Árni Páll efast um að fjármálaráðherra sé eins og Jesú Kristur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2015 13:20 Árni Páll Árnason og Bjarni Benediktsson. vísir „Mér finnst þetta mjög sérkennileg ummæli í ljósi þess að fólk sem er á ellilífeyri og örorkulíeyri hefur ekki val um það að vakna á morgnana og vinna fyrir sér vegna þess annars vegar að ef um aldraða er að ræða þá er fólk bundið af eftirlaunaaldri og í tilviki örorkulífeyrisþega þá getur fólk ekki unnið fyrir sér. [...] Ég vil því spyrja hæstvirtan fjármála ráðherra hvað þessi ummæli eigi að þýða?“ Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag en hann spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í eftirfarandi ummæli sem ráðherrann lét falla í þættinum Sprengisandi í gær: „Það er líka til fólk sem að er í fullu starfi, vaknar snemma á morgnanna og vinnur allan daginn við að hafa í sig og á og sitt fólk. Það hefur ekki meira á milli handanna en þeir sem treysta á bæturnar.“Sakar ráðherrann um að skapa úlfúð á milli láglaunafólks og bótaþega Árni Páll sagði þessi ummæli til þess fallin að grafa undan samstöðu í samfélaginu um að lífeyrisþegar eigi að njóta jafnrar stöðu á við aðra í þjóðfélaginu. Þá sagði hann ummælin einnig til þess fallin að skapa úlfúð á milli þeirra lægst launuðu í landinu og bótaþega. Bjarni svaraði því til að það væri alveg ljóst að bætur muni á næsta ári hækka að fullu til jafns við launaþróun í landinu en á sama tíma væri fólk á vinnumarkaði sem væri ekkert mikið betur sett en bótaþegar. Þetta skipti máli þar sem hvatar í kerfinu skipti máli. „Fjölgun öryrkjar er orðið sjálfstætt og sérstakt vandamál á Íslandi og á Norðurlöndunum reyndar líka. Við getum fagnað því í sjálfu sér að það hefur dregið úr fjölguninni en hún er raunverulegt vandamál,“ sagði Bjarni.Segir kaupmátt bóta hafa aukist mikið Árni Páll gaf lítið fyrir þessi svör ráðherra: „Það getur vel verið að hæstvirtur fjármálaráðherra haldi að hann sé eins og Jesú Kristur, geti veitt blindum sýn og fengið sjúka til að taka sæng sína og ganga en ég held að það sé ekki á færi hans. Ég held að hann verði að horfast í augu við það að fólk er auðvitað, öryrkjar, heilsufars vegna, og fólk er aldrað aldur síns vegna og hann er að afvegaleiða umræðuna með þessum ummælum.“ Bjarni sagði Árna Pál tala eins og við værum stödd í miðri kreppu. Hann minnti á að verðbólga hafi farið minnkandi síðan ríkisstjórnin tók við árið 2013 og því hafi kaupmáttur aukist, þar með talið kaupmáttur bóta. Sagði fjármálaráðherra það reyndar vera þannig að bætur myndu hafa meiri kaupmátt á næsta ári en áður hafi þekkst. Alþingi Tengdar fréttir Varar við væntingum um afturvirkni bóta Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld ætli að verja 100 milljörðum til að hækka lífeyrisbætur á næsta ári. Bætur séu að hækka um 9,7 prósent og lífeyrisþegar muni hafa meiri kaupmátt á næsta ári en nokkru sinni áður. 13. desember 2015 12:50 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sjá meira
„Mér finnst þetta mjög sérkennileg ummæli í ljósi þess að fólk sem er á ellilífeyri og örorkulíeyri hefur ekki val um það að vakna á morgnana og vinna fyrir sér vegna þess annars vegar að ef um aldraða er að ræða þá er fólk bundið af eftirlaunaaldri og í tilviki örorkulífeyrisþega þá getur fólk ekki unnið fyrir sér. [...] Ég vil því spyrja hæstvirtan fjármála ráðherra hvað þessi ummæli eigi að þýða?“ Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag en hann spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í eftirfarandi ummæli sem ráðherrann lét falla í þættinum Sprengisandi í gær: „Það er líka til fólk sem að er í fullu starfi, vaknar snemma á morgnanna og vinnur allan daginn við að hafa í sig og á og sitt fólk. Það hefur ekki meira á milli handanna en þeir sem treysta á bæturnar.“Sakar ráðherrann um að skapa úlfúð á milli láglaunafólks og bótaþega Árni Páll sagði þessi ummæli til þess fallin að grafa undan samstöðu í samfélaginu um að lífeyrisþegar eigi að njóta jafnrar stöðu á við aðra í þjóðfélaginu. Þá sagði hann ummælin einnig til þess fallin að skapa úlfúð á milli þeirra lægst launuðu í landinu og bótaþega. Bjarni svaraði því til að það væri alveg ljóst að bætur muni á næsta ári hækka að fullu til jafns við launaþróun í landinu en á sama tíma væri fólk á vinnumarkaði sem væri ekkert mikið betur sett en bótaþegar. Þetta skipti máli þar sem hvatar í kerfinu skipti máli. „Fjölgun öryrkjar er orðið sjálfstætt og sérstakt vandamál á Íslandi og á Norðurlöndunum reyndar líka. Við getum fagnað því í sjálfu sér að það hefur dregið úr fjölguninni en hún er raunverulegt vandamál,“ sagði Bjarni.Segir kaupmátt bóta hafa aukist mikið Árni Páll gaf lítið fyrir þessi svör ráðherra: „Það getur vel verið að hæstvirtur fjármálaráðherra haldi að hann sé eins og Jesú Kristur, geti veitt blindum sýn og fengið sjúka til að taka sæng sína og ganga en ég held að það sé ekki á færi hans. Ég held að hann verði að horfast í augu við það að fólk er auðvitað, öryrkjar, heilsufars vegna, og fólk er aldrað aldur síns vegna og hann er að afvegaleiða umræðuna með þessum ummælum.“ Bjarni sagði Árna Pál tala eins og við værum stödd í miðri kreppu. Hann minnti á að verðbólga hafi farið minnkandi síðan ríkisstjórnin tók við árið 2013 og því hafi kaupmáttur aukist, þar með talið kaupmáttur bóta. Sagði fjármálaráðherra það reyndar vera þannig að bætur myndu hafa meiri kaupmátt á næsta ári en áður hafi þekkst.
Alþingi Tengdar fréttir Varar við væntingum um afturvirkni bóta Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld ætli að verja 100 milljörðum til að hækka lífeyrisbætur á næsta ári. Bætur séu að hækka um 9,7 prósent og lífeyrisþegar muni hafa meiri kaupmátt á næsta ári en nokkru sinni áður. 13. desember 2015 12:50 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sjá meira
Varar við væntingum um afturvirkni bóta Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld ætli að verja 100 milljörðum til að hækka lífeyrisbætur á næsta ári. Bætur séu að hækka um 9,7 prósent og lífeyrisþegar muni hafa meiri kaupmátt á næsta ári en nokkru sinni áður. 13. desember 2015 12:50