Ófremdarástand í fangelsismálum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 28. maí 2015 07:00 Sagt er að menningarstig samfélaga megi meta út frá því hvernig þau koma fram við smæstu þegna sína. Sé sú raunin eru Íslendingar ekki endilega í góðum málum, í það minnsta verður seint sagt að okkar smæstu þegnar hafi yfir engu að kvarta. Á þetta vorum við enn minnt á dögunum þegar fregnir bárust af því að ung kona hefði verið vistuð í fangelsinu við Skólavörðustíg. Ástæðan er sú að búið er að loka kvennafangelsinu í Kópavogi. Og ástæðan fyrir því er auðvitað sú sama og alltaf; sparnaðaraðgerðir. Nú getur okkur þótt hvað sem er um það fólk sem þarf að sitja inni, en sem manneskjum ber okkur að koma vel fram við meðbræður okkar og -systur. Í grunninn snýst þetta um að vera góð hvert við annað, þá verður þetta allt miklu betra. Fangar eru algjörlega upp á aðra komnir og hafa lítið um eigin aðbúnað og stöðu að segja. Einhverjum finnst það kannski bara gott á þá, þeir sem brjóti af sér eigi fátt gott skilið. En refsigleði er ógeðfelld og eins og sagt er hér að ofan ættum við að reyna að haga lífi okkar þannig að vera góð hvert við annað. Betur færi á því að við litum á fangelsisvist sem betrunarvist en refsivist, því það hlýtur að vera ákjósanlegra að fólkið sem úr fangelsunum kemur sé betra en það sem í þau fór. Um áratugaskeið hefur það verið vitað að þörf er á nýju fangelsi. Þau sem eru í notkun eru gömul og úr sér gengin og fá í verra standi en einmitt Nían við Skólavörðustíg. Hegningarhúsið var tekið í notkun árið 1874, sama ár og Ísland fékk sína fyrstu stjórnarskrá og fagnaði þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar. Það er langt síðan. Enda er húsnæðið ekki boðlegt og fjölmargar athugasemdir hafa verið gerðar við það, bæði af innlendum sem erlendum aðilum. Fangar sem þar eru vistaðir þurfa að sitja í einangrun. Sem betur fer geta líklega fáir gert sér grein fyrir því hvaða afleiðingar slík vist hefur á fólk, en einangrunarvist ætti ekki að notast nema sem algjört neyðarúrræði – ef þá. Íslendingar, sem árum ef ekki áratugum saman hafa vermt sæti ofarlega á lista yfir þjóðir sem njóta mestrar velmegunar, jafnvel eftir hrunið, hafa hins vegar ekki haft efni á að byggja nýtt fangelsi. Kannski er það af því að fangar eru ekki hávær þrýstihópur. Kannski af því að stjórnmálamenn hafa litið svo á að þeir muni ekki öðlast vinsældir út á þennan málaflokk og hafa því vanrækt hann áratugum saman. Síðustu árin hafa verið tekin ákveðin skref í þá átt að bæta ástandið. Það tókst, þó hér ríkti kreppa. Það þarf hins vegar enginn að velkjast í vafa um að nú þarf að spýta í lófana. Ef það mikla hagvaxtarskeið sem fjármálaráðherra hefur boðað er raunverulegt, gerði hann rétt í að rigga upp eins og einu almennilegu fangelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Sagt er að menningarstig samfélaga megi meta út frá því hvernig þau koma fram við smæstu þegna sína. Sé sú raunin eru Íslendingar ekki endilega í góðum málum, í það minnsta verður seint sagt að okkar smæstu þegnar hafi yfir engu að kvarta. Á þetta vorum við enn minnt á dögunum þegar fregnir bárust af því að ung kona hefði verið vistuð í fangelsinu við Skólavörðustíg. Ástæðan er sú að búið er að loka kvennafangelsinu í Kópavogi. Og ástæðan fyrir því er auðvitað sú sama og alltaf; sparnaðaraðgerðir. Nú getur okkur þótt hvað sem er um það fólk sem þarf að sitja inni, en sem manneskjum ber okkur að koma vel fram við meðbræður okkar og -systur. Í grunninn snýst þetta um að vera góð hvert við annað, þá verður þetta allt miklu betra. Fangar eru algjörlega upp á aðra komnir og hafa lítið um eigin aðbúnað og stöðu að segja. Einhverjum finnst það kannski bara gott á þá, þeir sem brjóti af sér eigi fátt gott skilið. En refsigleði er ógeðfelld og eins og sagt er hér að ofan ættum við að reyna að haga lífi okkar þannig að vera góð hvert við annað. Betur færi á því að við litum á fangelsisvist sem betrunarvist en refsivist, því það hlýtur að vera ákjósanlegra að fólkið sem úr fangelsunum kemur sé betra en það sem í þau fór. Um áratugaskeið hefur það verið vitað að þörf er á nýju fangelsi. Þau sem eru í notkun eru gömul og úr sér gengin og fá í verra standi en einmitt Nían við Skólavörðustíg. Hegningarhúsið var tekið í notkun árið 1874, sama ár og Ísland fékk sína fyrstu stjórnarskrá og fagnaði þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar. Það er langt síðan. Enda er húsnæðið ekki boðlegt og fjölmargar athugasemdir hafa verið gerðar við það, bæði af innlendum sem erlendum aðilum. Fangar sem þar eru vistaðir þurfa að sitja í einangrun. Sem betur fer geta líklega fáir gert sér grein fyrir því hvaða afleiðingar slík vist hefur á fólk, en einangrunarvist ætti ekki að notast nema sem algjört neyðarúrræði – ef þá. Íslendingar, sem árum ef ekki áratugum saman hafa vermt sæti ofarlega á lista yfir þjóðir sem njóta mestrar velmegunar, jafnvel eftir hrunið, hafa hins vegar ekki haft efni á að byggja nýtt fangelsi. Kannski er það af því að fangar eru ekki hávær þrýstihópur. Kannski af því að stjórnmálamenn hafa litið svo á að þeir muni ekki öðlast vinsældir út á þennan málaflokk og hafa því vanrækt hann áratugum saman. Síðustu árin hafa verið tekin ákveðin skref í þá átt að bæta ástandið. Það tókst, þó hér ríkti kreppa. Það þarf hins vegar enginn að velkjast í vafa um að nú þarf að spýta í lófana. Ef það mikla hagvaxtarskeið sem fjármálaráðherra hefur boðað er raunverulegt, gerði hann rétt í að rigga upp eins og einu almennilegu fangelsi.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun