Vilja 900 milljónir í flug á Akureyri og Egilsstaði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. desember 2015 07:00 Millilandaflug um Egilsstaðaflugvöll og Akureyrarflugvöll er sögð myndu bæta nýtingu hótela og annarra innviða á svæðunum. vísir/vilhelm Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til að gera tillögur að því hvernig koma megi á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík leggur til að ríkissjóður setji 900 milljónir króna á þremur árum til að styrkja flug til og frá Akureyri og Egilsstöðum. „Væntur ávinningur ríkissjóðs er margvíslegur, beint og óbeint, en beinar árlegar skatttekjur ríkissjóðs af auknu flugi geta numið 3-400 milljónum króna sé þó aðeins miðað við tvö flug á viku allt árið,“ segir í niðurstöðum starfshópsins. „Miðað við þetta má gera ráð fyrir að það sé engin áhætta fyrir ríkissjóð heldur fái ríkissjóður allt sitt framlag til baka en njóti síðan beins afraksturs í formi skatttekna að liðnum þremur árum.“Matthías Imsland var formaður starfshópsins.Starfshópurinn leggur til að stofnaður verið Flugþróunarsjóður sem skiptist í annars vegar Markaðsþróunarsjóð og hins vegar Áfangastaðasjóð. Matthías Páll Imsland, aðstoðarmaður velferðarráðherra og fyrrverandi forstjóri Iceland Express, var formaður starfshópsins. „Sjóðirnir skulu virka hvetjandi á erlenda sem innlenda aðila og framlag þeirra vera viðbót við framlag annarra þróunaraðila (landshlutar, flugfélög, markaðsþróunarfélög) og greiðast eftir að flug er hafið, nánar tiltekið þegar lágmarkstímabili hefur verið náð og svo mánaðarlega eftir það,“ útskýrir starfshópurinn. „Stuðningurinn er til þess að byggja upp nýja leið og er annars vegar niðurgreiðsla á áhættu við að byggja upp nýja leið og hins vegar stuðningur við markaðssetningu áfangastaðar.“ Í skýrslu hópsins er rakið að nýting hótelherbergja er umtalsvert lakari á Norður- og Austurlandi en á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega utan háannar. Miðað er við í útreikningum að tekjur séu 20.900 krónur á hvern ferðamann á sólarhring að sumri en 34.835 krónur að vetri. „Samkvæmt könnun Ferðamálastofu koma 35 prósent ferðamanna sem koma til landsins að sumri til Norðurlands en aðeins 13 prósent að vetri. Á Austurlandi er hlutfallið 29 prósent að sumri en 11 prósent að vetri,“ bendir starfshópurinn á. Lagt er til að leiðaþróunarsjóður styrki flugrekstraraðila um vissa upphæð í eftir því hvenær árs flogið er. Sumarmánuðina þrjá sé gerð krafa um minnst eitt flug á viku og þá fáist greiddar tíu evrur (um 1.420 krónur) á hvern farþega. Sé bætt við minnst átta flugferðum í september eða maí fáist 12 evrur (1.700 krónur) á hvern farþega. Á veturna fáist 15 evra (2.130 króna styrkur) á farþega sé flogið einu sinni í viku. Þá verði að vera minnst tólf flug sem flogin séu í minnst sex flugferða seríu. Sérstökum markaðsþróunarsjóði er síðan ætlað að styrkja hverja flugleið um að lágmarki 10 milljónir króna óháð fjölda farþega. „Farið verði fram á mótframlag samningsaðila, það er króna á móti krónu,“ segir starfshópurinn. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs kvaðst fagna þessum niðurstöðum starfshópsins á fundi sínum á Egilsstöðum í síðustu viku. Fréttir af flugi Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til að gera tillögur að því hvernig koma megi á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík leggur til að ríkissjóður setji 900 milljónir króna á þremur árum til að styrkja flug til og frá Akureyri og Egilsstöðum. „Væntur ávinningur ríkissjóðs er margvíslegur, beint og óbeint, en beinar árlegar skatttekjur ríkissjóðs af auknu flugi geta numið 3-400 milljónum króna sé þó aðeins miðað við tvö flug á viku allt árið,“ segir í niðurstöðum starfshópsins. „Miðað við þetta má gera ráð fyrir að það sé engin áhætta fyrir ríkissjóð heldur fái ríkissjóður allt sitt framlag til baka en njóti síðan beins afraksturs í formi skatttekna að liðnum þremur árum.“Matthías Imsland var formaður starfshópsins.Starfshópurinn leggur til að stofnaður verið Flugþróunarsjóður sem skiptist í annars vegar Markaðsþróunarsjóð og hins vegar Áfangastaðasjóð. Matthías Páll Imsland, aðstoðarmaður velferðarráðherra og fyrrverandi forstjóri Iceland Express, var formaður starfshópsins. „Sjóðirnir skulu virka hvetjandi á erlenda sem innlenda aðila og framlag þeirra vera viðbót við framlag annarra þróunaraðila (landshlutar, flugfélög, markaðsþróunarfélög) og greiðast eftir að flug er hafið, nánar tiltekið þegar lágmarkstímabili hefur verið náð og svo mánaðarlega eftir það,“ útskýrir starfshópurinn. „Stuðningurinn er til þess að byggja upp nýja leið og er annars vegar niðurgreiðsla á áhættu við að byggja upp nýja leið og hins vegar stuðningur við markaðssetningu áfangastaðar.“ Í skýrslu hópsins er rakið að nýting hótelherbergja er umtalsvert lakari á Norður- og Austurlandi en á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega utan háannar. Miðað er við í útreikningum að tekjur séu 20.900 krónur á hvern ferðamann á sólarhring að sumri en 34.835 krónur að vetri. „Samkvæmt könnun Ferðamálastofu koma 35 prósent ferðamanna sem koma til landsins að sumri til Norðurlands en aðeins 13 prósent að vetri. Á Austurlandi er hlutfallið 29 prósent að sumri en 11 prósent að vetri,“ bendir starfshópurinn á. Lagt er til að leiðaþróunarsjóður styrki flugrekstraraðila um vissa upphæð í eftir því hvenær árs flogið er. Sumarmánuðina þrjá sé gerð krafa um minnst eitt flug á viku og þá fáist greiddar tíu evrur (um 1.420 krónur) á hvern farþega. Sé bætt við minnst átta flugferðum í september eða maí fáist 12 evrur (1.700 krónur) á hvern farþega. Á veturna fáist 15 evra (2.130 króna styrkur) á farþega sé flogið einu sinni í viku. Þá verði að vera minnst tólf flug sem flogin séu í minnst sex flugferða seríu. Sérstökum markaðsþróunarsjóði er síðan ætlað að styrkja hverja flugleið um að lágmarki 10 milljónir króna óháð fjölda farþega. „Farið verði fram á mótframlag samningsaðila, það er króna á móti krónu,“ segir starfshópurinn. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs kvaðst fagna þessum niðurstöðum starfshópsins á fundi sínum á Egilsstöðum í síðustu viku.
Fréttir af flugi Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent