Yfir tuttugu þúsund manns hafa komið í ísgöngin í Langjökli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. desember 2015 07:00 Sigurður Skarphéðinsson við munna ísganganna þegar gerð þeirra var á lokametrunum. Fréttablaðið/Stefán Vel yfir tuttugu þúsund manns hafa komið inn í ísgöngin í Langjökli frá því þau voru opnuð almenningi 1. júní í sumar. Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Into the Glacier sem rekur ísgöngin segir aðsóknina hafa verið vonum framar. „Upphaflega ætluðum við að vera með daglegar ferðir út september og fara síðan tvisvar í viku. Í lok september ákváðum við að fara daglega út október og síðan ákváðum við að vera líka með daglegar ferðir í nóvember. Svo um miðjan nóvember ákváðum við að keyra bara alla daga, allt árið – nema þegar það er brjálað veður,“ segir Sigurður. Fyrst og fremst er það erlendir ferðamenn sem skoða ísgöngin að sögn Sigurðar. Fram á haust hafi þeir flestir farið á eigin bílaleigubílum upp í Húsafell og voru fluttir þaðan en nú í vetur eru þeir flestir fluttir alla leið úr bænum. „Það sem hefur komið okkur hvað mest á óvart er hversu þeir ferðamenn sem eru á Íslandi er með lítil plön. Ótrúlega margt af þessu fólki bókar sig með aðeins tólf til fjórtán tíma fyrirvara í ferð hjá okkur,“ segir Sigurður. Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 á Richter varð á fimmtudagsmorgun í Geitlandsjökli í Langjökli með upptök á svipuðum slóðum og ísgöngin eru. Sigurður segir engan hafa verið í göngunum þá. Líklegast sé að áhrifa skjálftans hafi ekki gætt þar. „Jökullinn er eins og seigfljótandi hunang og gleypir svona skjálfta,“ útskýrir Sigurður og bendir á að þessi þáttur hafi sérstaklega verið kannaður af jarðfræðingi áður en göngin voru gerð. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Vel yfir tuttugu þúsund manns hafa komið inn í ísgöngin í Langjökli frá því þau voru opnuð almenningi 1. júní í sumar. Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Into the Glacier sem rekur ísgöngin segir aðsóknina hafa verið vonum framar. „Upphaflega ætluðum við að vera með daglegar ferðir út september og fara síðan tvisvar í viku. Í lok september ákváðum við að fara daglega út október og síðan ákváðum við að vera líka með daglegar ferðir í nóvember. Svo um miðjan nóvember ákváðum við að keyra bara alla daga, allt árið – nema þegar það er brjálað veður,“ segir Sigurður. Fyrst og fremst er það erlendir ferðamenn sem skoða ísgöngin að sögn Sigurðar. Fram á haust hafi þeir flestir farið á eigin bílaleigubílum upp í Húsafell og voru fluttir þaðan en nú í vetur eru þeir flestir fluttir alla leið úr bænum. „Það sem hefur komið okkur hvað mest á óvart er hversu þeir ferðamenn sem eru á Íslandi er með lítil plön. Ótrúlega margt af þessu fólki bókar sig með aðeins tólf til fjórtán tíma fyrirvara í ferð hjá okkur,“ segir Sigurður. Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 á Richter varð á fimmtudagsmorgun í Geitlandsjökli í Langjökli með upptök á svipuðum slóðum og ísgöngin eru. Sigurður segir engan hafa verið í göngunum þá. Líklegast sé að áhrifa skjálftans hafi ekki gætt þar. „Jökullinn er eins og seigfljótandi hunang og gleypir svona skjálfta,“ útskýrir Sigurður og bendir á að þessi þáttur hafi sérstaklega verið kannaður af jarðfræðingi áður en göngin voru gerð.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira