Ljósin slökkt í rómantískasta bæ Íslands Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. desember 2015 08:00 Samtökin 825 Þorparinn vinna "markvisst að því að gera Stokkseyri að rómantískasta bæ á Íslandi“. Vísir/Heiða Samtökin 825 Þorparinn vilja gera Stokkseyri að rómantískasta bæ á Íslandi og þar með auka aðdráttarafl bæjarins fyrir ferðafólk. Þorparinn eru samtök atvinnurekenda á Stokkseyri og áhugamanna um aukna ferðaþjónustu og öflugra atvinnulíf í bænum. Ein hugmyndin lýtur að því að skapa rómantíska dulúð í tengslum við að dempa lýsingu í bænum og láta lágstemmdari lýsingu gefa húsum og híbýlum enn meiri sjarma, segir í bréfi 825 Þorparinn til bæjarstjórnar Árborgar. Því fylgja undirskriftir yfir 130 manna sem taka undir þá hugmynd samtakanna að slökkt verði á götulýsingu á Stokkseyri milli klukkan 23 og 03. Að stytta tíma sem götulýsing logar í tilraunaskyni er liður í þeirri viðleitni að skapa rómantíska stemmingu sem marka myndi skemmtilega sérstöðu til að kynna og mun svo sannarlega vinda upp á sig, segja bréfritarar sem kveða þessa takmörkun á lýsingu bjóða upp á fjölmarga möguleika í ferðaþjónustu og að jólaskreytingar Stokkseyringa myndu þess utan njóta sína betur. Rómantík og kertaljós í friðsælum bæ við sjóinn yrði nokkuð skemmtilegt frétta- og kynningarefni, spáir 825 Þorparinn. Norðurljósaferðir njóta sívaxandi vinsælda og er ekki ólíklegt að ferðamenn myndu sækja Stokkseyri enn frekar heim ef ljósmengun væri stillt í hóf en í dag þá er sirka einn ljósastaur á hverja tvo íbúa. Til viðbótar gæti skapast grundvöllur fyrir stjörnuáhugamenn sem hér gætu fundið sinn samastað. Þá benda samtökin á að Stokkseyri hafi nú þegar margvíslega sérstöðu, bæði jarðfræðilega og sögulega. Í bænum er einn vinsælasti veitingastaður landsins auk þess sem bærinn er þekktur fyrir fjölda listamanna sem hér búa og hafa mjög jákvætt og gott aðdráttarafl. Bæjarráð Árborgar tók vel í ósk samtakanna og fól framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að leita leiða til að útfæra stýringar á götulýsingunni á Stokkseyri. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Samtökin 825 Þorparinn vilja gera Stokkseyri að rómantískasta bæ á Íslandi og þar með auka aðdráttarafl bæjarins fyrir ferðafólk. Þorparinn eru samtök atvinnurekenda á Stokkseyri og áhugamanna um aukna ferðaþjónustu og öflugra atvinnulíf í bænum. Ein hugmyndin lýtur að því að skapa rómantíska dulúð í tengslum við að dempa lýsingu í bænum og láta lágstemmdari lýsingu gefa húsum og híbýlum enn meiri sjarma, segir í bréfi 825 Þorparinn til bæjarstjórnar Árborgar. Því fylgja undirskriftir yfir 130 manna sem taka undir þá hugmynd samtakanna að slökkt verði á götulýsingu á Stokkseyri milli klukkan 23 og 03. Að stytta tíma sem götulýsing logar í tilraunaskyni er liður í þeirri viðleitni að skapa rómantíska stemmingu sem marka myndi skemmtilega sérstöðu til að kynna og mun svo sannarlega vinda upp á sig, segja bréfritarar sem kveða þessa takmörkun á lýsingu bjóða upp á fjölmarga möguleika í ferðaþjónustu og að jólaskreytingar Stokkseyringa myndu þess utan njóta sína betur. Rómantík og kertaljós í friðsælum bæ við sjóinn yrði nokkuð skemmtilegt frétta- og kynningarefni, spáir 825 Þorparinn. Norðurljósaferðir njóta sívaxandi vinsælda og er ekki ólíklegt að ferðamenn myndu sækja Stokkseyri enn frekar heim ef ljósmengun væri stillt í hóf en í dag þá er sirka einn ljósastaur á hverja tvo íbúa. Til viðbótar gæti skapast grundvöllur fyrir stjörnuáhugamenn sem hér gætu fundið sinn samastað. Þá benda samtökin á að Stokkseyri hafi nú þegar margvíslega sérstöðu, bæði jarðfræðilega og sögulega. Í bænum er einn vinsælasti veitingastaður landsins auk þess sem bærinn er þekktur fyrir fjölda listamanna sem hér búa og hafa mjög jákvætt og gott aðdráttarafl. Bæjarráð Árborgar tók vel í ósk samtakanna og fól framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að leita leiða til að útfæra stýringar á götulýsingunni á Stokkseyri.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira