Öryggi sjúklinga ekki tryggt Sveinn Arnarson skrifar 9. maí 2015 10:00 Landspítalinn Undanþágubeiðnum sem lagðar hafa verið fyrir Félag geislafræðinga hefur flestum verið hafnað. Forstjórinn er óánægður með stöðuna og segir öryggi sjúklinga ótryggt á spítalanum. Fréttablaðið/Pjetur Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, óttast um öryggi sjúklinga spítalans í verkfallsaðgerðum BHM. Verkfall félagsmanna fjögurra aðildarfélaga BHM sem starfa á spítalanum hefur nú staðið í þrjátíu og þrjá daga og ekki sér fyrir endann á deilunni. Páll gagnrýnir Félag geislafræðinga harðlega og segir undanþágunefnd félagsins ekki láta læknisfræðilegt mat ráða för þegar undanþágubeiðnir eru metnar hjá félaginu. „Á Landspítala má búast við sveiflum í starfseminni og því ríður á að læknisfræðilegt mat sé forsenda undanþága frá verkföllum. Þetta hefur að mestu gengið eftir hér, þó með þeirri undantekningu að Landspítali hefur gert alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu undanþágubeiðna Félags geislafræðinga. Mikilvægt er að þeir hnökrar sem orðið hafa þar leysist strax, það má ekki dragast,“ segir Páll. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir ekki koma til greina að setja lög á verkföll eins og staðan er í dag en gagnrýnir einnig undanþágunefnd geislafræðinga. „Læknar óska ekki eftir undanþágum nema í algjörum undantekningartilvikum því þeir virða rétt stétta til að fara í verkföll. Það er skilningur hjá okkur fyrir því að reyna að gera verkfallið sem léttbærast fyrir okkar allra veikustu einstaklinga,“ segir Kristján Þór. „Verkfall af þessu tagi hefur veruleg áhrif á starfsemi spítalans,“ segir Páll. „Ljóst þykir að áhrifin eru umtalsvert meiri og alvarlegri en af nýyfirstöðnu læknaverkfalli. Yfirstandandi verkfall, sérstaklega geislafræðinga sem eru í ótímabundnu verkfalli, hefur valdið verulegum áhrifum á meðferð sjúklinga,“ segir Páll. Fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða, þúsundum rannsókna og hundruð koma sjúklinga á dag- og göngudeildir hafa fallið niður vegna verkfalls BHM. Ekkert miðar áfram í kjaradeilunni. Deilan skapar mikil og alvarleg vandræði á sjúkrahúsum landsins og er staðan orðin hrikaleg að mati Gunnars Bjarna Ragnarssonar, yfirlæknis á krabbameinsdeild Landspítalans. Páll Halldórsson, formaður BHM, segist vonast til að sjá einhver spil á næsta fundi BHM með samninganefnd ríkisins. „Næsti fundur er settur á mánudaginn. Síðasta fundi var slitið með þeim orðum að ekki yrði boðað til nýs fundar fyrr en ríkið hefði eitthvað fram að færa á fundinum. Hins vegar veit ég ekkert hvaða spil það eru sem ríkið mun leggja á borðið og það verður bara að koma í ljós,“ sagði Páll. Páll Matthíasson segir vinnuaðstæður á Landspítalanum grafalvarlegar og mikið liggja við. Líklegt er að sjúklingar bíði skaða af verkfallsaðgerðum BHM. „Hvað meðferð krabbameinssjúkra varðar þá er staðfest að tafir hafa orðið í lyfjameðferðum, biðlistar fyrir geislameðferðir hafa lengst fram úr hófi og rof hefur orðið í meðferð sjúklinga. Niðurstaða okkar helstu sérfræðinga er að mikil hætta sé á því að krabbameinssjúklingar í rannsóknum, meðferð eða eftirliti á Landspítala geti orðið fyrir skaða.“ Verkfall 2016 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, óttast um öryggi sjúklinga spítalans í verkfallsaðgerðum BHM. Verkfall félagsmanna fjögurra aðildarfélaga BHM sem starfa á spítalanum hefur nú staðið í þrjátíu og þrjá daga og ekki sér fyrir endann á deilunni. Páll gagnrýnir Félag geislafræðinga harðlega og segir undanþágunefnd félagsins ekki láta læknisfræðilegt mat ráða för þegar undanþágubeiðnir eru metnar hjá félaginu. „Á Landspítala má búast við sveiflum í starfseminni og því ríður á að læknisfræðilegt mat sé forsenda undanþága frá verkföllum. Þetta hefur að mestu gengið eftir hér, þó með þeirri undantekningu að Landspítali hefur gert alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu undanþágubeiðna Félags geislafræðinga. Mikilvægt er að þeir hnökrar sem orðið hafa þar leysist strax, það má ekki dragast,“ segir Páll. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir ekki koma til greina að setja lög á verkföll eins og staðan er í dag en gagnrýnir einnig undanþágunefnd geislafræðinga. „Læknar óska ekki eftir undanþágum nema í algjörum undantekningartilvikum því þeir virða rétt stétta til að fara í verkföll. Það er skilningur hjá okkur fyrir því að reyna að gera verkfallið sem léttbærast fyrir okkar allra veikustu einstaklinga,“ segir Kristján Þór. „Verkfall af þessu tagi hefur veruleg áhrif á starfsemi spítalans,“ segir Páll. „Ljóst þykir að áhrifin eru umtalsvert meiri og alvarlegri en af nýyfirstöðnu læknaverkfalli. Yfirstandandi verkfall, sérstaklega geislafræðinga sem eru í ótímabundnu verkfalli, hefur valdið verulegum áhrifum á meðferð sjúklinga,“ segir Páll. Fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða, þúsundum rannsókna og hundruð koma sjúklinga á dag- og göngudeildir hafa fallið niður vegna verkfalls BHM. Ekkert miðar áfram í kjaradeilunni. Deilan skapar mikil og alvarleg vandræði á sjúkrahúsum landsins og er staðan orðin hrikaleg að mati Gunnars Bjarna Ragnarssonar, yfirlæknis á krabbameinsdeild Landspítalans. Páll Halldórsson, formaður BHM, segist vonast til að sjá einhver spil á næsta fundi BHM með samninganefnd ríkisins. „Næsti fundur er settur á mánudaginn. Síðasta fundi var slitið með þeim orðum að ekki yrði boðað til nýs fundar fyrr en ríkið hefði eitthvað fram að færa á fundinum. Hins vegar veit ég ekkert hvaða spil það eru sem ríkið mun leggja á borðið og það verður bara að koma í ljós,“ sagði Páll. Páll Matthíasson segir vinnuaðstæður á Landspítalanum grafalvarlegar og mikið liggja við. Líklegt er að sjúklingar bíði skaða af verkfallsaðgerðum BHM. „Hvað meðferð krabbameinssjúkra varðar þá er staðfest að tafir hafa orðið í lyfjameðferðum, biðlistar fyrir geislameðferðir hafa lengst fram úr hófi og rof hefur orðið í meðferð sjúklinga. Niðurstaða okkar helstu sérfræðinga er að mikil hætta sé á því að krabbameinssjúklingar í rannsóknum, meðferð eða eftirliti á Landspítala geti orðið fyrir skaða.“
Verkfall 2016 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira