Þjóðareign eða ekki.is Lýður Árnason skrifar 21. maí 2015 07:00 Eitt mesta þrætuepli þessarar þjóðar er sjávarútvegsmál. Ráðamenn og forsvarsmenn útgerðarinnar segja önnur lönd líta hingað öfundaraugum og vísa í kvótakerfið. Þjóðin lýsir öndverðri skoðun, margsinnis í skoðanakönnunum og í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 2012. Ein meginkrafan er auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem tryggir þjóðinni yfirráð yfir auðlindum sínum og nýtingu þeirra. Það er umhugsunarvert hvers vegna fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi skuli forgangsraða umdeildum lagafrumvörpum um auðlindamál fram yfir leiðbeinandi ákvæði í stjórnarskrá. Veður þjóðin í villu eða láta rök útgerðarinnar svona vel í eyrum? Kvótakerfið með sértækri úthlutun á veiðirétti hefur ríkt í aldarfjórðung. Reynslan kætir útgerðina, ekki þjóðina. Gjáin á milli ólíkra sjónarmiða kristallaðist á síðasta kjörtímabili í svonefndri fyrningarleið sem þáverandi stjórnarflokkar boðuðu. Hún átti að taka af útgerðunum veiðiréttinn með 20 ára aðlögunartíma og bjóða hann upp á almennum markaði. Frá þessu var snúið og kynnt sú leið að tryggja útgerðinni einokun á veiðirétti til a.m.k. 20 ára. Fékk viðsnúningurinn nafnið „Sáttaleið“. Hvað honum olli er ráðgáta en sú spurning vaknar hvort fulltrúalýðræðið sé yfirhöfuð nógu öflugt til að sporna gegn ofríki og spillingu. Forsvarsmenn fyrirtækja reyna að hámarka arð hluthafanna. Sama gildir um þjóðarauðlindir, arð þeirra þarf að hámarka fyrir eigandann og það er best gert með því að láta þá sem hyggjast nýta auðlindirnar ákveða sjálfa verð aðgöngumiðans á almennum markaði. Þjóðarbúið þarf jú á öllu sínu að halda og einkaframtakið er þeim galdri gætt að finna sér alltaf leið enda mun fiskurinn verða hér áfram þótt ákvæði um auðlindir verði sett í stjórnarskrá. Að lokum þetta: Festi Alþingi í sessi einokun á veiðirétti mun það hvorki skapa fyrirsjáanleika né eyða óvissu í sjávarútvegi. Henni verður ekki eytt nema með meirihlutaákvörðun þjóðarinnar. Sú ein getur verið markandi til framtíðar. Þess vegna hvet ég fólk til að skrifa undir áskorun þessa efnis á þjóðareign.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Eitt mesta þrætuepli þessarar þjóðar er sjávarútvegsmál. Ráðamenn og forsvarsmenn útgerðarinnar segja önnur lönd líta hingað öfundaraugum og vísa í kvótakerfið. Þjóðin lýsir öndverðri skoðun, margsinnis í skoðanakönnunum og í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 2012. Ein meginkrafan er auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem tryggir þjóðinni yfirráð yfir auðlindum sínum og nýtingu þeirra. Það er umhugsunarvert hvers vegna fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi skuli forgangsraða umdeildum lagafrumvörpum um auðlindamál fram yfir leiðbeinandi ákvæði í stjórnarskrá. Veður þjóðin í villu eða láta rök útgerðarinnar svona vel í eyrum? Kvótakerfið með sértækri úthlutun á veiðirétti hefur ríkt í aldarfjórðung. Reynslan kætir útgerðina, ekki þjóðina. Gjáin á milli ólíkra sjónarmiða kristallaðist á síðasta kjörtímabili í svonefndri fyrningarleið sem þáverandi stjórnarflokkar boðuðu. Hún átti að taka af útgerðunum veiðiréttinn með 20 ára aðlögunartíma og bjóða hann upp á almennum markaði. Frá þessu var snúið og kynnt sú leið að tryggja útgerðinni einokun á veiðirétti til a.m.k. 20 ára. Fékk viðsnúningurinn nafnið „Sáttaleið“. Hvað honum olli er ráðgáta en sú spurning vaknar hvort fulltrúalýðræðið sé yfirhöfuð nógu öflugt til að sporna gegn ofríki og spillingu. Forsvarsmenn fyrirtækja reyna að hámarka arð hluthafanna. Sama gildir um þjóðarauðlindir, arð þeirra þarf að hámarka fyrir eigandann og það er best gert með því að láta þá sem hyggjast nýta auðlindirnar ákveða sjálfa verð aðgöngumiðans á almennum markaði. Þjóðarbúið þarf jú á öllu sínu að halda og einkaframtakið er þeim galdri gætt að finna sér alltaf leið enda mun fiskurinn verða hér áfram þótt ákvæði um auðlindir verði sett í stjórnarskrá. Að lokum þetta: Festi Alþingi í sessi einokun á veiðirétti mun það hvorki skapa fyrirsjáanleika né eyða óvissu í sjávarútvegi. Henni verður ekki eytt nema með meirihlutaákvörðun þjóðarinnar. Sú ein getur verið markandi til framtíðar. Þess vegna hvet ég fólk til að skrifa undir áskorun þessa efnis á þjóðareign.is.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun