Forseti þingsins telur ekki ástæðu til að meta hæfi Páls sveinn arnarsson skrifar 4. maí 2015 08:45 Frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórnun veiða á makríl er nú í meðförum atvinnuveganefndar. Miklir hagsmunir eru undir enda hafa makrílveiðar skilað hundruðum milljarða í gjaldeyristekjur. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sér ekki ástæðu til að meta hæfi Páls Jóhanns Pálssonar. Nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra um kvótasetningu veiða á makríl sem gengur inn í lögsögu Íslands gerir ráð fyrir að fyrirtæki í eigu eiginkonu Páls Jóhanns, sem áður var í eigu þingmannsins, fái makrílkvóta að verðmæti tuga milljóna króna í sinn hlut. „Mér finnst ekki tímabært að skoða hæfi þingmannsins. Hann hefur sjálfur gefið það út að hann muni ekki greiða atkvæði um frumvarpið. Þingmenn vinna oft og tíðum að frumvörpum sem hafa áhrif á persónulega hagi þeirra, svo sem um skatta og uppbyggingu á sínum heimasvæðum. Enda gilda ekki sömu hæfisreglur um þingmenn og aðra embættismenn í stjórnsýslunni,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Fyrirtækið Marver ehf., sem er að fullu í eigu eiginkonu Páls Jóhanns, fær úthlutað um 80 tonna kvóta ef frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar nær fram að ganga. Handfærabátur í eigu útgerðarinnar, Daðey GK, veiddi á síðasta ári um 170 tonn af makríl og hefur því veiðireynslu af makríl.Oddný HarðardóttirFrumvarpið er nú í meðförum atvinnuveganefndar og situr Páll Jóhann í nefndinni. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir það að þingmaðurinn skuli ekki sjálfur stíga til hliðar í þessari umræðu. „Mér fyndist hann eiga að íhuga að segja sig frá umræðum í nefndinni. Það væri skynsamlegt af honum að gera það þótt ströng lagatúlkun segi að hann sé ekki vanhæfur. Þetta er spurning um hans eigin trúverðugleika sem og trúverðugleika Framsóknarflokksins.“ Oddný gagnrýnir einnig hvernig frumvarpið veiti útgerðum aðgang að auðlindinni á silfurfati og vill að þjóðin fái meira fyrir þessa auðlind. „Með frumvarpinu er stigið stórt skref í átt til einkavæðingar auðlindar þjóðarinnar. Þarna er verið að gefa útgerðum kvóta til mjög langs tíma og afar erfitt verður fyrir sitjandi stjórnvöld að segja upp þessum samningum. Fyrir mína parta er óásættanlegt að setja svona frumvarp á dagskrá með auðlindir þjóðarinnar á meðan við höfum ekki fest í sessi auðlindaákvæði í stjórnarskrá.“ Alþingi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sér ekki ástæðu til að meta hæfi Páls Jóhanns Pálssonar. Nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra um kvótasetningu veiða á makríl sem gengur inn í lögsögu Íslands gerir ráð fyrir að fyrirtæki í eigu eiginkonu Páls Jóhanns, sem áður var í eigu þingmannsins, fái makrílkvóta að verðmæti tuga milljóna króna í sinn hlut. „Mér finnst ekki tímabært að skoða hæfi þingmannsins. Hann hefur sjálfur gefið það út að hann muni ekki greiða atkvæði um frumvarpið. Þingmenn vinna oft og tíðum að frumvörpum sem hafa áhrif á persónulega hagi þeirra, svo sem um skatta og uppbyggingu á sínum heimasvæðum. Enda gilda ekki sömu hæfisreglur um þingmenn og aðra embættismenn í stjórnsýslunni,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Fyrirtækið Marver ehf., sem er að fullu í eigu eiginkonu Páls Jóhanns, fær úthlutað um 80 tonna kvóta ef frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar nær fram að ganga. Handfærabátur í eigu útgerðarinnar, Daðey GK, veiddi á síðasta ári um 170 tonn af makríl og hefur því veiðireynslu af makríl.Oddný HarðardóttirFrumvarpið er nú í meðförum atvinnuveganefndar og situr Páll Jóhann í nefndinni. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir það að þingmaðurinn skuli ekki sjálfur stíga til hliðar í þessari umræðu. „Mér fyndist hann eiga að íhuga að segja sig frá umræðum í nefndinni. Það væri skynsamlegt af honum að gera það þótt ströng lagatúlkun segi að hann sé ekki vanhæfur. Þetta er spurning um hans eigin trúverðugleika sem og trúverðugleika Framsóknarflokksins.“ Oddný gagnrýnir einnig hvernig frumvarpið veiti útgerðum aðgang að auðlindinni á silfurfati og vill að þjóðin fái meira fyrir þessa auðlind. „Með frumvarpinu er stigið stórt skref í átt til einkavæðingar auðlindar þjóðarinnar. Þarna er verið að gefa útgerðum kvóta til mjög langs tíma og afar erfitt verður fyrir sitjandi stjórnvöld að segja upp þessum samningum. Fyrir mína parta er óásættanlegt að setja svona frumvarp á dagskrá með auðlindir þjóðarinnar á meðan við höfum ekki fest í sessi auðlindaákvæði í stjórnarskrá.“
Alþingi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira