Segir vígamönnum ISIS til syndanna Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. maí 2015 07:00 Leiðtogi "Íslamska ríkisins“, sem nú er sagður liggja alvarlega sár eftir loftárás í síðasta mánuði. nordicphotos/AFP Þýski blaðamaðurinn Jürgen Todenhöfer, sem kominn er yfir sjötugt, dvaldi á síðasta ári hjá vígamönnum „Íslamska ríkisins“ í Sýrlandi og Írak, samtals í tíu daga og varð fyrsti vestræni blaðamaðurinn sem slapp þaðan heill á húfi. Um helgina birti hann á vefsíðu sinni opið bréf til Abu Bakr al Bagdadí, leiðtoga samtakanna, en sá er nú sagður alvarlega særður eftir loftárás í síðasta mánuði. Todenhöfer þakkar Bagdadí kærlega fyrir að hafa tekið vel á móti sér og staðið í einu og öllu við loforð um að sér yrði ekki gert mein. Niðurstaða sín eftir þessa tíu daga heimsókn sé síðan sú að flestar gerðir Íslamska ríkisins séu andstæðar íslamstrú: „Þú ættir að gefa ríki þínu nýtt nafn og kalla það And-íslamska ríkið,“ segir Todenhöfer. Hann segir síðan að Bagdadí sjálfur sé alger andstæða Múhameðs spámanns: „Múhameð var miskunnsamur, þér eruð miskunnarlaus. Múhameð var framsýnn byltingarmaður, þér eruð afturhaldssamur fortíðarsinni.“ Todenhöfer vitnar óspart í Kóraninn, sem hann segist hafa lesið oft sér til ánægju þrátt fyrir að vera kristinnar trúar. Hann segir að Bagdadí brjóti nánast öll boðorð Kóransins, ekki síst þetta: „Ef maður drepur mann, þá er það eins og hann hafi drepið allt mannkyn. En ef hann bjargar mannslífi, þá er eins og hann hafi bjargað öllu mannkyninu,“ og beinir síðan máli sínu beint að Bagdadí: „Þú hefur aldrei bjargað mannslífi. Alltaf bara drepið án allrar miskunnar. Þú skaðar þar með allan hinn íslamska heim. Þú ert núna versti óvinur íslams.“ Todenhöfer hefur oft ferðast til átakasvæða í Mið-Austurlöndum og skrifað um það nokkrar bækur. Í gær birti Todenhöfer síðan áskorun til Vesturlandabúa, sem haldið hafa til Írans eða Íraks að berjast með „Íslamska ríkinu“. „Enginn gleðst meira yfir ódæðum ykkar en óvinir íslams. Stundum gæti maður haldið að þið væruð uppfinning þeirra,“ segir í áskoruninni. Mið-Austurlönd Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Þýski blaðamaðurinn Jürgen Todenhöfer, sem kominn er yfir sjötugt, dvaldi á síðasta ári hjá vígamönnum „Íslamska ríkisins“ í Sýrlandi og Írak, samtals í tíu daga og varð fyrsti vestræni blaðamaðurinn sem slapp þaðan heill á húfi. Um helgina birti hann á vefsíðu sinni opið bréf til Abu Bakr al Bagdadí, leiðtoga samtakanna, en sá er nú sagður alvarlega særður eftir loftárás í síðasta mánuði. Todenhöfer þakkar Bagdadí kærlega fyrir að hafa tekið vel á móti sér og staðið í einu og öllu við loforð um að sér yrði ekki gert mein. Niðurstaða sín eftir þessa tíu daga heimsókn sé síðan sú að flestar gerðir Íslamska ríkisins séu andstæðar íslamstrú: „Þú ættir að gefa ríki þínu nýtt nafn og kalla það And-íslamska ríkið,“ segir Todenhöfer. Hann segir síðan að Bagdadí sjálfur sé alger andstæða Múhameðs spámanns: „Múhameð var miskunnsamur, þér eruð miskunnarlaus. Múhameð var framsýnn byltingarmaður, þér eruð afturhaldssamur fortíðarsinni.“ Todenhöfer vitnar óspart í Kóraninn, sem hann segist hafa lesið oft sér til ánægju þrátt fyrir að vera kristinnar trúar. Hann segir að Bagdadí brjóti nánast öll boðorð Kóransins, ekki síst þetta: „Ef maður drepur mann, þá er það eins og hann hafi drepið allt mannkyn. En ef hann bjargar mannslífi, þá er eins og hann hafi bjargað öllu mannkyninu,“ og beinir síðan máli sínu beint að Bagdadí: „Þú hefur aldrei bjargað mannslífi. Alltaf bara drepið án allrar miskunnar. Þú skaðar þar með allan hinn íslamska heim. Þú ert núna versti óvinur íslams.“ Todenhöfer hefur oft ferðast til átakasvæða í Mið-Austurlöndum og skrifað um það nokkrar bækur. Í gær birti Todenhöfer síðan áskorun til Vesturlandabúa, sem haldið hafa til Írans eða Íraks að berjast með „Íslamska ríkinu“. „Enginn gleðst meira yfir ódæðum ykkar en óvinir íslams. Stundum gæti maður haldið að þið væruð uppfinning þeirra,“ segir í áskoruninni.
Mið-Austurlönd Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira