Konur sameinast um öruggari borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 31. mars 2015 07:00 Borgarstjórn minnist þess í dag að 100 ár eru síðan karlar ákváðu að leyfa fyrstu konunum að taka þátt í kosningum til Alþingis og að bjóða fram krafta sína á þeim vettvangi. Það þor og úthald sem konurnar höfðu sem börðust fyrir réttindum kynsystra sinna fyrir 100 árum er sannarlega allrar aðdáunar vert. Það er því við hæfi að þakka þeim fjölmörgu konum sem fóru á móti straumnum þá og síðustu hundrað árin og þeim körlum sem staðið hafa með þeim. Breytingin á íslensku samfélagi á liðinni öld er hreint út sagt stórkostleg. Ísland hefur verið í toppsætum lista sem meta jafnrétti í heiminum og konur hafa hér réttindi til jafns við karla þó tækifærin séu enn ekki jöfn og feðraveldið sé enn til staðar. Fyrir 100 árum börðust konur fyrir byggingu spítala þar sem þær höfðu heilbrigði þjóðarinnar að leiðarljósi. Konur í borgarstjórn í dag bera einnig heilbrigði þjóðarinnar fyrir brjósti en stærsta ógn við heilbrigði kvenna og barna er ofbeldi. Samkvæmt rannsóknum hefur allt að helmingur kvenna orði fyrir ofbeldi, um þriðjungur barna upplifir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og 60% allra morða á Íslandi á liðnum árum má rekja til ofbeldis gegn konum. Ofbeldi er samfélagsmein sem verður að uppræta og því leggja konur allra flokka í borgarstjórn fram tillögu um stofnun ofbeldisvarnarnefndar sem er ætlað að tryggja að baráttan gegn ofbeldi verði viðvarandi viðfangsefni stjórnmálamanna og stofnana borgarinnar.Borgarstjórn hafi yfirsýn Það er mikilvægt að borgarstjórn hafi yfirsýn yfir stöðu mála í borginni, þá þjónustu sem hún veitir, hvaða forvörnum er beitt, hvaða þjónusta og forvarnir eru á vegum grasrótarsamtaka í borginni. Tryggja þarf samráð milli stofnana borgarinnar annars vegar og stofnana borgarinnar og grasrótarsamtaka hins vegar til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn konum og börnum sérstaklega en einnig efla forvarnir gegn ofbeldi almennt. Barátta gegn einelti, netofbeldi, hefndarklámi og fyrir almennu öryggi borgarbúa yrði þar einnig á dagskrá enda af nógu að taka, því miður. Margt gott er verið að gera í þessum málum í dag, víða á vettvangi Reykjavíkurborgar, en ég er sannfærð um að við getum gert enn betur. Reykjavík hefur tekið forystu í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum, algengustu og alvarlegustu ofbeldis- og heilbrigðisógn sem steðjar að íslensku samfélagi. Borgarstjórn hefur sett málið á dagskrá og vill gera allt sem stuðlað getur að friðsælli borg og auknu öryggi borgarbúa. Vonir standa til að ríkið geri hið sama og stofni þjóðarofbeldisvarnarráð eins og UNICEF hefur marglagt til og að við tökum öll höndum saman og tryggjum öryggi og heilbrigði landsmanna allra. Það mundi sannarlega vera í anda þeirra kvenna sem ruddu brautina fyrir 100 árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn minnist þess í dag að 100 ár eru síðan karlar ákváðu að leyfa fyrstu konunum að taka þátt í kosningum til Alþingis og að bjóða fram krafta sína á þeim vettvangi. Það þor og úthald sem konurnar höfðu sem börðust fyrir réttindum kynsystra sinna fyrir 100 árum er sannarlega allrar aðdáunar vert. Það er því við hæfi að þakka þeim fjölmörgu konum sem fóru á móti straumnum þá og síðustu hundrað árin og þeim körlum sem staðið hafa með þeim. Breytingin á íslensku samfélagi á liðinni öld er hreint út sagt stórkostleg. Ísland hefur verið í toppsætum lista sem meta jafnrétti í heiminum og konur hafa hér réttindi til jafns við karla þó tækifærin séu enn ekki jöfn og feðraveldið sé enn til staðar. Fyrir 100 árum börðust konur fyrir byggingu spítala þar sem þær höfðu heilbrigði þjóðarinnar að leiðarljósi. Konur í borgarstjórn í dag bera einnig heilbrigði þjóðarinnar fyrir brjósti en stærsta ógn við heilbrigði kvenna og barna er ofbeldi. Samkvæmt rannsóknum hefur allt að helmingur kvenna orði fyrir ofbeldi, um þriðjungur barna upplifir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og 60% allra morða á Íslandi á liðnum árum má rekja til ofbeldis gegn konum. Ofbeldi er samfélagsmein sem verður að uppræta og því leggja konur allra flokka í borgarstjórn fram tillögu um stofnun ofbeldisvarnarnefndar sem er ætlað að tryggja að baráttan gegn ofbeldi verði viðvarandi viðfangsefni stjórnmálamanna og stofnana borgarinnar.Borgarstjórn hafi yfirsýn Það er mikilvægt að borgarstjórn hafi yfirsýn yfir stöðu mála í borginni, þá þjónustu sem hún veitir, hvaða forvörnum er beitt, hvaða þjónusta og forvarnir eru á vegum grasrótarsamtaka í borginni. Tryggja þarf samráð milli stofnana borgarinnar annars vegar og stofnana borgarinnar og grasrótarsamtaka hins vegar til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn konum og börnum sérstaklega en einnig efla forvarnir gegn ofbeldi almennt. Barátta gegn einelti, netofbeldi, hefndarklámi og fyrir almennu öryggi borgarbúa yrði þar einnig á dagskrá enda af nógu að taka, því miður. Margt gott er verið að gera í þessum málum í dag, víða á vettvangi Reykjavíkurborgar, en ég er sannfærð um að við getum gert enn betur. Reykjavík hefur tekið forystu í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum, algengustu og alvarlegustu ofbeldis- og heilbrigðisógn sem steðjar að íslensku samfélagi. Borgarstjórn hefur sett málið á dagskrá og vill gera allt sem stuðlað getur að friðsælli borg og auknu öryggi borgarbúa. Vonir standa til að ríkið geri hið sama og stofni þjóðarofbeldisvarnarráð eins og UNICEF hefur marglagt til og að við tökum öll höndum saman og tryggjum öryggi og heilbrigði landsmanna allra. Það mundi sannarlega vera í anda þeirra kvenna sem ruddu brautina fyrir 100 árum.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun