Föst sem varaformaður út af reglum um kynjakvóta sveinn arnarsson skrifar 9. febrúar 2015 07:00 Svo virðist sem eftirsóknarvert sé að sitja fundi. Ekki hefur náðst samkomulag um hvaða kona eigi að taka við af Unni Brá Konráðsdóttur í ráðinu. Unnur Brá Konráðsdóttir, varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, hefur ekki getað sótt fundi ráðsins frá árinu 2013. Brynjar Níelsson, varamaður hennar, hefur mætt á alla fundi ráðsins á árinu 2014, auk Karls Garðarssonar og Ögmundar Jónassonar. Unnur Brá vill losna undan skyldum sínum sem varaformaður og segist ekki geta sinnt þessu sökum anna en getur ekki losnað sökum reglna um kynjakvóta. „Ég hef ekki getað sinnt þessu, það er alveg ljóst,“ segir Unnur Brá, sem jafnframt er formaður allsherjarnefndar þingsins sem og formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins. „Ég get ekki komist yfir öll þessi störf. Ég hef óskað eftir því að komast út úr varaformennsku Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Með því að vera sitjandi varaformaður og mæta ekki lítur út fyrir að ég sé ekki að sinna vinnu minni, sem er alrangt,“ segir Unnur Brá. „Ég kemst ekki úr þessu embætti vegna þess að ég er kona og við þurfum að uppfylla reglur ráðsins um kynjakvóta.“Karl Garðarsson, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins.Aðal- og varamenn jafnréttháir Karl Garðarsson segir ekki verið að fara fram hjá reglum um kynjakvóta ráðsins. Unnur Brá hafi verið önnum kafin í öðrum verkefnum á árinu og því ekki komist á fundi ráðsins. „Það sem við verðum einnig að hafa í huga er að varamenn og aðalmenn eru jafn réttháir á Evrópuráðsþingunum. Sum ríki senda bæði aðalmenn og varamenn á fundina, en við höfum ekki haft fjármagn til þess. Það er ekki verið að fara fram hjá reglum um kynjakvóta með þessari skipan,“ segir Karl. Brynhildur Pétursdóttir benti á þetta undir liðnum störf þingsins. Að hennar mati er verið að fara fram hjá reglunum. „Þessar reglur eru settar til að tryggja að bæði kynin eigi fulltrúa á vettvangi Evrópuráðsþingsins. Að skipa konu sem aðalmann sem sækir svo að segja enga fundi er einhver fjallabaksleið sem mér finnst út í hött. Ef okkur þykir á annað borð mikilvægt að taka þátt í þessu samstarfi þá virðum við að sjálfsögðu þær reglur sem um það gilda,“ segir Brynhildur.Barist um sætið Ástæða þess að Unnur kemst ekki úr varaformannsembættinu er sú að ekki hefur náðst samkomulag milli Framsóknarflokksins, VG og Sjálfstæðisflokksins um skipan í nefndina. Karl Garðarsson svaraði því til þann 2. júlí 2013 í þingsal, í fyrirspurn Ingibjargar Björnsdóttur, varaþingmanns Bjartrar framtíðar, að ekki hafi náðst samkomulag um hver flokkanna ætti að víkja sínum manni frá og koma konu í nefndina til að uppfylla reglur ráðsins um að skipa ætti aðalmenn af báðum kynjum. Nú telja sjálfstæðismenn komið að hinum flokkunum tveimur að skipa konu sem aðalmann því þeir hafi breytt skipan sinni árið 2013.Brynjar Níelsson hafði sætaskipti við Unni Brá í byrjun hausts 2013 en það hefur lítil áhrif. Unnur brá hefur aðeins mætt einu sinni á fund þingsins.Eftir Alþingiskosningar árið 2013 voru skipaðir þrír karlar í Íslandsdeild Evrópuráðsins, þeir Karl Garðarsson, Ögmundur Jónasson og Brynjar Níelsson. Sú skipan braut reglur ráðsins um kynjakvóta og því þurfti að skipta einhverjum karlanna út fyrir konu. Unnur Brá og Brynjar höfðu þar sætaskipti en síðan þá hefur Unnur Brá aðeins náð að komast á einn fund ráðsins, í september 2013.Eftir miklu að slægjast Fjölmargar utanlandsferðir fylgja því að vera í Íslandsdeild Evrópuráðsins. Fjórir fundir Evrópuráðsþingsins voru haldnir árið 2014 sem ná yfir fimm daga í hvert sinn. Einnig voru tveir stjórnarnefndarfundir þingsins haldnir á árinu, í Bakú og í Brussel, og sótti Karl Garðarsson þá fundi fyrir hönd Íslands sem formaður nefndarinnar. Einnig sótti Karl fundi utan þinga, einn í mars, annan í maí, tvo í septembermánuði, tvo í nóvember og svo tvo í desember. Ögmundur sat nefndarfundi utan þinga í mars, september, nóvember og desember. Til viðbótar við nefndarfundi sinnti Karl Garðarsson eftirliti með forsetakosningum í Úkraínu 25. maí 2014 og þeir Ögmundur Jónasson sinntu báðir eftirliti með þingkosningum í Úkraínu 26. október 2014. Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, hefur ekki getað sótt fundi ráðsins frá árinu 2013. Brynjar Níelsson, varamaður hennar, hefur mætt á alla fundi ráðsins á árinu 2014, auk Karls Garðarssonar og Ögmundar Jónassonar. Unnur Brá vill losna undan skyldum sínum sem varaformaður og segist ekki geta sinnt þessu sökum anna en getur ekki losnað sökum reglna um kynjakvóta. „Ég hef ekki getað sinnt þessu, það er alveg ljóst,“ segir Unnur Brá, sem jafnframt er formaður allsherjarnefndar þingsins sem og formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins. „Ég get ekki komist yfir öll þessi störf. Ég hef óskað eftir því að komast út úr varaformennsku Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Með því að vera sitjandi varaformaður og mæta ekki lítur út fyrir að ég sé ekki að sinna vinnu minni, sem er alrangt,“ segir Unnur Brá. „Ég kemst ekki úr þessu embætti vegna þess að ég er kona og við þurfum að uppfylla reglur ráðsins um kynjakvóta.“Karl Garðarsson, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins.Aðal- og varamenn jafnréttháir Karl Garðarsson segir ekki verið að fara fram hjá reglum um kynjakvóta ráðsins. Unnur Brá hafi verið önnum kafin í öðrum verkefnum á árinu og því ekki komist á fundi ráðsins. „Það sem við verðum einnig að hafa í huga er að varamenn og aðalmenn eru jafn réttháir á Evrópuráðsþingunum. Sum ríki senda bæði aðalmenn og varamenn á fundina, en við höfum ekki haft fjármagn til þess. Það er ekki verið að fara fram hjá reglum um kynjakvóta með þessari skipan,“ segir Karl. Brynhildur Pétursdóttir benti á þetta undir liðnum störf þingsins. Að hennar mati er verið að fara fram hjá reglunum. „Þessar reglur eru settar til að tryggja að bæði kynin eigi fulltrúa á vettvangi Evrópuráðsþingsins. Að skipa konu sem aðalmann sem sækir svo að segja enga fundi er einhver fjallabaksleið sem mér finnst út í hött. Ef okkur þykir á annað borð mikilvægt að taka þátt í þessu samstarfi þá virðum við að sjálfsögðu þær reglur sem um það gilda,“ segir Brynhildur.Barist um sætið Ástæða þess að Unnur kemst ekki úr varaformannsembættinu er sú að ekki hefur náðst samkomulag milli Framsóknarflokksins, VG og Sjálfstæðisflokksins um skipan í nefndina. Karl Garðarsson svaraði því til þann 2. júlí 2013 í þingsal, í fyrirspurn Ingibjargar Björnsdóttur, varaþingmanns Bjartrar framtíðar, að ekki hafi náðst samkomulag um hver flokkanna ætti að víkja sínum manni frá og koma konu í nefndina til að uppfylla reglur ráðsins um að skipa ætti aðalmenn af báðum kynjum. Nú telja sjálfstæðismenn komið að hinum flokkunum tveimur að skipa konu sem aðalmann því þeir hafi breytt skipan sinni árið 2013.Brynjar Níelsson hafði sætaskipti við Unni Brá í byrjun hausts 2013 en það hefur lítil áhrif. Unnur brá hefur aðeins mætt einu sinni á fund þingsins.Eftir Alþingiskosningar árið 2013 voru skipaðir þrír karlar í Íslandsdeild Evrópuráðsins, þeir Karl Garðarsson, Ögmundur Jónasson og Brynjar Níelsson. Sú skipan braut reglur ráðsins um kynjakvóta og því þurfti að skipta einhverjum karlanna út fyrir konu. Unnur Brá og Brynjar höfðu þar sætaskipti en síðan þá hefur Unnur Brá aðeins náð að komast á einn fund ráðsins, í september 2013.Eftir miklu að slægjast Fjölmargar utanlandsferðir fylgja því að vera í Íslandsdeild Evrópuráðsins. Fjórir fundir Evrópuráðsþingsins voru haldnir árið 2014 sem ná yfir fimm daga í hvert sinn. Einnig voru tveir stjórnarnefndarfundir þingsins haldnir á árinu, í Bakú og í Brussel, og sótti Karl Garðarsson þá fundi fyrir hönd Íslands sem formaður nefndarinnar. Einnig sótti Karl fundi utan þinga, einn í mars, annan í maí, tvo í septembermánuði, tvo í nóvember og svo tvo í desember. Ögmundur sat nefndarfundi utan þinga í mars, september, nóvember og desember. Til viðbótar við nefndarfundi sinnti Karl Garðarsson eftirliti með forsetakosningum í Úkraínu 25. maí 2014 og þeir Ögmundur Jónasson sinntu báðir eftirliti með þingkosningum í Úkraínu 26. október 2014.
Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira