Árásarmennirnir á flótta 9. janúar 2015 07:00 Franskir lögreglumenn athafna sig í Longpont, fyrir norðan París, þar sem grunur lék á að bræðurnir héldu sig. nordicphotos/AFP Lögreglan í Frakklandi hélt í gær áfram leit sinni að bræðrunum Saíd og Cherif Kouachi, sem sagðir voru hafa gert árásina á ritstjórn skoptímaritsins Charlie Hebdo í París á miðvikudag. Smám saman virtist hringurinn þrengjast. Þeir voru sagðir hafa sést á svæði í Picardy, norðaustur af París.Said Kouachi Eldri bróðirinn, 34 ára.Þriðji maðurinn, sem grunaður var um aðild að árásinni, gaf sig fram við lögreglu í gær og sagðist saklaus. Hann er átján ára gamall og sögðu skólafélagar hans að hann hefði verið staddur í skólatíma þegar árásin var gerð. Tólf manns létu lífið í árásinni, þar af nokkrir helstu teiknarar blaðsins og tveir lögreglumenn. Ellefu manns særðust, þar af fjórir alvarlega. Bræðurnir höfðu verið grunaðir um að hafa tengsl við öfgasamtök íslamista. Haft var eftir vitni að árásinni að þeir hefðu sagst vera á vegum Al Kaída, en einnig hefur verið haft eftir heimildarmönnum úr frönsku lögreglunni að þeir hafi tengst Íslamska ríkinu. Cherif, sá yngri, hlaut átján mánaða fangelsisdóm árið 2008 fyrir að hafa ætlað að halda til Íraks og ganga þar til liðs við herskáa íslamista. Fyrrverandi lögmaður hans, Vincent Ollivier, sagði í viðtali við dagblaðið Le Parisien, að hann teldi fangavistina hafa breytt honum verulega, hann hefði orðið mun hættulegri eftir að hafa setið inni. Hann var handtekinn aftur árið 2011 fyrir að hafa tekið þátt í að skipuleggja flótta manns úr fangelsi, sem hafði hlotið dóm fyrir sprengjuárás í París árið 2009. Ekkert sannaðist og var hann þá látinn laus.Cherif Kouachi Yngri bróðirinn, 32 ára.Eftirlifandi starfsfólk skoptímaritsins Charlie Hebdo ætlar að halda sínu striki og gefa út nýtt hefti strax í næstu viku. Ákveðið var að taka boði franska dagblaðsins Liberation um afnot af skrifstofuhúsnæði. Stefnt er á að gefa út átta síðna blað, helmingi minna en venjulega. Hins vegar verður það gefið út í milljón eintökum. Í gærmorgun var önnur skotárás sunnarlega í París, í úthverfinu Montrouge. Lögreglukona lét þar lífið og götusópari særðist. Einn maður var handtekinn síðar um daginn, og annars er leitað, en ekki var talið að þessi árás tengdist neitt morðunum á ritstjórn Charlie Hebdo. Lögreglukonan, sem sögð var í starfsþjálfun, kom á staðinn vegna áreksturs þar sem bifreið árásarmannsins kom við sögu. Charlie Hebdo Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
Lögreglan í Frakklandi hélt í gær áfram leit sinni að bræðrunum Saíd og Cherif Kouachi, sem sagðir voru hafa gert árásina á ritstjórn skoptímaritsins Charlie Hebdo í París á miðvikudag. Smám saman virtist hringurinn þrengjast. Þeir voru sagðir hafa sést á svæði í Picardy, norðaustur af París.Said Kouachi Eldri bróðirinn, 34 ára.Þriðji maðurinn, sem grunaður var um aðild að árásinni, gaf sig fram við lögreglu í gær og sagðist saklaus. Hann er átján ára gamall og sögðu skólafélagar hans að hann hefði verið staddur í skólatíma þegar árásin var gerð. Tólf manns létu lífið í árásinni, þar af nokkrir helstu teiknarar blaðsins og tveir lögreglumenn. Ellefu manns særðust, þar af fjórir alvarlega. Bræðurnir höfðu verið grunaðir um að hafa tengsl við öfgasamtök íslamista. Haft var eftir vitni að árásinni að þeir hefðu sagst vera á vegum Al Kaída, en einnig hefur verið haft eftir heimildarmönnum úr frönsku lögreglunni að þeir hafi tengst Íslamska ríkinu. Cherif, sá yngri, hlaut átján mánaða fangelsisdóm árið 2008 fyrir að hafa ætlað að halda til Íraks og ganga þar til liðs við herskáa íslamista. Fyrrverandi lögmaður hans, Vincent Ollivier, sagði í viðtali við dagblaðið Le Parisien, að hann teldi fangavistina hafa breytt honum verulega, hann hefði orðið mun hættulegri eftir að hafa setið inni. Hann var handtekinn aftur árið 2011 fyrir að hafa tekið þátt í að skipuleggja flótta manns úr fangelsi, sem hafði hlotið dóm fyrir sprengjuárás í París árið 2009. Ekkert sannaðist og var hann þá látinn laus.Cherif Kouachi Yngri bróðirinn, 32 ára.Eftirlifandi starfsfólk skoptímaritsins Charlie Hebdo ætlar að halda sínu striki og gefa út nýtt hefti strax í næstu viku. Ákveðið var að taka boði franska dagblaðsins Liberation um afnot af skrifstofuhúsnæði. Stefnt er á að gefa út átta síðna blað, helmingi minna en venjulega. Hins vegar verður það gefið út í milljón eintökum. Í gærmorgun var önnur skotárás sunnarlega í París, í úthverfinu Montrouge. Lögreglukona lét þar lífið og götusópari særðist. Einn maður var handtekinn síðar um daginn, og annars er leitað, en ekki var talið að þessi árás tengdist neitt morðunum á ritstjórn Charlie Hebdo. Lögreglukonan, sem sögð var í starfsþjálfun, kom á staðinn vegna áreksturs þar sem bifreið árásarmannsins kom við sögu.
Charlie Hebdo Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“