Gætu fyrst gripið til verkfallsaðgerða í mars Óli Kr Ármannsson skrifar 29. desember 2015 07:00 Sjómenn nota tækifærið á milli jóla og nýárs til að fara yfir stöðuna í kjaraviðræðum við útgerðarmenn. vísir/gva Um miðjan janúar er gert ráð fyrir að liggi fyrir afstaða sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða í deilu þeirra við útgerðarmenn. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir ráð fyrir því gert að samninganefnd sjómanna fundi um miðjan janúar. Félög sjómanna vinni hins vegar að því þessa dagana að kanna afstöðu sjómanna. Upp úr viðræðum sjómanna og Sambands fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) slitnaði hjá ríkissáttasemjara 4. desember síðastliðinn. Síðan hafa engar viðræður átt sér stað og ekkert heyrst, hvorki frá SFS né ríkissáttasemjara, segir Valmundur. Á síðasta samningafundi hafi útgerðarmenn hins vegar lagt fram tilboð sem forysta sjómanna telji óásættanlegt. Það hafi verið í fjórum atriðum, þar sem þyngst hafi vegið tilboð um hækkun kauptryggingar sjómanna, þótt það hafi ekki verið nánar útfært. Þá hafi verið þarna atriði sem snúi að útfærslu á kostnaði og launagreiðslum, svo sem hækkun á viðmiði vegna olíuverðs þar sem tekið væri mið af erlendri verðbólgu og mánaðarlegt launauppgjör á ísfisktogurum. Í viðræðunum hafi hins vegar verið sett til hliðar erfiðari deilumál, svo sem krafa útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði útgerða við veiðigjöld, tryggingagjald og kolefnisgjald og kröfu sjómanna um að allur fiskur fari á markað.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsValmundur segir afstöðu sjómanna kannaða í hverju sjómannafélagi fyrir sig og víða liggi niðurstaða fyrir. Þungt hljóð sé í sjómönnum og margir vilji láta sverfa til stáls. „Ég heyri mjög marga segja að þeir séu komnir með upp í kok af þessu ástandi,“ segir hann, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Þrír möguleikar séu í stöðunni, en það sé óbreytt ástand, að semja um síðasta tilboð útgerðarmanna eða boða til verkfallsaðgerða. Vilji sjómenn fara í aðgerðir þá segir Valmundur það taka nokkurn tíma því aðdragandi að þeim sé nokkuð langur. „Þá þarf að fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla sem tekur að minnsta kosti fjórar vikur því sum skip eru mánuð á sjó og ef sjómenn ákveða að fara í aðgerðir þá tekur við boðunarferli sem tekur þrjár vikur.“ Miðað við þetta gætu mögulegar aðgerðir sjómanna fyrst hafist þegar komið er fram í marsmánuð. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Um miðjan janúar er gert ráð fyrir að liggi fyrir afstaða sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða í deilu þeirra við útgerðarmenn. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir ráð fyrir því gert að samninganefnd sjómanna fundi um miðjan janúar. Félög sjómanna vinni hins vegar að því þessa dagana að kanna afstöðu sjómanna. Upp úr viðræðum sjómanna og Sambands fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) slitnaði hjá ríkissáttasemjara 4. desember síðastliðinn. Síðan hafa engar viðræður átt sér stað og ekkert heyrst, hvorki frá SFS né ríkissáttasemjara, segir Valmundur. Á síðasta samningafundi hafi útgerðarmenn hins vegar lagt fram tilboð sem forysta sjómanna telji óásættanlegt. Það hafi verið í fjórum atriðum, þar sem þyngst hafi vegið tilboð um hækkun kauptryggingar sjómanna, þótt það hafi ekki verið nánar útfært. Þá hafi verið þarna atriði sem snúi að útfærslu á kostnaði og launagreiðslum, svo sem hækkun á viðmiði vegna olíuverðs þar sem tekið væri mið af erlendri verðbólgu og mánaðarlegt launauppgjör á ísfisktogurum. Í viðræðunum hafi hins vegar verið sett til hliðar erfiðari deilumál, svo sem krafa útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði útgerða við veiðigjöld, tryggingagjald og kolefnisgjald og kröfu sjómanna um að allur fiskur fari á markað.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsValmundur segir afstöðu sjómanna kannaða í hverju sjómannafélagi fyrir sig og víða liggi niðurstaða fyrir. Þungt hljóð sé í sjómönnum og margir vilji láta sverfa til stáls. „Ég heyri mjög marga segja að þeir séu komnir með upp í kok af þessu ástandi,“ segir hann, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Þrír möguleikar séu í stöðunni, en það sé óbreytt ástand, að semja um síðasta tilboð útgerðarmanna eða boða til verkfallsaðgerða. Vilji sjómenn fara í aðgerðir þá segir Valmundur það taka nokkurn tíma því aðdragandi að þeim sé nokkuð langur. „Þá þarf að fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla sem tekur að minnsta kosti fjórar vikur því sum skip eru mánuð á sjó og ef sjómenn ákveða að fara í aðgerðir þá tekur við boðunarferli sem tekur þrjár vikur.“ Miðað við þetta gætu mögulegar aðgerðir sjómanna fyrst hafist þegar komið er fram í marsmánuð.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira