Af efa Árni Páll Árnason skrifar 7. mars 2015 07:00 Það er svo sem engin frétt, en ég velti því reglulega fyrir mér hvort aðild að ESB henti íslenskum hagsmunum. Ég skrifaði meðal annars um það álitamál greinabálk sem birtist í þessu blaði árið 2012. Niðurstaða mín þá var að Ísland ætti áfram að stefna að aðild að ESB og er sú afstaða mín óbreytt. Fréttir gærdagsins byggðu á mistúlkun á orðum mínum, en náðu samt sem áður að valda ástæðulausum vangaveltum um hvort Samfylkingin hefði breytt um stefnu. Því fer fjarri. Það ætti ekki að vekja með fólki ótta eða óvissu að stjórnmálafólk efist. Efinn er nauðsynlegur. Frekar ætti að varast þá sem efast aldrei og endurskoða aldrei viðhorf sín og stefnu. Blind trú á töfralausnir hefur ekki reynst Íslendingum vel. Aðild að ESB er ekki trúaratriði, heldur praktísk nauðsyn út frá köldu mati á íslenskum hagsmunum. Hagsmunir geta breyst frá einum tíma til annars og ESB er í stöðugri þróun og ekkert óeðlilegt að leggja reglulega mat á hana. Aðild að ESB er nefnilega ekki markmið í sjálfri sér, heldur leið til að tryggja betur kjör almennings og öflugra atvinnulíf. Evrópusamruninn hefur skapað Íslandi gríðarlegan ávinning frá því að við urðum aðilar að EES. En veikleikar krónunnar hafa kallað yfir okkur verra fjármálaáfall en ella og læst okkur í viðjum gjaldeyrishafta. Fólk flýr land í vaxandi mæli og þeir sem fóru strax eftir hrun koma ekki heim. Fyrirtækin flýja land og þekkingarfyrirtæki vaxa í útlöndum. ESB glímir nú við ýmis flókin úrlausnarefni í kjölfar fjármálakreppu. Það gerum við líka. Samfylkingin vill halda í ávinninginn af Evrópusamrunanum og treysta hann í sessi með aðild að ESB. Ég á ekki von á öðru en að Samfylkingin ítreki þá afstöðu sína á Landsfundi 20.-21. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er svo sem engin frétt, en ég velti því reglulega fyrir mér hvort aðild að ESB henti íslenskum hagsmunum. Ég skrifaði meðal annars um það álitamál greinabálk sem birtist í þessu blaði árið 2012. Niðurstaða mín þá var að Ísland ætti áfram að stefna að aðild að ESB og er sú afstaða mín óbreytt. Fréttir gærdagsins byggðu á mistúlkun á orðum mínum, en náðu samt sem áður að valda ástæðulausum vangaveltum um hvort Samfylkingin hefði breytt um stefnu. Því fer fjarri. Það ætti ekki að vekja með fólki ótta eða óvissu að stjórnmálafólk efist. Efinn er nauðsynlegur. Frekar ætti að varast þá sem efast aldrei og endurskoða aldrei viðhorf sín og stefnu. Blind trú á töfralausnir hefur ekki reynst Íslendingum vel. Aðild að ESB er ekki trúaratriði, heldur praktísk nauðsyn út frá köldu mati á íslenskum hagsmunum. Hagsmunir geta breyst frá einum tíma til annars og ESB er í stöðugri þróun og ekkert óeðlilegt að leggja reglulega mat á hana. Aðild að ESB er nefnilega ekki markmið í sjálfri sér, heldur leið til að tryggja betur kjör almennings og öflugra atvinnulíf. Evrópusamruninn hefur skapað Íslandi gríðarlegan ávinning frá því að við urðum aðilar að EES. En veikleikar krónunnar hafa kallað yfir okkur verra fjármálaáfall en ella og læst okkur í viðjum gjaldeyrishafta. Fólk flýr land í vaxandi mæli og þeir sem fóru strax eftir hrun koma ekki heim. Fyrirtækin flýja land og þekkingarfyrirtæki vaxa í útlöndum. ESB glímir nú við ýmis flókin úrlausnarefni í kjölfar fjármálakreppu. Það gerum við líka. Samfylkingin vill halda í ávinninginn af Evrópusamrunanum og treysta hann í sessi með aðild að ESB. Ég á ekki von á öðru en að Samfylkingin ítreki þá afstöðu sína á Landsfundi 20.-21. mars nk.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun