UFC byggir risahús fyrir íþróttafólkið sitt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. desember 2015 17:30 Þessar skóflur voru notaðar í fyrstu skóflustungunni. vísir/getty Í byrjun næsta árs verður hafist handa við að byggja risa æfinga-, lækna- og fræðslumiðstöð fyrir bardagakappana í UFC. Húsið verður í Las Vegas. Hugmyndin er að með þessari miðstöð muni meiðslum fækka og þar af leiðandi verði UFC ekki fyrir eins miklu fjárhagslegu tjóni og oft áður er bardagakappar meiðast skömmu fyrir bardaga. Þegar það gerist þá hættir fólk við að kaupa svokallað Pay Per View til að horfa á bardagann eða hefur hreinlega ekki áhuga á að koma. Það er vont fyrir UFC sem ætlar að eyða peningum í von um að græða peninga. Það mun taka rúmt ár að byggja þessa miðstöð sem verður 184 þúsund fermetrar. Æfingasvæðið sjálft verður um 30 þúsund fermetrar. Þarna verður hægt að æfa, fá læknisaðstoð og kennslu í réttum æfingum. Einnig hvernig skuli standa rétt að endurhæfingu. Það verður allt gert til þess að minnka líkurnar á meiðslum.Svona mun inngangur hússins líta út.mynd/ufc.com„Það er ekki spurning að við töpum miklum peningum er bardagakappi meiðist og við þurfum að breyta aðalbardaganum með skömmum fyrirvara. Þá er kannski búið að eyða milljónum dollara í auglýsingastarf og það fer allt í súginn," sagði Lorenzo Fertitta, stjórnarformaður UFC. Nærtækasta dæmið er frá síðasta sumar er Jose Aldo varð að draga sig úr keppni gegn Conor McGregor með tveggja vikna fyrirvara. Þeir höfðu þá farið í dýra kynningarferð um allan heim. „Þegar einhver slítur krossband hjá okkur þá sendum við hann til besta læknisins og síðan heim til sín," segir Dana White, forseti UFC. „Þú sendir ekki Tom Brady heim ef hann slítur krossband. Þá sérð til þess fyrst að hann fái rétta endurhæfingu og þjónustu því þú þarft á því að halda að hann komi fljótt til baka og í góðu standi. Við vorum ekki að gera það og vissum ekki betur. Nú vitum við betur og ætlum að gera betur." Bardagakapparnir geta haldið æfingabúðir sínar þarna og eflaust munu einhverjir þeirra flytja til Las Vegas til þess að nýta sér þessa stórkostlegu aðstöðu.Frá blaðamannafundi UFC í eyðimörkinni í gær.vísir/getty MMA Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Sjá meira
Í byrjun næsta árs verður hafist handa við að byggja risa æfinga-, lækna- og fræðslumiðstöð fyrir bardagakappana í UFC. Húsið verður í Las Vegas. Hugmyndin er að með þessari miðstöð muni meiðslum fækka og þar af leiðandi verði UFC ekki fyrir eins miklu fjárhagslegu tjóni og oft áður er bardagakappar meiðast skömmu fyrir bardaga. Þegar það gerist þá hættir fólk við að kaupa svokallað Pay Per View til að horfa á bardagann eða hefur hreinlega ekki áhuga á að koma. Það er vont fyrir UFC sem ætlar að eyða peningum í von um að græða peninga. Það mun taka rúmt ár að byggja þessa miðstöð sem verður 184 þúsund fermetrar. Æfingasvæðið sjálft verður um 30 þúsund fermetrar. Þarna verður hægt að æfa, fá læknisaðstoð og kennslu í réttum æfingum. Einnig hvernig skuli standa rétt að endurhæfingu. Það verður allt gert til þess að minnka líkurnar á meiðslum.Svona mun inngangur hússins líta út.mynd/ufc.com„Það er ekki spurning að við töpum miklum peningum er bardagakappi meiðist og við þurfum að breyta aðalbardaganum með skömmum fyrirvara. Þá er kannski búið að eyða milljónum dollara í auglýsingastarf og það fer allt í súginn," sagði Lorenzo Fertitta, stjórnarformaður UFC. Nærtækasta dæmið er frá síðasta sumar er Jose Aldo varð að draga sig úr keppni gegn Conor McGregor með tveggja vikna fyrirvara. Þeir höfðu þá farið í dýra kynningarferð um allan heim. „Þegar einhver slítur krossband hjá okkur þá sendum við hann til besta læknisins og síðan heim til sín," segir Dana White, forseti UFC. „Þú sendir ekki Tom Brady heim ef hann slítur krossband. Þá sérð til þess fyrst að hann fái rétta endurhæfingu og þjónustu því þú þarft á því að halda að hann komi fljótt til baka og í góðu standi. Við vorum ekki að gera það og vissum ekki betur. Nú vitum við betur og ætlum að gera betur." Bardagakapparnir geta haldið æfingabúðir sínar þarna og eflaust munu einhverjir þeirra flytja til Las Vegas til þess að nýta sér þessa stórkostlegu aðstöðu.Frá blaðamannafundi UFC í eyðimörkinni í gær.vísir/getty
MMA Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Sjá meira