Glæpavæðing í boði stjórnvalda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 15. desember 2015 07:00 Nýtt frumvarp um fullnustu refsinga sem innanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi er engin framför á núverandi refsistefnu. Betrun kemur ekki einu sinni fram í frumvarpinu, sem er því miður illa unnið og vanhugsað. Það frumvarp sem nú hefur verið lagt fram byggir á úreltri refsistefnu.Hvers vegna betrun? Á Íslandi kemur annar hver fangi aftur í fangelsi þrátt fyrir dýrt fangelsiskerfi. Það er með öllu óviðunandi árangur! Öll Norðurlöndin, utan Íslands, hafa tekið upp betrunarstefnu með ótvíræðum árangri sem hefur skilað sér í lægri endurkomutíðni í fangelsi, fækkun glæpa, færri brotaþolum, minni fangelsiskostnaði, auk minna álags á lögreglu, dómstóla og fangelsi. Endurkomutíðni á Norðurlöndunum er um 20% og er enn lægri þegar skoðaður er sérstaklega árangur af opnum fangelsum. Ef við tækjum upp slíkt kerfi myndi það skila okkur öllu því sama og lækka til muna allan kostnað við rekstur fangelsismála. Vel yfir 60% allra fanga á Íslandi verða að öryrkjum í afplánun. Bara með því að laga það myndu sparast háar upphæðir. Ef dómþolar yrðu að nýtum þjóðfélagsþegnum í afplánun myndu tekjur þjóðfélagsins aukast í stað útgjalda. En til þess að svo geti orðið þarf að skipta úr refsikerfi yfir í betrunarkerfi. Það hafa önnur norræn ríki gert með góðum árangri. Norsk betrunarstefna er orðin að útflutningsvöru hjá Norðmönnum: stefna sem byggir á þekkingu, reynslu og rannsóknum og aðrar þjóðir vilja nýta sér til að ná árangri. En, af hverju ekki við?Ódýrara kerfi Norðurlöndin hafa líka verið að fjölga úrræðum dómstóla t.d. með því að dæma til afplánunar undir rafrænu eftirliti, í samfélagsþjónustu, í misopin fangelsi og jafnvel til skilorðsbundinna meðferðarúrræða. Þar er einnig verið að fjölga opnum fangelsum, sem slaga sums staðar upp í helming fangelsisplássa, auk þess sem til koma önnur afplánunarúrræði utan fangelsa. Ísland er að fara í öfuga átt og verða opin fangelsisúrræði einungis um fjórðungur úrræða eftir tilkomu fangelsisins á Hólmsheiði. Þar sem opin úrræði eru fleiri og betrun er höfð að leiðarljósi er endurkomutíðni í fangelsi lægri. Það hlýtur að vera meginmarkmiðið með kerfinu, að fækka endurkomum og um leið brotaþolum. Afstaða hefur ítrekað reynt að kynna fyrir stjórnvöldum þann mikla árangur sem önnur norræn ríki hafa náð í fangelsismálum en án árangurs. Ástæða hárrar endurkomutíðni í fangelsi hér á landi er afleiðing lélegs fangelsiskerfis, sem er byggt á úreltri refsistefnu, sem virðist engu skila. Ég fullyrði að hægt er að lækka kostnað við rekstur fangelsa og afleiddur kostnaður mun fara minnkandi með árunum sem og tala fanga, ef tekin verður upp norræn betrunarstefna hérlendis.Nú er tækifæri Nú er kjörið tækifæri til að móta í fyrsta sinn stefnu í fangelsismálum, sem hefur það að markmiði að fækka endurkomum í fangelsi og byggja upp einstaklinga til virkrar þátttöku í samfélaginu – allt frá upphafi afplánunar. Ef vilji er til þess að taka upp kerfi sem skilar árangri þarf samstarf milli aðila. Afstaða hefur alltaf verið tilbúin til jákvæðs samstarfs um endurbætur á fangelsismálum. Ef ekkert verður að gert og haldið áfram með úrelta refsistefnu mun það leiða til þess að kostnaður mun áfram aukast ár frá ári og þjóðfélagið fara á mis við þau tækifæri sem eru fólgin í að byggja upp einstaklinga, sem afvega hafa farið í lífinu. Því miður hefur innanríkisráðherra ekki séð sér fært að ræða við Afstöðu um frumvarpið, sem hún hefur lagt fram. Það er okkar skoðun að úr fangelsunum ættu að útskrifast einstaklingar með verkmenntun: smiðir, múrarar, rafvirkjar, píparar, kokkar eða bakarar í stað þess að þaðan útskrifist flestir sem öryrkjar. Kostnaður mun lækka og vera öllu samfélaginu til bóta. Sameiginleg markmið okkar ætti að vera: færri endurkomur í fangelsin, betri þjóðfélagsþegnar koma úr fangelsunum og lægri rekstrarkostnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt frumvarp um fullnustu refsinga sem innanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi er engin framför á núverandi refsistefnu. Betrun kemur ekki einu sinni fram í frumvarpinu, sem er því miður illa unnið og vanhugsað. Það frumvarp sem nú hefur verið lagt fram byggir á úreltri refsistefnu.Hvers vegna betrun? Á Íslandi kemur annar hver fangi aftur í fangelsi þrátt fyrir dýrt fangelsiskerfi. Það er með öllu óviðunandi árangur! Öll Norðurlöndin, utan Íslands, hafa tekið upp betrunarstefnu með ótvíræðum árangri sem hefur skilað sér í lægri endurkomutíðni í fangelsi, fækkun glæpa, færri brotaþolum, minni fangelsiskostnaði, auk minna álags á lögreglu, dómstóla og fangelsi. Endurkomutíðni á Norðurlöndunum er um 20% og er enn lægri þegar skoðaður er sérstaklega árangur af opnum fangelsum. Ef við tækjum upp slíkt kerfi myndi það skila okkur öllu því sama og lækka til muna allan kostnað við rekstur fangelsismála. Vel yfir 60% allra fanga á Íslandi verða að öryrkjum í afplánun. Bara með því að laga það myndu sparast háar upphæðir. Ef dómþolar yrðu að nýtum þjóðfélagsþegnum í afplánun myndu tekjur þjóðfélagsins aukast í stað útgjalda. En til þess að svo geti orðið þarf að skipta úr refsikerfi yfir í betrunarkerfi. Það hafa önnur norræn ríki gert með góðum árangri. Norsk betrunarstefna er orðin að útflutningsvöru hjá Norðmönnum: stefna sem byggir á þekkingu, reynslu og rannsóknum og aðrar þjóðir vilja nýta sér til að ná árangri. En, af hverju ekki við?Ódýrara kerfi Norðurlöndin hafa líka verið að fjölga úrræðum dómstóla t.d. með því að dæma til afplánunar undir rafrænu eftirliti, í samfélagsþjónustu, í misopin fangelsi og jafnvel til skilorðsbundinna meðferðarúrræða. Þar er einnig verið að fjölga opnum fangelsum, sem slaga sums staðar upp í helming fangelsisplássa, auk þess sem til koma önnur afplánunarúrræði utan fangelsa. Ísland er að fara í öfuga átt og verða opin fangelsisúrræði einungis um fjórðungur úrræða eftir tilkomu fangelsisins á Hólmsheiði. Þar sem opin úrræði eru fleiri og betrun er höfð að leiðarljósi er endurkomutíðni í fangelsi lægri. Það hlýtur að vera meginmarkmiðið með kerfinu, að fækka endurkomum og um leið brotaþolum. Afstaða hefur ítrekað reynt að kynna fyrir stjórnvöldum þann mikla árangur sem önnur norræn ríki hafa náð í fangelsismálum en án árangurs. Ástæða hárrar endurkomutíðni í fangelsi hér á landi er afleiðing lélegs fangelsiskerfis, sem er byggt á úreltri refsistefnu, sem virðist engu skila. Ég fullyrði að hægt er að lækka kostnað við rekstur fangelsa og afleiddur kostnaður mun fara minnkandi með árunum sem og tala fanga, ef tekin verður upp norræn betrunarstefna hérlendis.Nú er tækifæri Nú er kjörið tækifæri til að móta í fyrsta sinn stefnu í fangelsismálum, sem hefur það að markmiði að fækka endurkomum í fangelsi og byggja upp einstaklinga til virkrar þátttöku í samfélaginu – allt frá upphafi afplánunar. Ef vilji er til þess að taka upp kerfi sem skilar árangri þarf samstarf milli aðila. Afstaða hefur alltaf verið tilbúin til jákvæðs samstarfs um endurbætur á fangelsismálum. Ef ekkert verður að gert og haldið áfram með úrelta refsistefnu mun það leiða til þess að kostnaður mun áfram aukast ár frá ári og þjóðfélagið fara á mis við þau tækifæri sem eru fólgin í að byggja upp einstaklinga, sem afvega hafa farið í lífinu. Því miður hefur innanríkisráðherra ekki séð sér fært að ræða við Afstöðu um frumvarpið, sem hún hefur lagt fram. Það er okkar skoðun að úr fangelsunum ættu að útskrifast einstaklingar með verkmenntun: smiðir, múrarar, rafvirkjar, píparar, kokkar eða bakarar í stað þess að þaðan útskrifist flestir sem öryrkjar. Kostnaður mun lækka og vera öllu samfélaginu til bóta. Sameiginleg markmið okkar ætti að vera: færri endurkomur í fangelsin, betri þjóðfélagsþegnar koma úr fangelsunum og lægri rekstrarkostnaður.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun