Á hvaða vegferð eru stjórnvöld í menntamálum? Guðríður Arnardóttir skrifar 20. maí 2015 07:00 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir m.a. um menntamál: Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að efla menntakerfið með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Áhersla verður lögð á samráð við hagsmunaaðila þegar ákvarðanir eru teknar á vettvangi ríkisins um skipulag náms og kennslu. Komið verði á fót samstarfsvettvangi menntamálayfirvalda, kennara og hagsmunaaðila í atvinnulífi um framtíðarsýn og mótun menntastefnu í þessum greinum. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að taka upp samstarf við hagsmunaaðila í menntamálum um þróun menntakerfisins og aukin gæði menntunar. Horft verði til 10 punkta samkomulagsins frá 2006 um fyrirmynd samstarfsins. Með samstarfinu verði einnig leitað leiða til að stytta nám á háskólastigi og auka samfellu milli skólastiga. Menntamálaráðherra hefur tekið nokkuð einhliða ákvörðun um að stytta námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú með tilheyrandi skerðingu á innihaldi náms. Í aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla frá árinu 2011 var gert ráð fyrir að framhaldsskólaeiningar skyldu vera á bilinu 200-240 og að einstakir skólar fengju að móta sitt námsframboð sjálfir en nú hefur verið horfið frá því og enginn skóli fær leyfi til að bjóða upp á nám sem er meira en 200 einingar. Það er viðbúið að þeir nemendur sem ætla í krefjandi háskólanám að loknu stúdentsprófi þurfi að bæta við þekkingu sína í tilteknum greinum áður en þeir setjast á háskólabekk. Þá viðbót munu þeir mögulega þurfa að sækja til einkaaðila og greiða fullu verði. Á sama tíma hefur verið forgangsraðað inn í framhaldsskólann þannig að 25 ára nemendur eiga þar ekki vísa skólavist. Þeir nemendur sem hafa einhverra hluta vegna helst úr lestinni hafa því þann eina kost, vilji þeir ganga menntaveginn, að kosta nám sitt sjálfir í gegnum einkageirann svo sem eins og háskólabrú. Til viðbótar virðast vera fyrirhugaðar sameiningar framhaldsskóla. Nú þegar hafa Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn verið sameinaðir og fréttir berast af mögulegri sameiningu Verkmenntaskólans á Akureyri, Menntaskólans á Tröllaskaga, Framhaldsskólans á Húsavík, Framhaldsskólans á Laugum og Menntaskólans á Akureyri. Hvort frekari sameiningar eru í farvatninu er ómögulegt að geta sér til um því að þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar er ekkert samráð haft við fagaðila.Frekari einkavæðing Fjöldatakmarkanir inn í ríkisreknu framhaldsskólana munu óhjákvæmilega leiða til frekari einkavæðingar menntakerfisins. Þeir nemendur sem fá ekki inni í framhaldsskólunum verða að fjármagna skólagöngu sína sjálfir. Sameiningar framhaldsskólanna á landsbyggðinni gætu haft neikvæð áhrif á minnstu einingarnar og fækkað menntunartækifærum ungs fólks úti á landi. Þvert á stefnu ríkisstjórnarflokkanna hefur ekkert samráð verið haft við hagsmuna- og fagaðila um þessar breytingar og það sem meira er, Alþingi hefur nær ekkert fjallað um málið. Stjórnvöld marka stefnuna í menntamálum. Alþingi setur lög og ráðherra framfylgir þeim. Hér er á ferðinni gríðarleg menntapólitík og breyting frá fyrri stefnu sem virðist vera lætt inn bakdyramegin. Það er eitthvað bogið við þetta í mínum huga þar sem ráðherra fer sínu fram á meðan Alþingi ræðir fundarstjórn forseta. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar á að vera vegvísir stjórnarliða og ráðherra. Í ljósi þess að ráðherra gengur þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar í menntamálum furða ég mig á því hversu litla athygli málið hefur fengið hjá þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna, Það ætti að vera þeirra að halda kúrs og sjá til þess að staðið sé við fyrirheitin sem skrifað var undir á Laugarvatni árið 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðríður Arnardóttir Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir m.a. um menntamál: Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að efla menntakerfið með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Áhersla verður lögð á samráð við hagsmunaaðila þegar ákvarðanir eru teknar á vettvangi ríkisins um skipulag náms og kennslu. Komið verði á fót samstarfsvettvangi menntamálayfirvalda, kennara og hagsmunaaðila í atvinnulífi um framtíðarsýn og mótun menntastefnu í þessum greinum. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að taka upp samstarf við hagsmunaaðila í menntamálum um þróun menntakerfisins og aukin gæði menntunar. Horft verði til 10 punkta samkomulagsins frá 2006 um fyrirmynd samstarfsins. Með samstarfinu verði einnig leitað leiða til að stytta nám á háskólastigi og auka samfellu milli skólastiga. Menntamálaráðherra hefur tekið nokkuð einhliða ákvörðun um að stytta námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú með tilheyrandi skerðingu á innihaldi náms. Í aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla frá árinu 2011 var gert ráð fyrir að framhaldsskólaeiningar skyldu vera á bilinu 200-240 og að einstakir skólar fengju að móta sitt námsframboð sjálfir en nú hefur verið horfið frá því og enginn skóli fær leyfi til að bjóða upp á nám sem er meira en 200 einingar. Það er viðbúið að þeir nemendur sem ætla í krefjandi háskólanám að loknu stúdentsprófi þurfi að bæta við þekkingu sína í tilteknum greinum áður en þeir setjast á háskólabekk. Þá viðbót munu þeir mögulega þurfa að sækja til einkaaðila og greiða fullu verði. Á sama tíma hefur verið forgangsraðað inn í framhaldsskólann þannig að 25 ára nemendur eiga þar ekki vísa skólavist. Þeir nemendur sem hafa einhverra hluta vegna helst úr lestinni hafa því þann eina kost, vilji þeir ganga menntaveginn, að kosta nám sitt sjálfir í gegnum einkageirann svo sem eins og háskólabrú. Til viðbótar virðast vera fyrirhugaðar sameiningar framhaldsskóla. Nú þegar hafa Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn verið sameinaðir og fréttir berast af mögulegri sameiningu Verkmenntaskólans á Akureyri, Menntaskólans á Tröllaskaga, Framhaldsskólans á Húsavík, Framhaldsskólans á Laugum og Menntaskólans á Akureyri. Hvort frekari sameiningar eru í farvatninu er ómögulegt að geta sér til um því að þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar er ekkert samráð haft við fagaðila.Frekari einkavæðing Fjöldatakmarkanir inn í ríkisreknu framhaldsskólana munu óhjákvæmilega leiða til frekari einkavæðingar menntakerfisins. Þeir nemendur sem fá ekki inni í framhaldsskólunum verða að fjármagna skólagöngu sína sjálfir. Sameiningar framhaldsskólanna á landsbyggðinni gætu haft neikvæð áhrif á minnstu einingarnar og fækkað menntunartækifærum ungs fólks úti á landi. Þvert á stefnu ríkisstjórnarflokkanna hefur ekkert samráð verið haft við hagsmuna- og fagaðila um þessar breytingar og það sem meira er, Alþingi hefur nær ekkert fjallað um málið. Stjórnvöld marka stefnuna í menntamálum. Alþingi setur lög og ráðherra framfylgir þeim. Hér er á ferðinni gríðarleg menntapólitík og breyting frá fyrri stefnu sem virðist vera lætt inn bakdyramegin. Það er eitthvað bogið við þetta í mínum huga þar sem ráðherra fer sínu fram á meðan Alþingi ræðir fundarstjórn forseta. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar á að vera vegvísir stjórnarliða og ráðherra. Í ljósi þess að ráðherra gengur þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar í menntamálum furða ég mig á því hversu litla athygli málið hefur fengið hjá þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna, Það ætti að vera þeirra að halda kúrs og sjá til þess að staðið sé við fyrirheitin sem skrifað var undir á Laugarvatni árið 2012.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun