Erum við enn að leita að þér? Lára G. Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2015 08:00 Þegar íslenskar stúlkur byrja að sofa hjá eru þær yngri en annars staðar á Norðurlöndum. Íslenskar konur eru þess vegna í aukinni áhættu að smitast fyrr af kynsjúkdómum. HPV-veiran smitast með kynmökum og er aðalorsök leghálskrabbameins sem á heimsvísu er þriðja algengasta dánarorsök af völdum krabbameins hjá konum.Vinkonan sem kom ekki Kona sem ég hitti um daginn sagði mér að hún hefði greinst fyrir þrjátíu árum með leghálskrabbamein eftir að hafa komið í hópleit. Hún var ekki orðin þrítug og móðir ungra barna. Hún sagðist heppin að hafa mætt reglulega í leit því krabbameinið uppgötvaðist á byrjunarstigi, á meðan það var enn læknanlegt. Hún veit af eigin raun hve mikilvægt er að mæta reglulega í krabbameinsleit því náin vinkona hennar sem greindist einnig með leghálskrabbamein sama ár hafði ekki mætt í boðaða leit. Sú var ekki jafn heppin. Hér á landi er konum á aldrinum 23 til 65 ára boðið að mæta á þriggja ára fresti í leghálskrabbameinsleit en samt sem áður eru alltof margar konur sem koma of sjaldan eða aldrei.Konurnar sem leitað var að Einungis tvær af hverjum tíu konum sem fá sitt fyrsta boð um að koma í hópleit að leghálskrabbameini panta tíma innan hálfs árs. Og um helmingur kemur ekki reglulega þrátt fyrir að fá boð en til að leitin skili árangri þarf að taka leghálsstrok á þriggja ára fresti. Í árvekniátaki Bleiku slaufunnar í október síðastliðnum stóð Krabbameinsfélagið fyrir herferðinni „Erum við að leita að þér?“ Á meðan á átakinu stóð varð mikil vakning hjá þjóðinni um mikilvægi þess að konur þiggi boð um að mæta í leit. Feður hringdu og fengu tíma fyrir dætur sínar í leghálskrabbameinsleit. Mæður og ömmur komu í samfylgd dætra eða barnabarna. Skoðanadögum var fjölgað til að anna eftirspurn og símaþjónusta aukin. Alls komu 65% fleiri konur á aldrinum 23 til 39 ára í leghálskrabbameinsleit á Leitarstöðina í Reykjavík í október heldur en í september. Til samanburðar varð engin marktæk aukning á mætingu í október miðað við september árið áður (2013). Átakið núna skilaði þannig góðum árangri.Lúmskur sjúkdómur Dánartíðni vegna leghálskrabbameins hefur lækkað um 90% frá því að leit hófst á vegum Krabbameinsfélagsins fyrir hálfri öld. Þessi árangur jafngildir að um 600 konum hafi verið bjargað frá ótímabærum dauða. En þó svo að konum sem látast úr leghálskrabbameini hafi fækkað umtalsvert mun sjúkdómurinn ekki hverfa úr samfélaginu á næstu árum. Þvert á móti hafa ungar konur verið að greinast með lengra gengið leghálskrabbamein sem erfiðara er að lækna. Það sem er mikilvægt að átta sig á er að sjúkdómurinn er lúmskur því hann er oftast einkennalaus á byrjunarstigum þegar meiri líkur eru á lækningu.Leitin heldur áfram Krabbameinsfélagið hvetur konur til að nýta sér þessa mikilvægu heilsuvernd sem leitarstarfið er. Leitin að konunum í október bar sannarlega árangur en leitin heldur áfram. Til að ná enn betri árangri þurfa konur á boðunaraldri að mæta reglulega. Og höfum í huga að það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að jafnöflugu leitarstarfi og rekið er á Íslandi. Það eru forréttindi. Getur nokkuð verið að við séum enn að leita að þér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar íslenskar stúlkur byrja að sofa hjá eru þær yngri en annars staðar á Norðurlöndum. Íslenskar konur eru þess vegna í aukinni áhættu að smitast fyrr af kynsjúkdómum. HPV-veiran smitast með kynmökum og er aðalorsök leghálskrabbameins sem á heimsvísu er þriðja algengasta dánarorsök af völdum krabbameins hjá konum.Vinkonan sem kom ekki Kona sem ég hitti um daginn sagði mér að hún hefði greinst fyrir þrjátíu árum með leghálskrabbamein eftir að hafa komið í hópleit. Hún var ekki orðin þrítug og móðir ungra barna. Hún sagðist heppin að hafa mætt reglulega í leit því krabbameinið uppgötvaðist á byrjunarstigi, á meðan það var enn læknanlegt. Hún veit af eigin raun hve mikilvægt er að mæta reglulega í krabbameinsleit því náin vinkona hennar sem greindist einnig með leghálskrabbamein sama ár hafði ekki mætt í boðaða leit. Sú var ekki jafn heppin. Hér á landi er konum á aldrinum 23 til 65 ára boðið að mæta á þriggja ára fresti í leghálskrabbameinsleit en samt sem áður eru alltof margar konur sem koma of sjaldan eða aldrei.Konurnar sem leitað var að Einungis tvær af hverjum tíu konum sem fá sitt fyrsta boð um að koma í hópleit að leghálskrabbameini panta tíma innan hálfs árs. Og um helmingur kemur ekki reglulega þrátt fyrir að fá boð en til að leitin skili árangri þarf að taka leghálsstrok á þriggja ára fresti. Í árvekniátaki Bleiku slaufunnar í október síðastliðnum stóð Krabbameinsfélagið fyrir herferðinni „Erum við að leita að þér?“ Á meðan á átakinu stóð varð mikil vakning hjá þjóðinni um mikilvægi þess að konur þiggi boð um að mæta í leit. Feður hringdu og fengu tíma fyrir dætur sínar í leghálskrabbameinsleit. Mæður og ömmur komu í samfylgd dætra eða barnabarna. Skoðanadögum var fjölgað til að anna eftirspurn og símaþjónusta aukin. Alls komu 65% fleiri konur á aldrinum 23 til 39 ára í leghálskrabbameinsleit á Leitarstöðina í Reykjavík í október heldur en í september. Til samanburðar varð engin marktæk aukning á mætingu í október miðað við september árið áður (2013). Átakið núna skilaði þannig góðum árangri.Lúmskur sjúkdómur Dánartíðni vegna leghálskrabbameins hefur lækkað um 90% frá því að leit hófst á vegum Krabbameinsfélagsins fyrir hálfri öld. Þessi árangur jafngildir að um 600 konum hafi verið bjargað frá ótímabærum dauða. En þó svo að konum sem látast úr leghálskrabbameini hafi fækkað umtalsvert mun sjúkdómurinn ekki hverfa úr samfélaginu á næstu árum. Þvert á móti hafa ungar konur verið að greinast með lengra gengið leghálskrabbamein sem erfiðara er að lækna. Það sem er mikilvægt að átta sig á er að sjúkdómurinn er lúmskur því hann er oftast einkennalaus á byrjunarstigum þegar meiri líkur eru á lækningu.Leitin heldur áfram Krabbameinsfélagið hvetur konur til að nýta sér þessa mikilvægu heilsuvernd sem leitarstarfið er. Leitin að konunum í október bar sannarlega árangur en leitin heldur áfram. Til að ná enn betri árangri þurfa konur á boðunaraldri að mæta reglulega. Og höfum í huga að það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að jafnöflugu leitarstarfi og rekið er á Íslandi. Það eru forréttindi. Getur nokkuð verið að við séum enn að leita að þér?
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar