Peningana eða lífið Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 1. desember 2015 07:00 Hvers konar heilbrigðiskerfi er það sem hættir að gefa sjúku fólki lyfið sem það þarf, daginn eftir að áætlaður lyfjakvóti – eða öllu heldur sjúklingakvóti – hefur verið uppfylltur? Hvernig líður þeim sem tekið hefur slíka ákvörðun? Að ekki sé minnst á þá sem þurfa að útskýra fyrir sjúklingi, kannski ungum krabbameinssjúklingi, að hann fái ekki nauðsynlegt lyf af því hann hafi orðið „of seinn“? Hann hafi nefnilega greinst eftir að „kvóti ársins“ var uppfylltur, til dæmis eftir 15. apríl á þessu ári. Þetta er engu að síður veruleikinn á Íslandi, eftir að tekinn var upp sá háttur að binda greiðsluþátttökuheimild frá lyfjagreiðslunefnd fyrir tiltekin lyf við ákveðinn fjölda sjúklinga. Áður en þessi tilhögun var tekin upp var miðað við að sjúklingur með staðfestan sjúkdóm sem upfyllti ákveðin læknisfræðileg skilyrði fékk lyfið sem hann þurfti óháð því hversu margir aðrir sjúklingar voru að taka það. Afleiðingin af breytingunni er hins vegar sú, að daginn eftir að „kvótinn“ er uppfylltur, getur nýr sjúklingur ekki fengið besta fáanlega lyfið við sínum veikindum. Þannig er staðan í dag, séu læknar að fara eftir þeim reglum sem heilbrigðisráðuneytið setur, sem maður skyldi ætla. Strax í apríl síðastliðnum var heilbrigðisráðherra gerð grein fyrir því, með bréfi frá formanni lyfjanefndar LSH (dags. 15. apríl 2015), að þá þegar væru fullnýttar allar heimildir fyrir krabbameinslyfin Jevtana og Kadcyla, gigtarlyfið Benlysta og augnlyfin Ozurdex og Eylea, og að nýir sjúklingar sem þyrftu á lyfjunum að halda fengju þau ekki lengur. Bréf lyfjanefndar er grafalvarlegur vitnisburður um hve þungbært það er fyrir lækna að fara eftir þessum reglum. Þar er bent á að það misrétti sem felst í því að setja kvóta á fjölda sjúklinga sé óásættanlegt, auk þess setji það lækna „í þá erfiðu stöðu að útskýra fyrir sjúklingi sínum að nauðsynlegt lyf standi honum ekki til boða vegna þess að ákveðnum fjölda sjúklinga hafi þegar verið náð“. Er því næst skorað á ráðherra að afnema fjöldatakmörkun sjúklinga varðandi ákveðin lyf hið fyrsta. Bréf ráðherra ömurleg lesning Svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við þessu ákalli (dags. 21. apríl 2015) er ömurleg lesning. Ráðherrann vísar til fjárheimilda sem ákveðnar séu af Alþingi á fjárlögum hvers árs og þess vegna sé „nauðsynlegt að forgangsraða“ og „gæta aðhalds“. Í 1. gr. laga um heilbrigðisþjónustu (40/2007) er kveðið á um rétt fólks til þess að njóta „fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði“. Réttur fólks að þessu leyti byggir á 76. gr. stjórnarskrárinnar og birtist einnig í félagsmálasáttmála Evrópu og alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem Ísland er aðili að. Það er þess vegna snautleg afgreiðsla – en segir auðvitað sína sögu – að heilbrigðisráðherra skuli vísa til fjárlaga, en ekki heilbrigðislaga, þegar málið snýst um rétt fólks til lífs og lækninga. Hvers konar samfélag er það sem virðir ekki sín eigin grunngildi, sína eigin löggjöf og stjórnarskrá, gagnvart veikum samborgurum sínum? Hvers konar stjórnvöld eru það sem setja fjárveitingar ofar réttinum til lífs og lækninga? Það er auðvitað með öllu óásættanlegt að læknum sé gert að neita sjúklingum sem standa frammi fyrir hættulegum sjúkdómum um þá lyfjagjöf sem væri þeim fyrir bestu vegna þess að of margir hafi fengið lyfið á undan viðkomandi. Einn af hornsteinum siðaðra samfélaga er heilbrigðiskerfið og sú samfélagssátt sem aldrei fyrr hefur verið rofin á Íslandi að hlúð skuli að veiku fólki án þess að því sé mismunað. Með öðrum orðum: Það er forgangsmál að heilbrigði og heilsa séu í fyrirrúmi, og að sá réttur gangi ofar fjárlögum. Líf er líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Hvers konar heilbrigðiskerfi er það sem hættir að gefa sjúku fólki lyfið sem það þarf, daginn eftir að áætlaður lyfjakvóti – eða öllu heldur sjúklingakvóti – hefur verið uppfylltur? Hvernig líður þeim sem tekið hefur slíka ákvörðun? Að ekki sé minnst á þá sem þurfa að útskýra fyrir sjúklingi, kannski ungum krabbameinssjúklingi, að hann fái ekki nauðsynlegt lyf af því hann hafi orðið „of seinn“? Hann hafi nefnilega greinst eftir að „kvóti ársins“ var uppfylltur, til dæmis eftir 15. apríl á þessu ári. Þetta er engu að síður veruleikinn á Íslandi, eftir að tekinn var upp sá háttur að binda greiðsluþátttökuheimild frá lyfjagreiðslunefnd fyrir tiltekin lyf við ákveðinn fjölda sjúklinga. Áður en þessi tilhögun var tekin upp var miðað við að sjúklingur með staðfestan sjúkdóm sem upfyllti ákveðin læknisfræðileg skilyrði fékk lyfið sem hann þurfti óháð því hversu margir aðrir sjúklingar voru að taka það. Afleiðingin af breytingunni er hins vegar sú, að daginn eftir að „kvótinn“ er uppfylltur, getur nýr sjúklingur ekki fengið besta fáanlega lyfið við sínum veikindum. Þannig er staðan í dag, séu læknar að fara eftir þeim reglum sem heilbrigðisráðuneytið setur, sem maður skyldi ætla. Strax í apríl síðastliðnum var heilbrigðisráðherra gerð grein fyrir því, með bréfi frá formanni lyfjanefndar LSH (dags. 15. apríl 2015), að þá þegar væru fullnýttar allar heimildir fyrir krabbameinslyfin Jevtana og Kadcyla, gigtarlyfið Benlysta og augnlyfin Ozurdex og Eylea, og að nýir sjúklingar sem þyrftu á lyfjunum að halda fengju þau ekki lengur. Bréf lyfjanefndar er grafalvarlegur vitnisburður um hve þungbært það er fyrir lækna að fara eftir þessum reglum. Þar er bent á að það misrétti sem felst í því að setja kvóta á fjölda sjúklinga sé óásættanlegt, auk þess setji það lækna „í þá erfiðu stöðu að útskýra fyrir sjúklingi sínum að nauðsynlegt lyf standi honum ekki til boða vegna þess að ákveðnum fjölda sjúklinga hafi þegar verið náð“. Er því næst skorað á ráðherra að afnema fjöldatakmörkun sjúklinga varðandi ákveðin lyf hið fyrsta. Bréf ráðherra ömurleg lesning Svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við þessu ákalli (dags. 21. apríl 2015) er ömurleg lesning. Ráðherrann vísar til fjárheimilda sem ákveðnar séu af Alþingi á fjárlögum hvers árs og þess vegna sé „nauðsynlegt að forgangsraða“ og „gæta aðhalds“. Í 1. gr. laga um heilbrigðisþjónustu (40/2007) er kveðið á um rétt fólks til þess að njóta „fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði“. Réttur fólks að þessu leyti byggir á 76. gr. stjórnarskrárinnar og birtist einnig í félagsmálasáttmála Evrópu og alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem Ísland er aðili að. Það er þess vegna snautleg afgreiðsla – en segir auðvitað sína sögu – að heilbrigðisráðherra skuli vísa til fjárlaga, en ekki heilbrigðislaga, þegar málið snýst um rétt fólks til lífs og lækninga. Hvers konar samfélag er það sem virðir ekki sín eigin grunngildi, sína eigin löggjöf og stjórnarskrá, gagnvart veikum samborgurum sínum? Hvers konar stjórnvöld eru það sem setja fjárveitingar ofar réttinum til lífs og lækninga? Það er auðvitað með öllu óásættanlegt að læknum sé gert að neita sjúklingum sem standa frammi fyrir hættulegum sjúkdómum um þá lyfjagjöf sem væri þeim fyrir bestu vegna þess að of margir hafi fengið lyfið á undan viðkomandi. Einn af hornsteinum siðaðra samfélaga er heilbrigðiskerfið og sú samfélagssátt sem aldrei fyrr hefur verið rofin á Íslandi að hlúð skuli að veiku fólki án þess að því sé mismunað. Með öðrum orðum: Það er forgangsmál að heilbrigði og heilsa séu í fyrirrúmi, og að sá réttur gangi ofar fjárlögum. Líf er líf.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun