Vilja fækkun stofnana Sæunn Gísladóttir skrifar 18. desember 2015 06:00 Guðlaugur Þór segist vilja bæta við listann af stofnnum til aflagningu ef eitthvað er. Vísir/Vilhelm Stjórnarflokkarnir taka vel í tillögu Viðskiptaráðs Íslands um að fækka ríkisstofnunum. Það sé mikilvægt upp á hagræðingu og til að bjóða betri þjónustu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar benda á að þeir stóðu fyrir sameiningu í sinni ríkisstjórn. Hugmyndir um sameiningu eiga hins vegar ekki að stjórnast af hugmyndafræði um að draga úr ríkisrekstri, heldur til að efla gæði og fagmennsku að mati Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki hafa náð að skoða tillöguna gaumgæfilega, en sér lítist vel á hugmyndir um fækkun ríkisstofnana, það sé það sem lagt var upp með í hagræðingarhópnum.Katrín Jakobsdóttir segir að oft geti verið mjög góð rök fyrir sameiningu. Vísir/GVA„Við tölum iðulega um að við eigum erfitt með að stýra opinberum fjármálum á þensluskeiði. Margt bendir til þess að við séum að falla í þá gryfju aftur. Það er engin umræða um sparnað og forgangsröðun. Ég vonast til þess að við berum gæfu til þess að koma einhverjum af tillögunum í framkvæmd. Ég veit hins vegar ekki hvort ég sé sammála þeim öllum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segist fagna hugmyndafræðinni sem birtist í tillögunni. „Það gera sér allir grein fyrir því að það þurfi að fara þessar leiðir, að spara stórkostlegt fé hjá ríkinu með fækkun ríkisstofnana og breytingu á skipulagi ríkisins. Til framtíðar stöndum við frammi fyrir því að þjóðin er að eldast og það er ljóst að ef ekki verður gripið til aðgerða sem fyrst þá stefnir þetta í óefni.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að margt gott sé í tillögunum. „Í tíð síðustu ríkisstjórnar lögðum við áherslu á sameiningu stofnana og sameiningu yfirstjórnar og stoðþjónustu til þess að verja þjónustu. Þjónustan sjálf er lykilatriði.“ Hann segir að síðan geti verið mismunandi sjónarmið hvernig þetta sé útfært. Almennt sé rétt að stefna að stærri einingum og sameina sérstaklega starfsmannahag, og innviði, en að einingarnar verði enn þá til með faglegt sjálfsforræði.“ Katrín Jakobsdóttir telur að oft geti verið mjög góð rök fyrir sameiningu. „Ég tel að margar af þessum stofnunum gegni mikilvægu hlutverki, en auðvitað skoðum við það með opnum hug hvort það sé betur gert með öðrum stofnunum. En svona hugmyndir eiga ekki að stjórnast endilega af einhverri hugmyndafræði um að draga úr ríkisrekstri, heldur til að efla gæði og fagmennsku.“ Helgi Hrafn Gunnarsson pírati vildi ekki tjá sig um málið.Skiptar skoðanir á aflagningu stofnanaViðskiptaráð leggur til aflagningu fimm ríkisstofnana; Íbúðalánasjóðs, Umboðsmanns skuldara, ÁTVR, Þróunarsamvinnustofnunar og Bankasýslunnar. Skiptar skoðanir eru meðal stjórnmálamanna um þá tillögu. Guðlaugur Þór segist vilja bæta við listann ef eitthvað er. „Það er algjörlega óskiljanlegt að við séum að halda úti flestum þessara stofnana. Án nokkurra umræðu erum við búin að leggja í húsnæðisbanka ríkisins fjárhæð sem nemur nýjum Landspítala. Vigdís Hauksdóttir tekur einnig vel í tillögurnar. „Tvær þessara stofnana voru settar á stofn eftir bankahrunið og áttu að vera skammtímastofnanir þannig að ég tek heils hugar undir það að þær verði lagðar niður þegar þessum málum lýkur. Ég hef einnig séð eftir þessum 60 milljörðum sem ríkið hefur sett inn í Íbúðalánasjóð frá hruni. Árni Páll Árnason segist hins vegar ekki vera sammála þessari tillögu að öllu leyti. Hann bendir á að það séu ákveðin pólitísk ákvörðun sem felst í því til dæmis að leggja niður ÁTVR. Katrín Jakobsdóttir tekur ekki vel í tillögurnar, þörf sé enn þá á „hrunstofnunum“. „Ég er alfarið á móti því að leggja niður ÁTVR svo dæmi sé tekið.“ Hún telur hins vegar ljóst að það þurfi alltaf að endurmeta hlutverk stofnana. „Hlutverk sumra stofnana geta verið tímabundin.“ Alþingi Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Sjá meira
Stjórnarflokkarnir taka vel í tillögu Viðskiptaráðs Íslands um að fækka ríkisstofnunum. Það sé mikilvægt upp á hagræðingu og til að bjóða betri þjónustu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar benda á að þeir stóðu fyrir sameiningu í sinni ríkisstjórn. Hugmyndir um sameiningu eiga hins vegar ekki að stjórnast af hugmyndafræði um að draga úr ríkisrekstri, heldur til að efla gæði og fagmennsku að mati Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki hafa náð að skoða tillöguna gaumgæfilega, en sér lítist vel á hugmyndir um fækkun ríkisstofnana, það sé það sem lagt var upp með í hagræðingarhópnum.Katrín Jakobsdóttir segir að oft geti verið mjög góð rök fyrir sameiningu. Vísir/GVA„Við tölum iðulega um að við eigum erfitt með að stýra opinberum fjármálum á þensluskeiði. Margt bendir til þess að við séum að falla í þá gryfju aftur. Það er engin umræða um sparnað og forgangsröðun. Ég vonast til þess að við berum gæfu til þess að koma einhverjum af tillögunum í framkvæmd. Ég veit hins vegar ekki hvort ég sé sammála þeim öllum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segist fagna hugmyndafræðinni sem birtist í tillögunni. „Það gera sér allir grein fyrir því að það þurfi að fara þessar leiðir, að spara stórkostlegt fé hjá ríkinu með fækkun ríkisstofnana og breytingu á skipulagi ríkisins. Til framtíðar stöndum við frammi fyrir því að þjóðin er að eldast og það er ljóst að ef ekki verður gripið til aðgerða sem fyrst þá stefnir þetta í óefni.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að margt gott sé í tillögunum. „Í tíð síðustu ríkisstjórnar lögðum við áherslu á sameiningu stofnana og sameiningu yfirstjórnar og stoðþjónustu til þess að verja þjónustu. Þjónustan sjálf er lykilatriði.“ Hann segir að síðan geti verið mismunandi sjónarmið hvernig þetta sé útfært. Almennt sé rétt að stefna að stærri einingum og sameina sérstaklega starfsmannahag, og innviði, en að einingarnar verði enn þá til með faglegt sjálfsforræði.“ Katrín Jakobsdóttir telur að oft geti verið mjög góð rök fyrir sameiningu. „Ég tel að margar af þessum stofnunum gegni mikilvægu hlutverki, en auðvitað skoðum við það með opnum hug hvort það sé betur gert með öðrum stofnunum. En svona hugmyndir eiga ekki að stjórnast endilega af einhverri hugmyndafræði um að draga úr ríkisrekstri, heldur til að efla gæði og fagmennsku.“ Helgi Hrafn Gunnarsson pírati vildi ekki tjá sig um málið.Skiptar skoðanir á aflagningu stofnanaViðskiptaráð leggur til aflagningu fimm ríkisstofnana; Íbúðalánasjóðs, Umboðsmanns skuldara, ÁTVR, Þróunarsamvinnustofnunar og Bankasýslunnar. Skiptar skoðanir eru meðal stjórnmálamanna um þá tillögu. Guðlaugur Þór segist vilja bæta við listann ef eitthvað er. „Það er algjörlega óskiljanlegt að við séum að halda úti flestum þessara stofnana. Án nokkurra umræðu erum við búin að leggja í húsnæðisbanka ríkisins fjárhæð sem nemur nýjum Landspítala. Vigdís Hauksdóttir tekur einnig vel í tillögurnar. „Tvær þessara stofnana voru settar á stofn eftir bankahrunið og áttu að vera skammtímastofnanir þannig að ég tek heils hugar undir það að þær verði lagðar niður þegar þessum málum lýkur. Ég hef einnig séð eftir þessum 60 milljörðum sem ríkið hefur sett inn í Íbúðalánasjóð frá hruni. Árni Páll Árnason segist hins vegar ekki vera sammála þessari tillögu að öllu leyti. Hann bendir á að það séu ákveðin pólitísk ákvörðun sem felst í því til dæmis að leggja niður ÁTVR. Katrín Jakobsdóttir tekur ekki vel í tillögurnar, þörf sé enn þá á „hrunstofnunum“. „Ég er alfarið á móti því að leggja niður ÁTVR svo dæmi sé tekið.“ Hún telur hins vegar ljóst að það þurfi alltaf að endurmeta hlutverk stofnana. „Hlutverk sumra stofnana geta verið tímabundin.“
Alþingi Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Sjá meira