Bjuggu til sín eigin sólmyrkvagleraugu 20. mars 2015 06:45 Þórður Atlason og Haraldur Orri Hauksson, nemendur Menntaskólans í Reykjavík, bjuggu til sólmyrkvagleraugu. Vísir/Ernir Í dag, föstudagsmorgun, fylgist fjöldi Íslendinga með sólmyrkva þar sem tungl gengur fyrir sólu. Sólmyrkvinn stendur yfir í um tvær klukkustundir. Í Reykjavík hefst hann kl. 8.38, nær hámarki kl. 9.37 og lýkur kl. 10.39. Sólmyrkvagleraugu eru uppseld á landinu og að horfa á sólina án viðeigandi hlífðarbúnaðar getur valdið varanlegum augnskaða og blindu í verstu tilvikum. Það eina sem dugar til að horfa á sólmyrkvann eru sólmyrkvagleraugu, glerið er úr silfurhúðaðri sólarfilmu sem síar burt skaðlega innrauða geisla og útfjólublátt ljós. Þeir hleypa aðeins hundrað þúsundasta hluta af sýnilega sólarljósinu í gegn svo öruggt er að skoða sólina með þeim.Varúð Ekki horfa í sólina án sólmyrkvagleraugna. Venjuleg sólgleraugu duga alls ekki. Þá vara augnlæknar við því að taka sjálfsmynd á síma af sér við sólmyrkvann. Fréttablaðið/ErnirAugnlæknar benda á að það megi alls ekki nota 3D-gleraugu eða venjuleg sólgleraugu. Nokkrir nemendur í Akademíunni í Menntaskólanum í Reykjavík dóu ekki ráðalausir og brugðu á það ráð að framleiða fleiri gleraugu til að auðvelda þeim nemendum skólans sem hafði ekki tekist að útvega sér gleraugu í tæka tíð að horfa á myrkvann. „Margir nemendur í skólanum voru ekki komnir með gleraugu, en eftir nokkra leit fundum við næma filmu, sem gleypir í sig sólarljósið, til að nota í gleraugu,“ segir Þórður Atlason, nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík, og segir tugi nemenda hafa hjálpað til við að setja saman 300 gleraugu sem eru til brúks í dag. „Við vonum að það verði nóg af gleraugum til þess að allir geti horft á myrkvann. Ef ekki, þá ættu nemendur að skiptast á.“ Augnlæknar víða í Evrópu hafa ítrekað aðvaranir sínar vegna hættu á skaða á augum og vara líka fólk við að taka sjálfsmynd á símana sína. „Fólk ætti að vara sig á því að taka „selfie“ af sér með sólmyrkvann í baksýn,“ segir Patricia Quinlan augnlæknir í samtali við Irish Times. Ráð sem Íslendingar ættu að hlýða. Sól er lágt á lofti í morgun og því vilja margir koma sér fyrir á stað þar sem lítið skyggir á sýn til sólar. Á Akureyri verður skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnað klukkan 8.00 og fólki gefst kostur á að fara með lyftum til að horfa á sólmyrkvann í eitt þúsund metra hæð. Skíðamiðstöðin í Oddskarði er líka opin frá 8.30 og þaðan má fylgjast með sólmyrkvanum úr allt að 850 metra hæð, með útsýni yfir Atlantshafið. Margir ferðamenn munu fara frá Reykjavíkurhöfn og horfa á myrkvann á hafi úti. Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Í dag, föstudagsmorgun, fylgist fjöldi Íslendinga með sólmyrkva þar sem tungl gengur fyrir sólu. Sólmyrkvinn stendur yfir í um tvær klukkustundir. Í Reykjavík hefst hann kl. 8.38, nær hámarki kl. 9.37 og lýkur kl. 10.39. Sólmyrkvagleraugu eru uppseld á landinu og að horfa á sólina án viðeigandi hlífðarbúnaðar getur valdið varanlegum augnskaða og blindu í verstu tilvikum. Það eina sem dugar til að horfa á sólmyrkvann eru sólmyrkvagleraugu, glerið er úr silfurhúðaðri sólarfilmu sem síar burt skaðlega innrauða geisla og útfjólublátt ljós. Þeir hleypa aðeins hundrað þúsundasta hluta af sýnilega sólarljósinu í gegn svo öruggt er að skoða sólina með þeim.Varúð Ekki horfa í sólina án sólmyrkvagleraugna. Venjuleg sólgleraugu duga alls ekki. Þá vara augnlæknar við því að taka sjálfsmynd á síma af sér við sólmyrkvann. Fréttablaðið/ErnirAugnlæknar benda á að það megi alls ekki nota 3D-gleraugu eða venjuleg sólgleraugu. Nokkrir nemendur í Akademíunni í Menntaskólanum í Reykjavík dóu ekki ráðalausir og brugðu á það ráð að framleiða fleiri gleraugu til að auðvelda þeim nemendum skólans sem hafði ekki tekist að útvega sér gleraugu í tæka tíð að horfa á myrkvann. „Margir nemendur í skólanum voru ekki komnir með gleraugu, en eftir nokkra leit fundum við næma filmu, sem gleypir í sig sólarljósið, til að nota í gleraugu,“ segir Þórður Atlason, nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík, og segir tugi nemenda hafa hjálpað til við að setja saman 300 gleraugu sem eru til brúks í dag. „Við vonum að það verði nóg af gleraugum til þess að allir geti horft á myrkvann. Ef ekki, þá ættu nemendur að skiptast á.“ Augnlæknar víða í Evrópu hafa ítrekað aðvaranir sínar vegna hættu á skaða á augum og vara líka fólk við að taka sjálfsmynd á símana sína. „Fólk ætti að vara sig á því að taka „selfie“ af sér með sólmyrkvann í baksýn,“ segir Patricia Quinlan augnlæknir í samtali við Irish Times. Ráð sem Íslendingar ættu að hlýða. Sól er lágt á lofti í morgun og því vilja margir koma sér fyrir á stað þar sem lítið skyggir á sýn til sólar. Á Akureyri verður skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnað klukkan 8.00 og fólki gefst kostur á að fara með lyftum til að horfa á sólmyrkvann í eitt þúsund metra hæð. Skíðamiðstöðin í Oddskarði er líka opin frá 8.30 og þaðan má fylgjast með sólmyrkvanum úr allt að 850 metra hæð, með útsýni yfir Atlantshafið. Margir ferðamenn munu fara frá Reykjavíkurhöfn og horfa á myrkvann á hafi úti.
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira