Silja Dögg bara talað í sex og hálfa mínútu Sveinn Arnarsson skrifar 15. desember 2015 07:00 Alþingi Steingrímur J. Sigfússon hefur talað mest allra á yfirstandandi þingi. Hefur hann haldið 210 ræður og talað í þeim í 11,4 klukkustundir. Þingmenn stjórnarandstöðunnar raða sér í efstu sætin. Samkvæmt starfsáætlun þingsins átti því að ljúka síðastliðinn föstudag. Við það tækifæri tók Fréttablaðið saman ræðutíma þingmanna frá upphafi þings í byrjun september. Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru í fjórum af fimm efstu sætunum auk Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. „Ég hef nú verið á þessum lista áður og svo sem ekki nýtt fyrir mér,“ sagði Steingrímur Sigfússon þegar honum var greint frá því að hann hefði talað lengst allra á þinginu. „Ég hef lagt áherslu á að rækja skyldur mínar í þessum efnum og haft ræður mínar innihaldsríkar svo þær geti nýst sem aðhald. Það væri óskandi að stjórnarmeirihlutinn væri duglegri við að mæta og hlýða á ræðurnar.“ Hann vísaði á bug að um einhvers konar málþóf væri að ræða heldur þyrfti að ræða um helstu ágreiningsefni við stjórnvöld hverju sinni.Af þeim fimm sem minnst hafa talað er einn úr Sjálfstæðisflokki og fjórir þingmenn Framsóknarflokksins, þar af þrír þeirra úr sama kjördæminu. Silja Dögg Gunnarsdóttir hefur haldið fjórar ræður á yfirstandandi þingi og talað í sex og hálfa mínútu. „Ég hef bara einhvern veginn ekkert verið í þeim stóru málum sem hafa tekið mestan tíma á þessu þingi. Ég hef ekkert verið í fjárlagaumræðunni því ég er ekki í fjárlaganefnd. Það er þumalputtaregla að einhver úr nefndinni tali fyrir málum á þingi. Ef maður tekur saman tíma sem þingmenn tala þá er stjórnarandstaðan með miklu fleiri mínútur og ekkert bundið við þetta þing,“ segir Silja Dögg en segir fullt málfrelsi vera innan flokksins á þingi. „Þú mátt alveg fara upp og tala, það er ekkert bannað. Ef ég vildi tala um flugvelli eða eitthvað slíkt þá gæti ég gert það, en ég vil hins vegar bæta einhverju við það sem kollegar mínir hafa sagt áður. Ég er ekki að tala bara til að tala og safna þannig mínútum.“ Alþingi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Alþingi Steingrímur J. Sigfússon hefur talað mest allra á yfirstandandi þingi. Hefur hann haldið 210 ræður og talað í þeim í 11,4 klukkustundir. Þingmenn stjórnarandstöðunnar raða sér í efstu sætin. Samkvæmt starfsáætlun þingsins átti því að ljúka síðastliðinn föstudag. Við það tækifæri tók Fréttablaðið saman ræðutíma þingmanna frá upphafi þings í byrjun september. Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru í fjórum af fimm efstu sætunum auk Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. „Ég hef nú verið á þessum lista áður og svo sem ekki nýtt fyrir mér,“ sagði Steingrímur Sigfússon þegar honum var greint frá því að hann hefði talað lengst allra á þinginu. „Ég hef lagt áherslu á að rækja skyldur mínar í þessum efnum og haft ræður mínar innihaldsríkar svo þær geti nýst sem aðhald. Það væri óskandi að stjórnarmeirihlutinn væri duglegri við að mæta og hlýða á ræðurnar.“ Hann vísaði á bug að um einhvers konar málþóf væri að ræða heldur þyrfti að ræða um helstu ágreiningsefni við stjórnvöld hverju sinni.Af þeim fimm sem minnst hafa talað er einn úr Sjálfstæðisflokki og fjórir þingmenn Framsóknarflokksins, þar af þrír þeirra úr sama kjördæminu. Silja Dögg Gunnarsdóttir hefur haldið fjórar ræður á yfirstandandi þingi og talað í sex og hálfa mínútu. „Ég hef bara einhvern veginn ekkert verið í þeim stóru málum sem hafa tekið mestan tíma á þessu þingi. Ég hef ekkert verið í fjárlagaumræðunni því ég er ekki í fjárlaganefnd. Það er þumalputtaregla að einhver úr nefndinni tali fyrir málum á þingi. Ef maður tekur saman tíma sem þingmenn tala þá er stjórnarandstaðan með miklu fleiri mínútur og ekkert bundið við þetta þing,“ segir Silja Dögg en segir fullt málfrelsi vera innan flokksins á þingi. „Þú mátt alveg fara upp og tala, það er ekkert bannað. Ef ég vildi tala um flugvelli eða eitthvað slíkt þá gæti ég gert það, en ég vil hins vegar bæta einhverju við það sem kollegar mínir hafa sagt áður. Ég er ekki að tala bara til að tala og safna þannig mínútum.“
Alþingi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira