Um draum um straum, byggðajafnrétti eða sjálfstæði 19. desember 2015 07:00 Árið 1984 var vinnu við hringtengingu háspennulínu í kringum landið lokið. Við sama tækifæri sagði þáverandi forsætisráðherra að næsta verkefni væri að koma Vestfjörðum í hringsamband. Gott ef hann nefndi ekki mögulega atvinnuuppbyggingu í leiðinni sem því myndi fylgja. Svo leið tíminn. Fólkið beið og tíminn leið. Árið 2015 er farið að sjá í endann á sjálfu sér og ef guð lofar tekur árið 2016 við. Og við höldum áfram að ströggla. Kveinum þegar rafmagnslaust er. Þusum þegar þolanlegt er. En erum aldrei jafnfætis öðrum landshlutum þegar kemur að grunngerð og stoðkerfi. Aldrei. Krafa Vestfirðinga er einföld og skýr: Við viljum búa við sömu tækifæri, sömu grunngerð og sama stoðkerfi og aðrir landshlutar. Ölmusur afþakkaðar. Jafnræðis krafist. Byggðajafnréttis! Í samþykktri ályktun á síðasta Fjórðungsþingi Vestfjarða kom eftirfarandi fram: „60. Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið á Patreksfirði 2.-3. október 2015 krefst þess að ríkisstjórn og Alþingi leggi strax til sérstakt fjármagn til að vinna kerfisáætlun fyrir raforku- og gagnaflutninga á Vestfjörðum. Meginmarkmiðið er að tengja virkjun Hvalár í Ófeigsfirði, og aðra hugsanlega virkjunarkosti í Ísafjarðardjúpi, við öll byggðarlög á Vestfjörðum. Virkjun Hvalár verður þannig forsenda nýrrar atvinnuuppbyggingar á svæðinu um leið og afhendingaröryggi raforku er tryggt.“ Gamalt og grautfúið dreifikerfi Setjum ályktunina inn í vestfirskan raunveruleika. Vestfirðir búa við mikið magn fjölbreyttra náttúruauðlinda. Ein þeirra er kalkþörungur. Lifandi rauðbleik vera sem þrífst m.a. í Ísafjarðardjúpi. Með tímanum situr eftir hvít stoðgrind sem er rík af kalki og öðrum steinefnum. Ný verðmæti, ný störf og ný tækifæri. Nú eru menn og fjárfestar tilbúnir að virkja þessa auðlind, fjárfesta í henni, skapa verðmæti og störf. Svæði sem sárlega vantar hagvöxt, verðmætasköpun og jákvæða íbúaþróun og býr við seilingarfjarlægð við auðlindina. Er ekki lausnin fundin? Það er allt klárt. Stærsta einstaka fjárfesting inn á vestfirskt efnahagssvæði um áratugabil. Sennilega sú stærsta í sögunni. Nei. Stutta svarið er það að Vestfirðir búa ekki við sömu aðstæður og aðrir landshlutar. Vestfirðir búa ekki við einfaldar grunnaðstæður til að vinna úr sínum eigin auðlindum. Það vantar að tryggja afhendingu raforku. Verkefnið þarf mest 10 MW. Í Álftafirði, Súðavík er ekki hægt að afhenda nægilega raforku. Dreifikerfið er getulaust, gamalt og grautfúið. Þessi náttúruhreina guðsgjöf sem við Íslendingar eigum svo nóg af að ef við viljum selja restina til Bretlands er það ekkert mál. Það virðast allir eiga nóg nema Vestfirðir…og Bretland. En menn eru samt að ræða úrlausnir fyrir Bretana. Það er ekki hægt að tryggja afhendingu á 10 MW til vinnslunnar. Þar stranda vestfirsk verðmæti, vestfirskur hagvöxtur og vestfirsk störf. 10 MW! Setjum 10 MW í samhengi. Sveitarfélög á Norðurlandi vestra vinna að álversverkefni. Orkuþörf verkefnisins er 206 MW. Hvernig geta menn verið svona brattir með orkukrefjandi verkefni? Jú, þeir búa við sambærilega grunngerð og meirihluti landsmanna, lesist, allir aðrir en Vestfirðingar, og því eiga þeir möguleika á að afhenda þetta magn. Ég fagna því og krefst þess sama. Að tengjast orkulandsneti Íslands í báðar áttir, að búa við sambærilegt dreifikerfi og eiga sama möguleika á atvinnuuppbyggingu sem nýtir vestfirskar auðlindir í sinni sköpun er ekki áskorun til stjórnvalda, heldur valkostur. Það eða vestfirskt sjálfstæði. Vestfirskt sjálfstæði?… … eða bylting í byggðajafnrétti sem hefst á hringtengingu háspennulínu til Vestfjarða samhliða virkjunarframkvæmdum í Hvalá og vonandi tengdum virkjunum. Byrjum á rafmagninu og svo bíða aðrir málaflokkar spenntir eftir úrlausn. Mér er alvara og þekki tæplega 7 þúsund aðra sem eru að hugsa það sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur G. Markan Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 1984 var vinnu við hringtengingu háspennulínu í kringum landið lokið. Við sama tækifæri sagði þáverandi forsætisráðherra að næsta verkefni væri að koma Vestfjörðum í hringsamband. Gott ef hann nefndi ekki mögulega atvinnuuppbyggingu í leiðinni sem því myndi fylgja. Svo leið tíminn. Fólkið beið og tíminn leið. Árið 2015 er farið að sjá í endann á sjálfu sér og ef guð lofar tekur árið 2016 við. Og við höldum áfram að ströggla. Kveinum þegar rafmagnslaust er. Þusum þegar þolanlegt er. En erum aldrei jafnfætis öðrum landshlutum þegar kemur að grunngerð og stoðkerfi. Aldrei. Krafa Vestfirðinga er einföld og skýr: Við viljum búa við sömu tækifæri, sömu grunngerð og sama stoðkerfi og aðrir landshlutar. Ölmusur afþakkaðar. Jafnræðis krafist. Byggðajafnréttis! Í samþykktri ályktun á síðasta Fjórðungsþingi Vestfjarða kom eftirfarandi fram: „60. Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið á Patreksfirði 2.-3. október 2015 krefst þess að ríkisstjórn og Alþingi leggi strax til sérstakt fjármagn til að vinna kerfisáætlun fyrir raforku- og gagnaflutninga á Vestfjörðum. Meginmarkmiðið er að tengja virkjun Hvalár í Ófeigsfirði, og aðra hugsanlega virkjunarkosti í Ísafjarðardjúpi, við öll byggðarlög á Vestfjörðum. Virkjun Hvalár verður þannig forsenda nýrrar atvinnuuppbyggingar á svæðinu um leið og afhendingaröryggi raforku er tryggt.“ Gamalt og grautfúið dreifikerfi Setjum ályktunina inn í vestfirskan raunveruleika. Vestfirðir búa við mikið magn fjölbreyttra náttúruauðlinda. Ein þeirra er kalkþörungur. Lifandi rauðbleik vera sem þrífst m.a. í Ísafjarðardjúpi. Með tímanum situr eftir hvít stoðgrind sem er rík af kalki og öðrum steinefnum. Ný verðmæti, ný störf og ný tækifæri. Nú eru menn og fjárfestar tilbúnir að virkja þessa auðlind, fjárfesta í henni, skapa verðmæti og störf. Svæði sem sárlega vantar hagvöxt, verðmætasköpun og jákvæða íbúaþróun og býr við seilingarfjarlægð við auðlindina. Er ekki lausnin fundin? Það er allt klárt. Stærsta einstaka fjárfesting inn á vestfirskt efnahagssvæði um áratugabil. Sennilega sú stærsta í sögunni. Nei. Stutta svarið er það að Vestfirðir búa ekki við sömu aðstæður og aðrir landshlutar. Vestfirðir búa ekki við einfaldar grunnaðstæður til að vinna úr sínum eigin auðlindum. Það vantar að tryggja afhendingu raforku. Verkefnið þarf mest 10 MW. Í Álftafirði, Súðavík er ekki hægt að afhenda nægilega raforku. Dreifikerfið er getulaust, gamalt og grautfúið. Þessi náttúruhreina guðsgjöf sem við Íslendingar eigum svo nóg af að ef við viljum selja restina til Bretlands er það ekkert mál. Það virðast allir eiga nóg nema Vestfirðir…og Bretland. En menn eru samt að ræða úrlausnir fyrir Bretana. Það er ekki hægt að tryggja afhendingu á 10 MW til vinnslunnar. Þar stranda vestfirsk verðmæti, vestfirskur hagvöxtur og vestfirsk störf. 10 MW! Setjum 10 MW í samhengi. Sveitarfélög á Norðurlandi vestra vinna að álversverkefni. Orkuþörf verkefnisins er 206 MW. Hvernig geta menn verið svona brattir með orkukrefjandi verkefni? Jú, þeir búa við sambærilega grunngerð og meirihluti landsmanna, lesist, allir aðrir en Vestfirðingar, og því eiga þeir möguleika á að afhenda þetta magn. Ég fagna því og krefst þess sama. Að tengjast orkulandsneti Íslands í báðar áttir, að búa við sambærilegt dreifikerfi og eiga sama möguleika á atvinnuuppbyggingu sem nýtir vestfirskar auðlindir í sinni sköpun er ekki áskorun til stjórnvalda, heldur valkostur. Það eða vestfirskt sjálfstæði. Vestfirskt sjálfstæði?… … eða bylting í byggðajafnrétti sem hefst á hringtengingu háspennulínu til Vestfjarða samhliða virkjunarframkvæmdum í Hvalá og vonandi tengdum virkjunum. Byrjum á rafmagninu og svo bíða aðrir málaflokkar spenntir eftir úrlausn. Mér er alvara og þekki tæplega 7 þúsund aðra sem eru að hugsa það sama.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun