Vilja svör um tengslin við Orku Energy fanney birna jónsdóttir skrifar 9. apríl 2015 07:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra var meðal annars viðstaddur samningsundirritun Orku Energy í Reykjavík í desember 2013. Mynd/Orka Energy Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sat fundi í Kína með jarðvarmafyrirtækinu Orka Energy í síðasta mánuði. Ferðin var vinnuferð á vegum ráðuneytisins og með í för voru fjórir starfsmenn ráðuneytisins ásamt fulltrúum Orku Energy. Illugi starfaði sem ráðgjafi fyrir fyrirtækið þegar hann var í leyfi frá þingstörfum eftir bankahrunið. Hann segist þó hafa látið af þeim störfum þegar hann tók aftur sæti á þingi árið 2011. „Tenging mín við þetta tiltekna fyrirtæki sem starfar erlendis er frá þeim tíma þegar ég var utan þings og var þess vegna að vinna fyrir mér,“ segir Illugi. Hann segir fundinn í Kína tilkominn vegna þess að aðilar frá Orku Energy hafi verið staddir á sama stað á þessum tíma. „Ég sat á einum fundi þeirra með samstarfsaðilum þeirra,“ segir Illugi. „Þeir voru ekki þarna á okkar vegum og við vorum ekki að borga fyrir þá eða eitthvað þess háttar.“ Illugi segist engra fjárhagslegra hagsmuna eiga að gæta í tengslum við starfsemi Orku Energy. Hann sé hvorki á launaskrá þar né eigi hlutabréf í fyrirtækinu. Aðspurður hvernig heimsókn á jarðhitasvæði í Kína falli undir verkahring menntamálaráðherra segir hann það heyra undir vísindasamstarf Íslendinga og Kínverja. „Þarna hefur verið samstarf á vísindasviðinu milli landanna,“ segir Illugi. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna segja mörgum spurningum ósvarað um þessa aðkomu Illuga. „Ég skil ekki af hverju menntamálaráðherra er að skipta sér af þessu. Mér finnst þetta kalla á frekari svör,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. „Það vekur óþægileg hugrenningatengsl þegar um er að ræða samspil Sjálfstæðisflokksins og útrásar orkufyrirtækja. Í þessu tilviki er greinilega mörgum spurningum ósvarað,“ segir Svandís. Illugi hefur áður verið í Kína með Orku Energy eftir að hann tók við ráðherraembætti. Í frétt á vef fyrirtækisins kemur fram að hann hafi verið viðstaddur undirritun samnings við sveitarstjórn Xianyang og fyrirtækið Sinopec Star Petroleum í desember 2013. Illugi og Orka Energy Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sat fundi í Kína með jarðvarmafyrirtækinu Orka Energy í síðasta mánuði. Ferðin var vinnuferð á vegum ráðuneytisins og með í för voru fjórir starfsmenn ráðuneytisins ásamt fulltrúum Orku Energy. Illugi starfaði sem ráðgjafi fyrir fyrirtækið þegar hann var í leyfi frá þingstörfum eftir bankahrunið. Hann segist þó hafa látið af þeim störfum þegar hann tók aftur sæti á þingi árið 2011. „Tenging mín við þetta tiltekna fyrirtæki sem starfar erlendis er frá þeim tíma þegar ég var utan þings og var þess vegna að vinna fyrir mér,“ segir Illugi. Hann segir fundinn í Kína tilkominn vegna þess að aðilar frá Orku Energy hafi verið staddir á sama stað á þessum tíma. „Ég sat á einum fundi þeirra með samstarfsaðilum þeirra,“ segir Illugi. „Þeir voru ekki þarna á okkar vegum og við vorum ekki að borga fyrir þá eða eitthvað þess háttar.“ Illugi segist engra fjárhagslegra hagsmuna eiga að gæta í tengslum við starfsemi Orku Energy. Hann sé hvorki á launaskrá þar né eigi hlutabréf í fyrirtækinu. Aðspurður hvernig heimsókn á jarðhitasvæði í Kína falli undir verkahring menntamálaráðherra segir hann það heyra undir vísindasamstarf Íslendinga og Kínverja. „Þarna hefur verið samstarf á vísindasviðinu milli landanna,“ segir Illugi. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna segja mörgum spurningum ósvarað um þessa aðkomu Illuga. „Ég skil ekki af hverju menntamálaráðherra er að skipta sér af þessu. Mér finnst þetta kalla á frekari svör,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. „Það vekur óþægileg hugrenningatengsl þegar um er að ræða samspil Sjálfstæðisflokksins og útrásar orkufyrirtækja. Í þessu tilviki er greinilega mörgum spurningum ósvarað,“ segir Svandís. Illugi hefur áður verið í Kína með Orku Energy eftir að hann tók við ráðherraembætti. Í frétt á vef fyrirtækisins kemur fram að hann hafi verið viðstaddur undirritun samnings við sveitarstjórn Xianyang og fyrirtækið Sinopec Star Petroleum í desember 2013.
Illugi og Orka Energy Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira