Þýskir þingmenn telja rétt að borga guðsteinn bjarnason skrifar 18. mars 2015 09:00 Gesine Schwan, fyrrverandi forsetaframbjóðandi þýskra sósíaldemókrata segir Grikki eiga rétt á frekari stríðsskaðabótum. fréttablaðið/EPA Áhrifamiklir þingmenn úr röðum bæði Sósíaldemókrata og Græningja hafa nú tekið undir með Grikkjum og segja rétt að þýsk stjórnvöld greiði Grikklandi frekari stríðsskaðabætur. „Ég held að af hálfu Þjóðverja væri gott ef við horfðumst í augu við okkar eigin fortíð. Þetta snýst um að viðurkenna að við beittum fólk miklum órétti í Grikklandi,“ hefur þýska tímaritið Der Spiegel eftir Gesine Schwan, sem tvisvar hefur verið í framboði til forseta Þýskalands fyrir hönd Sósíaldemókrataflokksins. Ralf Stegner, varaformaður flokksins, tekur undir þetta: „Þetta snýst um það hvernig við umgöngumst okkar eigin sögu.“ Anton Hofreiter, þingflokksformaður Græningja, er sömu skoðunar: „Þýskaland getur ekki bara sópað þessum kröfum Grikklands út af borðinu,“ segir hann. „Hvorki siðferðilega né lagalega er þessum kafla endanlega lokið.“ Bæði Sósíaldemókratar og Græningjar eru í stjórnarandstöðu á þýska þinginu. Innan stjórnarandstöðunnar hafa þó til þessa einungis þingmenn Vinstriflokksins, sem eru arftakar gamla austurþýska Kommúnistaflokksins, viljað taka undir kröfur Grikkja um stríðsskaðabætur. Þýska stjórnin hefur vísað þessum kröfum alfarið á bug. Auk Grikkja hafa reyndar Rússar einnig farið fram á nýjar skaðabætur frá Þjóðverjum vegna framferðis þeirra í stríðinu. Rússneska dagblaðið Ísvestía skýrði í byrjun febrúar frá því að hópur rússneskra þingmanna ætli sér að setja nefnd í þetta mál og krefjast bóta. Þjóðverjar hafi aldrei greitt Rússum raunverulegar skaðabætur, því einu bæturnar sem Rússar fengu á sínum tíma voru eignir í Austur-Þýskalandi sem Sovétríkin gátu sjálf hirt af Þjóðverjum. Aðallega hafi þetta verið húsgögn, föt og iðn af ýmsu tagi, að því er fram kemur í frásögn þýska tímaritsins Der Spiegel. Grikkland Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Sjá meira
Áhrifamiklir þingmenn úr röðum bæði Sósíaldemókrata og Græningja hafa nú tekið undir með Grikkjum og segja rétt að þýsk stjórnvöld greiði Grikklandi frekari stríðsskaðabætur. „Ég held að af hálfu Þjóðverja væri gott ef við horfðumst í augu við okkar eigin fortíð. Þetta snýst um að viðurkenna að við beittum fólk miklum órétti í Grikklandi,“ hefur þýska tímaritið Der Spiegel eftir Gesine Schwan, sem tvisvar hefur verið í framboði til forseta Þýskalands fyrir hönd Sósíaldemókrataflokksins. Ralf Stegner, varaformaður flokksins, tekur undir þetta: „Þetta snýst um það hvernig við umgöngumst okkar eigin sögu.“ Anton Hofreiter, þingflokksformaður Græningja, er sömu skoðunar: „Þýskaland getur ekki bara sópað þessum kröfum Grikklands út af borðinu,“ segir hann. „Hvorki siðferðilega né lagalega er þessum kafla endanlega lokið.“ Bæði Sósíaldemókratar og Græningjar eru í stjórnarandstöðu á þýska þinginu. Innan stjórnarandstöðunnar hafa þó til þessa einungis þingmenn Vinstriflokksins, sem eru arftakar gamla austurþýska Kommúnistaflokksins, viljað taka undir kröfur Grikkja um stríðsskaðabætur. Þýska stjórnin hefur vísað þessum kröfum alfarið á bug. Auk Grikkja hafa reyndar Rússar einnig farið fram á nýjar skaðabætur frá Þjóðverjum vegna framferðis þeirra í stríðinu. Rússneska dagblaðið Ísvestía skýrði í byrjun febrúar frá því að hópur rússneskra þingmanna ætli sér að setja nefnd í þetta mál og krefjast bóta. Þjóðverjar hafi aldrei greitt Rússum raunverulegar skaðabætur, því einu bæturnar sem Rússar fengu á sínum tíma voru eignir í Austur-Þýskalandi sem Sovétríkin gátu sjálf hirt af Þjóðverjum. Aðallega hafi þetta verið húsgögn, föt og iðn af ýmsu tagi, að því er fram kemur í frásögn þýska tímaritsins Der Spiegel.
Grikkland Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“