Sameinumst um réttlátari fjárlög Formenn stjórnarandstöðuflokkanna skrifar 9. desember 2015 07:00 Við í Samfylkingunni, Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Pírötum stöndum saman að breytingatillögum við fjárlög. Þar sýnum við að það er hægt að leggja aðrar áherslur við stjórn landsins og nýta á sanngjarnari hátt bætta afkomu ríkissjóðs. Við setjum bætt kjör almennings í forgang og þeirra sem hafa lægstar tekjur, leggjum áherslu á heilbrigðisþjónustu, menningu og menntamál og á fjárfestingar í umhverfi og innviðum samfélagsins um allt land. Með þessu vinnum við í sameiningu gegn ójöfnuði á Íslandi og tryggjum að aukin hagsæld skiptist á réttlátan hátt. Allar okkar tillögur eru að fullu fjármagnaðar með tekjuöflun fyrir ríkissjóð.Tillögur okkar eru m.a.: Elli- og örorkulífeyrir almannatrygginga hækki afturvirkt og með sama hætti og lægstu laun á samningstíma kjarasamninga, sem miða við 300 þúsund króna mánaðarlaun. Landspítalinn fái nægilegt fé til að standa undir nauðsynlegri starfsemi. Barnafjölskyldum verði mætt með hækkun á þaki fæðingarorlofs upp í 500 þúsund og barnabætur hækki með hækkun á skerðingarviðmiðum. Framlög til háskóla hækki og fjármunum verði veitt til að aflétta fjöldatakmörkunum í framhaldsskólum og styrkja rekstur þeirra. Að blásið verði til sóknar fyrir íslenskt mál í stafrænum heimi. Fjárfestingar verði í innviðum og sóknaráætlun landshluta. Sérstakt átak í viðhald og nýframkvæmdir í vegagerð, enda þörfin afar brýn. Til að mæta skuldbindingum Íslands vegna loftslagsvandans er gert ráð fyrir auknum fjármunum til fjárfestinga í græna hagkerfinu og til Loftslagssjóðs. Að auki eru gerðar tillögur um ýmis mjög brýn réttlætismál: Aukin framlög til móttöku flóttamanna, aukins stuðnings við innflytjendur, til fangelsismála, til baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, til geðheilbrigðismála og til frumkvæðisathugana umboðsmanns Alþingis. Allar þessar tillögur eru fjármagnaðar með auknum tekjum, hærri veiðigjöldum, arði af bönkum, orkuskatti á stóriðju og bættu skatteftirliti. Þar fyrir utan má minna á að á kjörtímabilinu hefur stjórnarmeirihlutinn tekið fjölmargar ákvarðanir um lækkun tekna ríkissjóðs upp á tugi milljarða; m.a. lækkun veiðigjalds, afnám auðlegðarskatts, lækkun á tekjuskatti betur stæðra, afnám sykurskatts og heykst á alvöru gjaldtöku af ferðamönnum. Með tillögum okkar í stjórnarandstöðunni sýnum við fram á að það er til svigrúm fyrir raunverulegar úrbætur í samfélaginu. Það skiptir öllu máli hverjir fara með stjórn opinberra fjármuna. Árni Páll ÁrnasonKatrín JakobsdóttirÓttarr ProppéHelgi Hrafn Gunnarssonformenn stjórnarandstöðuflokkanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Helgi Hrafn Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingunni, Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Pírötum stöndum saman að breytingatillögum við fjárlög. Þar sýnum við að það er hægt að leggja aðrar áherslur við stjórn landsins og nýta á sanngjarnari hátt bætta afkomu ríkissjóðs. Við setjum bætt kjör almennings í forgang og þeirra sem hafa lægstar tekjur, leggjum áherslu á heilbrigðisþjónustu, menningu og menntamál og á fjárfestingar í umhverfi og innviðum samfélagsins um allt land. Með þessu vinnum við í sameiningu gegn ójöfnuði á Íslandi og tryggjum að aukin hagsæld skiptist á réttlátan hátt. Allar okkar tillögur eru að fullu fjármagnaðar með tekjuöflun fyrir ríkissjóð.Tillögur okkar eru m.a.: Elli- og örorkulífeyrir almannatrygginga hækki afturvirkt og með sama hætti og lægstu laun á samningstíma kjarasamninga, sem miða við 300 þúsund króna mánaðarlaun. Landspítalinn fái nægilegt fé til að standa undir nauðsynlegri starfsemi. Barnafjölskyldum verði mætt með hækkun á þaki fæðingarorlofs upp í 500 þúsund og barnabætur hækki með hækkun á skerðingarviðmiðum. Framlög til háskóla hækki og fjármunum verði veitt til að aflétta fjöldatakmörkunum í framhaldsskólum og styrkja rekstur þeirra. Að blásið verði til sóknar fyrir íslenskt mál í stafrænum heimi. Fjárfestingar verði í innviðum og sóknaráætlun landshluta. Sérstakt átak í viðhald og nýframkvæmdir í vegagerð, enda þörfin afar brýn. Til að mæta skuldbindingum Íslands vegna loftslagsvandans er gert ráð fyrir auknum fjármunum til fjárfestinga í græna hagkerfinu og til Loftslagssjóðs. Að auki eru gerðar tillögur um ýmis mjög brýn réttlætismál: Aukin framlög til móttöku flóttamanna, aukins stuðnings við innflytjendur, til fangelsismála, til baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, til geðheilbrigðismála og til frumkvæðisathugana umboðsmanns Alþingis. Allar þessar tillögur eru fjármagnaðar með auknum tekjum, hærri veiðigjöldum, arði af bönkum, orkuskatti á stóriðju og bættu skatteftirliti. Þar fyrir utan má minna á að á kjörtímabilinu hefur stjórnarmeirihlutinn tekið fjölmargar ákvarðanir um lækkun tekna ríkissjóðs upp á tugi milljarða; m.a. lækkun veiðigjalds, afnám auðlegðarskatts, lækkun á tekjuskatti betur stæðra, afnám sykurskatts og heykst á alvöru gjaldtöku af ferðamönnum. Með tillögum okkar í stjórnarandstöðunni sýnum við fram á að það er til svigrúm fyrir raunverulegar úrbætur í samfélaginu. Það skiptir öllu máli hverjir fara með stjórn opinberra fjármuna. Árni Páll ÁrnasonKatrín JakobsdóttirÓttarr ProppéHelgi Hrafn Gunnarssonformenn stjórnarandstöðuflokkanna
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar