fyrst og fremst öryggi, húsaskjóli og atvinnu til að framfleyta sér og ala upp næstu kynslóð fjölskyldunnar. Þetta eru nákvæmlega sömu þarfir og allt mannfólk leitar eftir. Þetta umhverfi er allt til staðar á Íslandi. Það er ekki ýkja langt síðan Íslendingar voru á þessum sama stað og flóttafólkið en gæfan hefur fylgt okkur þangað sem við erum núna. Það er ekki hægt að segja um það flóttafólk sem nú streymir til Evrópu. Við getum ekki litið undan og látið eins og þetta hörmungarástand komi okkur ekki við. Hlutdeild Íslands í móttöku flóttamanna er ekki glæsileg. Á síðasta ári tókum við á móti 10 svonefndum kvótaflóttamönnum og 13 eru komnir það sem af er þessu ári. Ef hlutdeild okkar ætti að vera sambærileg við Svíþjóð, sem er land sem við berum okkur saman við á tyllidögum, eigum við að taka á móti 1.500 manns árlega. Hér er ekki verið að tala um hælisleitendur sem eru mun fjölmennari hópur. Á málþingi sem haldið var á vegum Rauða krossins á Íslandi í Norræna húsinu í vor flutti Páll Stefánsson ljósmyndari athyglisvert erindi um nákvæmlega þetta. Taldi hann þátt Íslands í móttöku flóttamanna jaðra við aumingjaskap og vil ég taka undir þau orð. Lagði Páll til að tekin yrði ákvörðun um að bjóða 750 flóttamönnum til landsins árlega, og yrðum við þá nokkurn veginn hálfdrættingar á við Svía. Við þurfum kannski ekki að taka þetta skref í einni lotu en við eigum að byrja að taka á móti myndarlegum hópi árlega og auka svo þann fjölda jafnt og þétt. Með slíkri ákvörðun yrði tekið mark á okkur á alþjóðavettvangi á þessu sviði og með þessu værum við að sýna ákveðinn vilja til aðstoðar. Við getum ekki endalaust skýlt okkur á bak við fámenni, fjarlægðir og sérstöðu meðal þjóða. Stígum fram og látum vita að við erum alvöru þátttakendur í samfélagi þjóðanna og viljum leggja mikið á okkur þegar neyðin er mikil. Sif Sigmarsdóttir ritaði góða grein í Fréttablaðið þ. 29. maí sl. um óð til fljótandi stúlkubarns. Ég vil hvetja lesendur að kynna sér þá grein, en þar segir hún m.a. að flóttafólk sé venjulegt fólk nema hvað það sé svo óheppið að þurfa að flýja stríð, hungur, ofsóknir og neyð. Við Íslendingar höfum verið mjög uppteknir undanfarið af skiptingu kökunnar á milli okkar. Vissulega hafa erfiðleikar steðjað að mörgum, en heilt yfir erum við rík þjóð í ríku landi. Rauði krossinn á Íslandi nýtur mikillar virðingar á alþjóðavettvangi hjálparstarfs. Hann nýtur trausts yfirvalda hér á landi og er reiðubúinn að sinna sínu hlutverki við móttöku flóttamanna til landsins. En til þess að taka stórt skref í þessum málaflokki þarf almenningur að vera þessu sammála. Þetta snýst allt um hugarfar og afstöðu. Aðstaðan og fjármagnið er til staðar. Það væri óskandi að yfirskrift þessa pistils yrði fyrirsögn í fréttum á næstunni.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun