TiSA Ögmundur Jónasson skrifar 3. mars 2015 07:00 TiSA hljómar einsog kisa. Kisa og TiSA eiga ýmislegt sameiginlegt, fara hljóðlega um, læðast og læðupokast, saklaus á að sjá, þótt í eðlinu sé að finna grimma og óvægna þætti. Það þekkja smáfuglarnir þegar kisa er annars vegar. Aðstandendur TiSU segja að hún sé einsog kisulóra, besta grey og sárasaklaus. Ekki þykir vanmáttugum og fátækum ríkjum svo vera. Og sama gildir um verkalýðshreyfingu í okkar heimshluta sem vill standa vörð um velferðarþjónustu og sporna gegn því að fjármagnsöfl geri sér hana að féþúfu á kostnað félagslegra þátta. TiSA er skammstöfun úr enska heitinu, Trade in Services Agreement, sem á íslensku heitir samkomulag um verslun með þjónustu. Þetta átak til að ná samkomulagi um að markaðsvæða þjónustu á heimsvísu, var sett af stað eftir að svokallaðir GATS-samningar (General Agreement of Trade in Services) undir handarjaðri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, sigldu í strand í kjölfar gríðarlegra mótmæla. Við svo búið bundust ríkustu 50 þjóðir heimsins samtökum um að ná samningum sín í milli sem síðan yrði þröngvað upp á 73 ríkin sem aðild eiga að GATS-viðræðunum en ekki TiSA. Íslendingar taka þannig þátt í að bregða fæti fyrir hinn snauða heim.Óafturkræf skuldbinding TiSA og GATS eiga sitthvað sameiginlegt. Í fyrsta lagi, leyndina. Það hefur einkennt GATS-samningana að reynt hefur verið að fá niðurstöður áður en almenn lýðræðisleg umræða fer fram. Við vissum lítið um samningana ef Wikileaks hefði ekki upplýst okkur. Í öðru lagi eiga GATS og TiSA það sameiginlegt að skuldbinding um markaðsvæðingu er óafturkræf. Hafi ríki skuldbundið sig til að markaðsvæða tiltekna þjónustu, hvort sem það er ferðaþjónusta, bankaþjónusta, heilbrigðisþjónusta eða annað þá er ekki samkvæmt þessum samningum hægt að afturkalla skuldbindingu sína. Reyni ríki að gera slíkt má reikna með skaðabótakröfu á hendur því. Það sem er hins vegar ólíkt með GATS og TiSA er að í GATS-samkomulaginu var undirritaður grunnsamningur og aðildarríkin voru síðan sjálfráð um hve langt þau vildu ganga í að skuldbinda sig til markaðsvæðingar. Í TiSA er þessu öfugt farið. Ef ríki taka ekki sérstaklega fram að þau vilji undanþiggja tiltekna þjónustu skoðast það sem samþykki fyrir markaðsvæðingu hennar. Og markaðsvæðing þýðir að niðurgreiðslur eru bannaðar nema eitt verði yfir alla samkeppnisaðila látið ganga, Landspítalann til jafns við Orkuhúsið. Íslensk stjórnvöld hafa greint frá því að þau hafi undanskilið tiltekna grunnþætti heilbrigðisþjónustunnar fyrir sitt leyti. Það er vel. Þó er þess að geta að áhöld eru um að fyrirvarar Íslands varðandi heilbrigðisþjónustuna kæmu til með að halda, því samkvæmt þeim upplýsingum sem nú eru farnar að berast frá TiSA-viðræðunum sækja þau nú í sig veðrið sem vilja gera heilbrigðisþjónustu að alþjóðlegri viðskiptavöru. Þessir aðilar hafa reynst furðu seigir að ná sínu fram bakdyramegin. Verkalýðshreyfingin víða um heim er þegar byrjuð að reisa sig vegna þessa. Vonandi verður svo einnig hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
TiSA hljómar einsog kisa. Kisa og TiSA eiga ýmislegt sameiginlegt, fara hljóðlega um, læðast og læðupokast, saklaus á að sjá, þótt í eðlinu sé að finna grimma og óvægna þætti. Það þekkja smáfuglarnir þegar kisa er annars vegar. Aðstandendur TiSU segja að hún sé einsog kisulóra, besta grey og sárasaklaus. Ekki þykir vanmáttugum og fátækum ríkjum svo vera. Og sama gildir um verkalýðshreyfingu í okkar heimshluta sem vill standa vörð um velferðarþjónustu og sporna gegn því að fjármagnsöfl geri sér hana að féþúfu á kostnað félagslegra þátta. TiSA er skammstöfun úr enska heitinu, Trade in Services Agreement, sem á íslensku heitir samkomulag um verslun með þjónustu. Þetta átak til að ná samkomulagi um að markaðsvæða þjónustu á heimsvísu, var sett af stað eftir að svokallaðir GATS-samningar (General Agreement of Trade in Services) undir handarjaðri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, sigldu í strand í kjölfar gríðarlegra mótmæla. Við svo búið bundust ríkustu 50 þjóðir heimsins samtökum um að ná samningum sín í milli sem síðan yrði þröngvað upp á 73 ríkin sem aðild eiga að GATS-viðræðunum en ekki TiSA. Íslendingar taka þannig þátt í að bregða fæti fyrir hinn snauða heim.Óafturkræf skuldbinding TiSA og GATS eiga sitthvað sameiginlegt. Í fyrsta lagi, leyndina. Það hefur einkennt GATS-samningana að reynt hefur verið að fá niðurstöður áður en almenn lýðræðisleg umræða fer fram. Við vissum lítið um samningana ef Wikileaks hefði ekki upplýst okkur. Í öðru lagi eiga GATS og TiSA það sameiginlegt að skuldbinding um markaðsvæðingu er óafturkræf. Hafi ríki skuldbundið sig til að markaðsvæða tiltekna þjónustu, hvort sem það er ferðaþjónusta, bankaþjónusta, heilbrigðisþjónusta eða annað þá er ekki samkvæmt þessum samningum hægt að afturkalla skuldbindingu sína. Reyni ríki að gera slíkt má reikna með skaðabótakröfu á hendur því. Það sem er hins vegar ólíkt með GATS og TiSA er að í GATS-samkomulaginu var undirritaður grunnsamningur og aðildarríkin voru síðan sjálfráð um hve langt þau vildu ganga í að skuldbinda sig til markaðsvæðingar. Í TiSA er þessu öfugt farið. Ef ríki taka ekki sérstaklega fram að þau vilji undanþiggja tiltekna þjónustu skoðast það sem samþykki fyrir markaðsvæðingu hennar. Og markaðsvæðing þýðir að niðurgreiðslur eru bannaðar nema eitt verði yfir alla samkeppnisaðila látið ganga, Landspítalann til jafns við Orkuhúsið. Íslensk stjórnvöld hafa greint frá því að þau hafi undanskilið tiltekna grunnþætti heilbrigðisþjónustunnar fyrir sitt leyti. Það er vel. Þó er þess að geta að áhöld eru um að fyrirvarar Íslands varðandi heilbrigðisþjónustuna kæmu til með að halda, því samkvæmt þeim upplýsingum sem nú eru farnar að berast frá TiSA-viðræðunum sækja þau nú í sig veðrið sem vilja gera heilbrigðisþjónustu að alþjóðlegri viðskiptavöru. Þessir aðilar hafa reynst furðu seigir að ná sínu fram bakdyramegin. Verkalýðshreyfingin víða um heim er þegar byrjuð að reisa sig vegna þessa. Vonandi verður svo einnig hér á landi.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun