Orðunefnd samhljóða um að svipta Sigurð réttinum til að bera fálkaorðuna Birgir Olgeirsson skrifar 9. desember 2015 09:11 Guðni Ágústsson, formaður orðunefndar. GVA Orðunefnd lagði það til samhljóða að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, yrði sviptur orðunni, að sögn Guðna Ágústssonar formanns nefndarinnar. Orðunefnd ræður málefnum hinnar íslensku fálkaorðu og skipa fimm manns hana, Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, Rakel Olsen framkvæmdastjóri, Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri, Ólafur Egilsson fyrrverandi sendiherra og Örnólfur Thorsson orðuritari. Þessi ákvörðun orðunefndar að svipta manni réttinum til að bera fálkaorðuna, á sér ekki fordæmi. „Þetta hefur ekki gerst áður að orðuhafi hafi fengið slíkan dóm sem Sigurður hefur hlotið,“ segir Guðni.Hlaut orðuna fyrir forystu í útrásinniSigurður hlaut orðuna fyrir forystu í útrás íslenskra fjármálastarfsemi en hefur eftir hrun verið dæmdur í fangelsi fyrir markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu. Hann afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm á Kvíabryggju. Guðni segir orðunefnd hafa farið vandlega yfir málið, hvort það ætti sér einhver fordæmi hér heima eða ytra. Segir Guðni dæmi um að orðuhafar hafi verið sviptir réttinum til að bera þær á Norðurlöndunum. Í þrettándu grein forsetabréfs um fálkaorðuna kemur fram að stórmeistari, sem er forseti Íslands, geti að ráði orðunefndar svipt hvern þann sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.Sigurður Einarsson og Ólafur Ragnar Grímsson ræðast við.VísirForsetaembættið tilkynnti Sigurði um ákvörðunina Hæstiréttur kvað upp dóm í Al-Thani málinu í febrúar síðastliðnum og greindi Guðni frá því að orðunefnd myndi koma saman og ræða hvort til greina komi að svipta Sigurði rétti til að bera orðuna. Tíu mánuðum síðar er niðurstaðan ljós en Guðni segir nokkrar vikur síðan þessi ákvörðun var tekin innan orðunefndar. Var það embætti forseta Íslands sem tilkynnti Sigurði þessa ákvörðun bréfleiðis. Guðni segir það vera rétt orðunefndar að veita mönnum orðunum og einnig rétt nefndarinnar að svipta menn réttinum til að bera hana. Með þessari ákvörðun sé ekki farið fram á að Sigurður skili orðunni en það verður þó að gera á einhverjum tímapunkti í öllum tilvikum líkt og segir í fjórtándu grein forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu: „Við andlát þess er orðunni hefur verið sæmdur skulu aðstandendur eða skiptastjóri skila henni aftur til orðuritara. Í útlöndum má fá sendiráðum og ræðismönnum orðurnar til frekari fyrirgreiðslu.“Sigurður talinn meðal helstu samstarfsmanna forsetaÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Sigurður Einarsson áttu í ágætis samstarfi fyrir hrun ef marka má rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008. Í skýrslunni er meðal annars tekið dæmi úr bókinni Sögur af forseta en þar segir að Sigurður Einarsson hafi verið tíður gestur á Bessastöðum og sama megi segja um forráðamenn annarra banka. Sérstaklega er tekið fram að frá árinu 2000 hefði Ólafur Ragnar unnið með Sigurði Einarssyni að mörgum málum, bæði í þágu bankans og annarra málefna. „Má telja Sigurð meðal helstu samstarfsmanna forsetans á síðari árum,“ segir í skýrslunni. Fálkaorðan Tengdar fréttir Sigurður Einarsson sviptur réttinum til að bera fálkaorðuna Orðunefnd lagði til við forseta Íslands að þetta yrði gert. 9. desember 2015 07:02 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Orðunefnd lagði það til samhljóða að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, yrði sviptur orðunni, að sögn Guðna Ágústssonar formanns nefndarinnar. Orðunefnd ræður málefnum hinnar íslensku fálkaorðu og skipa fimm manns hana, Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, Rakel Olsen framkvæmdastjóri, Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri, Ólafur Egilsson fyrrverandi sendiherra og Örnólfur Thorsson orðuritari. Þessi ákvörðun orðunefndar að svipta manni réttinum til að bera fálkaorðuna, á sér ekki fordæmi. „Þetta hefur ekki gerst áður að orðuhafi hafi fengið slíkan dóm sem Sigurður hefur hlotið,“ segir Guðni.Hlaut orðuna fyrir forystu í útrásinniSigurður hlaut orðuna fyrir forystu í útrás íslenskra fjármálastarfsemi en hefur eftir hrun verið dæmdur í fangelsi fyrir markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu. Hann afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm á Kvíabryggju. Guðni segir orðunefnd hafa farið vandlega yfir málið, hvort það ætti sér einhver fordæmi hér heima eða ytra. Segir Guðni dæmi um að orðuhafar hafi verið sviptir réttinum til að bera þær á Norðurlöndunum. Í þrettándu grein forsetabréfs um fálkaorðuna kemur fram að stórmeistari, sem er forseti Íslands, geti að ráði orðunefndar svipt hvern þann sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.Sigurður Einarsson og Ólafur Ragnar Grímsson ræðast við.VísirForsetaembættið tilkynnti Sigurði um ákvörðunina Hæstiréttur kvað upp dóm í Al-Thani málinu í febrúar síðastliðnum og greindi Guðni frá því að orðunefnd myndi koma saman og ræða hvort til greina komi að svipta Sigurði rétti til að bera orðuna. Tíu mánuðum síðar er niðurstaðan ljós en Guðni segir nokkrar vikur síðan þessi ákvörðun var tekin innan orðunefndar. Var það embætti forseta Íslands sem tilkynnti Sigurði þessa ákvörðun bréfleiðis. Guðni segir það vera rétt orðunefndar að veita mönnum orðunum og einnig rétt nefndarinnar að svipta menn réttinum til að bera hana. Með þessari ákvörðun sé ekki farið fram á að Sigurður skili orðunni en það verður þó að gera á einhverjum tímapunkti í öllum tilvikum líkt og segir í fjórtándu grein forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu: „Við andlát þess er orðunni hefur verið sæmdur skulu aðstandendur eða skiptastjóri skila henni aftur til orðuritara. Í útlöndum má fá sendiráðum og ræðismönnum orðurnar til frekari fyrirgreiðslu.“Sigurður talinn meðal helstu samstarfsmanna forsetaÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Sigurður Einarsson áttu í ágætis samstarfi fyrir hrun ef marka má rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008. Í skýrslunni er meðal annars tekið dæmi úr bókinni Sögur af forseta en þar segir að Sigurður Einarsson hafi verið tíður gestur á Bessastöðum og sama megi segja um forráðamenn annarra banka. Sérstaklega er tekið fram að frá árinu 2000 hefði Ólafur Ragnar unnið með Sigurði Einarssyni að mörgum málum, bæði í þágu bankans og annarra málefna. „Má telja Sigurð meðal helstu samstarfsmanna forsetans á síðari árum,“ segir í skýrslunni.
Fálkaorðan Tengdar fréttir Sigurður Einarsson sviptur réttinum til að bera fálkaorðuna Orðunefnd lagði til við forseta Íslands að þetta yrði gert. 9. desember 2015 07:02 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Sigurður Einarsson sviptur réttinum til að bera fálkaorðuna Orðunefnd lagði til við forseta Íslands að þetta yrði gert. 9. desember 2015 07:02