Sjúkrahússýking á tveimur deildum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 1. maí 2015 13:00 Á Landspítalanum stendur yfir umfangsmikið hreinsunarstarf, en upp er komin sjúkrahússýking á skurðdeild. Vísir/Getty Sjúkrahússýking af völdum Vancomycin-ónæmra enterókokka er komin upp á Landspítalanum. Tveimur skurðdeildum af þremur hefur verið lokað, samtals 36 rúmum, og öllum aðgerðum nema bráðaaðgerðum frestað. Mjög ónæmisbældir einstaklingar, til að mynda á gjörgæslu og krabbameinsdeildum spítalans, eru sérstaklega viðkvæmir gagnvart sýkingunni. Átta sjúklingar eru enn inni á annarri sýktu deildinni og komast ekki af henni fyrr en meðferð þeirra er lokið. Lilja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs, segir erfiðleika vegna sjúkrahússýkingar bætast við álag vegna yfirstandandi verkfalls. „Deildirnar verða hreinsaðar og sýni ræktuð. Við vitum ekki hver staðan er fyrr en um og upp úr helgi. Sýkingin bætist ofan á verkfallsaðgerðir, þetta er vissulega erfitt ástand. Við höfum verið svo lánsöm að við höfum fengið forgang á þessa vinnu í samvinnu við Félag lífeindafræðinga sem eru í verkfalli, þetta er gríðarlegt álag á þá, jafnt og sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, ræstingarfólk, svo ekki sé talað um sjúklinga.“ Markmiðið er að uppræta sýkingar af þessu tagi. „Hér á Íslandi höfum við ákveðið að uppræta sýkingar sem þessar úr umhverfi sjúklinga. Það eru ekki öll lönd sem hafa ákveðið að gera það. Þær valda hraustu og heilbrigðu fólki engum vandræðum, en sjúklingum sem eru verulega ónæmisbældir eða langtímaveikir er hætt við að sýkjast af þessum bakteríum.“ Lilja segir allt reynt til að lágmarka truflun af sýkingunni. „Við á skurðlæknasviði höfum lagað okkar flæði að því sem við erum að gera. Við reynum að færa starfsfólk til og höfum sett fleiri rúm á þessa einu deild sem er opin. Við höfum hent öllu aukalegu út af þeirri deild sem er opin og setjum rúm alls staðar þar sem er hægt. Við erum líka búin að opna sex rúm á dagdeild sem sólarhringsrúm.“ Umfangsmikið hreinsunarstarf fer nú fram á Landspítalanum. Þar er allt þrifið og mörgu þarf að henda, húsgögnum sem ekki er hægt að þrífa, áteknum vörum og skrifborðsvörum svo dæmi séu tekin. „Hreinsunarferlið er afar víðtækt. Deildirnar eru þrifnar með sérstöku hreinsiefni. Allt er þrifið, þá meina ég bókstaflega allt sem ekki er hent. Það þarf að henda áteknum vörum og öllu sem er ekki gerlegt að þrífa, skrifborðsmottum, húsgögnum og slitnum dýnum.“ Verkfall 2016 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira
Sjúkrahússýking af völdum Vancomycin-ónæmra enterókokka er komin upp á Landspítalanum. Tveimur skurðdeildum af þremur hefur verið lokað, samtals 36 rúmum, og öllum aðgerðum nema bráðaaðgerðum frestað. Mjög ónæmisbældir einstaklingar, til að mynda á gjörgæslu og krabbameinsdeildum spítalans, eru sérstaklega viðkvæmir gagnvart sýkingunni. Átta sjúklingar eru enn inni á annarri sýktu deildinni og komast ekki af henni fyrr en meðferð þeirra er lokið. Lilja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs, segir erfiðleika vegna sjúkrahússýkingar bætast við álag vegna yfirstandandi verkfalls. „Deildirnar verða hreinsaðar og sýni ræktuð. Við vitum ekki hver staðan er fyrr en um og upp úr helgi. Sýkingin bætist ofan á verkfallsaðgerðir, þetta er vissulega erfitt ástand. Við höfum verið svo lánsöm að við höfum fengið forgang á þessa vinnu í samvinnu við Félag lífeindafræðinga sem eru í verkfalli, þetta er gríðarlegt álag á þá, jafnt og sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, ræstingarfólk, svo ekki sé talað um sjúklinga.“ Markmiðið er að uppræta sýkingar af þessu tagi. „Hér á Íslandi höfum við ákveðið að uppræta sýkingar sem þessar úr umhverfi sjúklinga. Það eru ekki öll lönd sem hafa ákveðið að gera það. Þær valda hraustu og heilbrigðu fólki engum vandræðum, en sjúklingum sem eru verulega ónæmisbældir eða langtímaveikir er hætt við að sýkjast af þessum bakteríum.“ Lilja segir allt reynt til að lágmarka truflun af sýkingunni. „Við á skurðlæknasviði höfum lagað okkar flæði að því sem við erum að gera. Við reynum að færa starfsfólk til og höfum sett fleiri rúm á þessa einu deild sem er opin. Við höfum hent öllu aukalegu út af þeirri deild sem er opin og setjum rúm alls staðar þar sem er hægt. Við erum líka búin að opna sex rúm á dagdeild sem sólarhringsrúm.“ Umfangsmikið hreinsunarstarf fer nú fram á Landspítalanum. Þar er allt þrifið og mörgu þarf að henda, húsgögnum sem ekki er hægt að þrífa, áteknum vörum og skrifborðsvörum svo dæmi séu tekin. „Hreinsunarferlið er afar víðtækt. Deildirnar eru þrifnar með sérstöku hreinsiefni. Allt er þrifið, þá meina ég bókstaflega allt sem ekki er hent. Það þarf að henda áteknum vörum og öllu sem er ekki gerlegt að þrífa, skrifborðsmottum, húsgögnum og slitnum dýnum.“
Verkfall 2016 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira