Við Fylkismenn eigum það til að missa okkur aðeins í gleðinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. maí 2015 07:00 Albert Brynjar skorar fyrsta mark sitt í deildinni í sumar á móti Breiðabliki. vísir/stefán „Mörkin hefðu getað verið fleiri. Við fengum fullt af færum og gátum gert út um leikinn í fyrri hálfleik,“ segir Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis í Pepsi-deild karla í fótbolta, um 3-1 sigurinn gegn Keflavík í fimmtu umferðinni. Albert fór á kostum í leiknum og skoraði eitt, lagði upp annað og átti stóran þátt í þriðja markinu. Hann er leikmaður fimmtu umferðar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína. „Þetta var ekki að ganga upp í fyrri hálfleik. Markverðirnir eru þarna til að verja og markvörður Keflavíkur varði nokkrum sinnum ansi vel,“ segir Albert. Þrátt fyrir yfirburði Fylkis í fyrri hálfleiknum var staðan markalaus þegar menn gengu til búningsklefa. „Við töluðum bara um að halda áfram. Það var vitaskuld pirrandi að ná ekki að nýta slíka yfirburði og það kemur líka oft í bakið á liðum. Við vorum bara ákveðnir í að halda takti því þá myndi markið detta,“ segir Albert Brynjar, og mörkin urðu þrjú. „Við erum ánægðir með mörkin og sigurinn en við vitum að við verðum að passa upp að nýta færin betur. Það er ekki alltaf sem þetta heppnast svona.“ Fylkisliðið hefur unnið tvo leiki af síðustu þremur og virðist kominn fínn taktur í leik liðsins eftir fyrstu tvær umferðirnar, sem voru ekkert sérstakar. „Fjölnisleikurinn var okkar slakasti leikur en við erum farnir að spila betur og stígandinn finnst mér góður. Við erum á réttri leið. Í þessari deild snýst þetta um að halda stöðugleika. Ég er orðinn þreyttur á leikjum eins og gegn KR, að tala um að við höfum spilað vel en fá ekkert út úr þeim,“ segir Albert Brynjar. Framherjinn fer vel af stað í deildinni, en Albert hefur skorað þrjú mörk í fimm leikjum og lagt upp önnur tvö. „Ég er hrikalega sáttur með mína frammistöðu persónulega og hjá öllum strákunum. Við erum allir í góðu standi og erum að spila vel þótt við höfum strax þurft að nota breiddina vegna meiðsla. Allir sem detta inn skila sínu og gera það vel,“ segir Albert Brynjar. Hann segir liðið ætla sér Evrópusæti og eins og deildin spilast er vel mögulegt að ná fjórða sætinu, sem gæti gefið Evrópu. „Það hefur stundum tíðkast hjá okkur Fylkismönnum að tapa okkur í gleðinni þannig nú verðum við að sýna þroska og ná smá stöðugleika. En við finnum lyktina af þessu Evrópusæti, eins og fleiri lið, og við ætlum okkur að enda á meðal fjögurra efstu.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
„Mörkin hefðu getað verið fleiri. Við fengum fullt af færum og gátum gert út um leikinn í fyrri hálfleik,“ segir Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis í Pepsi-deild karla í fótbolta, um 3-1 sigurinn gegn Keflavík í fimmtu umferðinni. Albert fór á kostum í leiknum og skoraði eitt, lagði upp annað og átti stóran þátt í þriðja markinu. Hann er leikmaður fimmtu umferðar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína. „Þetta var ekki að ganga upp í fyrri hálfleik. Markverðirnir eru þarna til að verja og markvörður Keflavíkur varði nokkrum sinnum ansi vel,“ segir Albert. Þrátt fyrir yfirburði Fylkis í fyrri hálfleiknum var staðan markalaus þegar menn gengu til búningsklefa. „Við töluðum bara um að halda áfram. Það var vitaskuld pirrandi að ná ekki að nýta slíka yfirburði og það kemur líka oft í bakið á liðum. Við vorum bara ákveðnir í að halda takti því þá myndi markið detta,“ segir Albert Brynjar, og mörkin urðu þrjú. „Við erum ánægðir með mörkin og sigurinn en við vitum að við verðum að passa upp að nýta færin betur. Það er ekki alltaf sem þetta heppnast svona.“ Fylkisliðið hefur unnið tvo leiki af síðustu þremur og virðist kominn fínn taktur í leik liðsins eftir fyrstu tvær umferðirnar, sem voru ekkert sérstakar. „Fjölnisleikurinn var okkar slakasti leikur en við erum farnir að spila betur og stígandinn finnst mér góður. Við erum á réttri leið. Í þessari deild snýst þetta um að halda stöðugleika. Ég er orðinn þreyttur á leikjum eins og gegn KR, að tala um að við höfum spilað vel en fá ekkert út úr þeim,“ segir Albert Brynjar. Framherjinn fer vel af stað í deildinni, en Albert hefur skorað þrjú mörk í fimm leikjum og lagt upp önnur tvö. „Ég er hrikalega sáttur með mína frammistöðu persónulega og hjá öllum strákunum. Við erum allir í góðu standi og erum að spila vel þótt við höfum strax þurft að nota breiddina vegna meiðsla. Allir sem detta inn skila sínu og gera það vel,“ segir Albert Brynjar. Hann segir liðið ætla sér Evrópusæti og eins og deildin spilast er vel mögulegt að ná fjórða sætinu, sem gæti gefið Evrópu. „Það hefur stundum tíðkast hjá okkur Fylkismönnum að tapa okkur í gleðinni þannig nú verðum við að sýna þroska og ná smá stöðugleika. En við finnum lyktina af þessu Evrópusæti, eins og fleiri lið, og við ætlum okkur að enda á meðal fjögurra efstu.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn