„Já, ég borga skatta á Íslandi“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. desember 2015 15:48 Björk Guðmundsdóttir útskýrir hvað hún átti við með orðinu „redneck“ í yfirlýsingu á Facebook. Vísir/GVA Björk Guðmundsdóttir segist elska strjálbýli og að notkun hennar á orðinu „redneck“ hafi í sínum huga tekið til fólks sem sér sinn eigin þjóðflokka betri en aðra. Þetta segir hún í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. „Mig langar aðeins að ræða þýðinguna á orðinu „redneck“ í íslenskum fjölmiðlum sem ég notaði í viðtölum við Rolling Stone, Sky News og fleiri í síðustu viku,“ segir hún í tilkynningunni. „Í mínum haus er þetta orð yfir fólk sem sér sinn þjóðflokk betri en aðra, eru sannfærðir að þeir geti lifað án heildarinnar og oft hlynntir vopnaburði. Finnast þeir æðri náttúrunni og að þeir eigi að stjórna henni.“ „Fyrir mig hefur þetta orð aldrei tengst strjálbýli neitt endilega, redneks eru alls staðar í öllum löndum og bara svo það sé alveg á hreinu: ég elska af öllu hjarta ísland og sérstaklega náttúruna og strjálbýlið.“ Talsverð umræða hefur orðið um ummæli Bjarkar en í viðtölum í síðustu viku kallaði hún leiðtoga ríkisstjórnarinnar „rednecks“ sem íslenskað var „sveitalubbar“. Björk segist sem betur fer hafa misst af umræðunni þar sem hún væri búin að vera stödd úti á landi. „Ég er nú ekki vön að verja mig en vegna náttúrubaráttunnar langar mig að reyna að leiðrétta einn stóran misskilning,“ segir hún og vísar svo til þýðingarinnar á „redneck“. Að lokum segir hún: „p.s. já ég borga skatta á Íslandi“kæru íslendingar og fjölmiðlar þeirra ég er búin að vera upp í sumarbústað , ÚTI Á LANDI ( sem ég elska ) og...Posted by Björk on Tuesday, December 15, 2015 Björk Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir segist elska strjálbýli og að notkun hennar á orðinu „redneck“ hafi í sínum huga tekið til fólks sem sér sinn eigin þjóðflokka betri en aðra. Þetta segir hún í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. „Mig langar aðeins að ræða þýðinguna á orðinu „redneck“ í íslenskum fjölmiðlum sem ég notaði í viðtölum við Rolling Stone, Sky News og fleiri í síðustu viku,“ segir hún í tilkynningunni. „Í mínum haus er þetta orð yfir fólk sem sér sinn þjóðflokk betri en aðra, eru sannfærðir að þeir geti lifað án heildarinnar og oft hlynntir vopnaburði. Finnast þeir æðri náttúrunni og að þeir eigi að stjórna henni.“ „Fyrir mig hefur þetta orð aldrei tengst strjálbýli neitt endilega, redneks eru alls staðar í öllum löndum og bara svo það sé alveg á hreinu: ég elska af öllu hjarta ísland og sérstaklega náttúruna og strjálbýlið.“ Talsverð umræða hefur orðið um ummæli Bjarkar en í viðtölum í síðustu viku kallaði hún leiðtoga ríkisstjórnarinnar „rednecks“ sem íslenskað var „sveitalubbar“. Björk segist sem betur fer hafa misst af umræðunni þar sem hún væri búin að vera stödd úti á landi. „Ég er nú ekki vön að verja mig en vegna náttúrubaráttunnar langar mig að reyna að leiðrétta einn stóran misskilning,“ segir hún og vísar svo til þýðingarinnar á „redneck“. Að lokum segir hún: „p.s. já ég borga skatta á Íslandi“kæru íslendingar og fjölmiðlar þeirra ég er búin að vera upp í sumarbústað , ÚTI Á LANDI ( sem ég elska ) og...Posted by Björk on Tuesday, December 15, 2015
Björk Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira