Höfnum leið misskiptingar í heilbrigðismálum Elín Björg Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2015 07:00 Viljayfirlýsing ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar í kjölfar þess að samið var við lækna ætti að vera okkur öllum mikið fagnaðarefni. Þar er kveðið á um samkeppnishæfni við Norðurlöndin varðandi aðbúnað starfsfólks og laun, byggingu nýs Landspítala og endurnýjun tækja svo fátt sé nefnt. En í yfirlýsingunni segir jafnframt „opna þurfi möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum“ innan heilbrigðisþjónustunnar. Það liggur í augum uppi að hér er átt við aukna þátttöku einkaaðila í velferðarþjónustunni og aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Orð fjármálaráðherra í kjölfar undirritunar fyrrnefnds samkomulags benda þar að auki eindregið til þess að nú þegar séu áform innan heilbrigðisráðuneytisins um að fara í auknum mæli leið einkarekstrar. Við þeirri leið ber að vara enda sýna rannsóknir að aukinn einkarekstur er leið til aukinnar misskiptingar. Hvort sem einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er boðaður í nafni „aukins valfrelsis“ eða „meiri hagkvæmni“ eru það staðreyndirnar sem tala sínu máli. Með auknum einkarekstri í félagslegu heilbrigðiskerfi, líkt og því kerfi sem í áratugi hefur ríkt samstaða um að halda úti á Íslandi, minnkar jafnræðið. Þjónustan verður jafnframt brotakenndari, lýðheilsu hrakar og aðgengið verður ekki jafn gott. Þótt öðru sé haldið fram sýna rannsóknir einnig fram á að fjárhagsleg hagkvæmni er meiri þegar heilbrigðisþjónustan er á forræði hins opinbera. Efling heilbrigðiskerfisins er mikilvæg en hún verður að byggja á skynsömum leiðum sem stuðla áfram að jöfnum rétti allra til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag. Vonandi er frekari sókn nú hafin til að við getum með sanni sagst standa jafnfætis nágrönnum okkar hvað varðar gæði og aðbúnað heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem þjónustuna þurfa að nota. En í þeirri uppbyggingu verðum við að hafa hag landsmanna allra að leiðarljósi, stuðla að jöfnu aðgengi og réttlæti. Hagnaður sem til verður í heilbrigðiskerfinu á að fara í frekari uppbyggingu kerfisins en ekki enda í vasa einkaaðila sem reka þjónustuna. Um leið og heilsa fólks fer að verða mögulegur gróðavegur fyrir einkafyrirtæki á markaði er hætt við að hinir efnaminni verði undir. Það er ekki í anda þeirrar samfélagsgerðar sem við viljum vera kennd við. Það er ekki í anda jafnaðar og réttlætis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Viljayfirlýsing ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar í kjölfar þess að samið var við lækna ætti að vera okkur öllum mikið fagnaðarefni. Þar er kveðið á um samkeppnishæfni við Norðurlöndin varðandi aðbúnað starfsfólks og laun, byggingu nýs Landspítala og endurnýjun tækja svo fátt sé nefnt. En í yfirlýsingunni segir jafnframt „opna þurfi möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum“ innan heilbrigðisþjónustunnar. Það liggur í augum uppi að hér er átt við aukna þátttöku einkaaðila í velferðarþjónustunni og aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Orð fjármálaráðherra í kjölfar undirritunar fyrrnefnds samkomulags benda þar að auki eindregið til þess að nú þegar séu áform innan heilbrigðisráðuneytisins um að fara í auknum mæli leið einkarekstrar. Við þeirri leið ber að vara enda sýna rannsóknir að aukinn einkarekstur er leið til aukinnar misskiptingar. Hvort sem einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er boðaður í nafni „aukins valfrelsis“ eða „meiri hagkvæmni“ eru það staðreyndirnar sem tala sínu máli. Með auknum einkarekstri í félagslegu heilbrigðiskerfi, líkt og því kerfi sem í áratugi hefur ríkt samstaða um að halda úti á Íslandi, minnkar jafnræðið. Þjónustan verður jafnframt brotakenndari, lýðheilsu hrakar og aðgengið verður ekki jafn gott. Þótt öðru sé haldið fram sýna rannsóknir einnig fram á að fjárhagsleg hagkvæmni er meiri þegar heilbrigðisþjónustan er á forræði hins opinbera. Efling heilbrigðiskerfisins er mikilvæg en hún verður að byggja á skynsömum leiðum sem stuðla áfram að jöfnum rétti allra til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag. Vonandi er frekari sókn nú hafin til að við getum með sanni sagst standa jafnfætis nágrönnum okkar hvað varðar gæði og aðbúnað heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem þjónustuna þurfa að nota. En í þeirri uppbyggingu verðum við að hafa hag landsmanna allra að leiðarljósi, stuðla að jöfnu aðgengi og réttlæti. Hagnaður sem til verður í heilbrigðiskerfinu á að fara í frekari uppbyggingu kerfisins en ekki enda í vasa einkaaðila sem reka þjónustuna. Um leið og heilsa fólks fer að verða mögulegur gróðavegur fyrir einkafyrirtæki á markaði er hætt við að hinir efnaminni verði undir. Það er ekki í anda þeirrar samfélagsgerðar sem við viljum vera kennd við. Það er ekki í anda jafnaðar og réttlætis.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun