Neyðarástand í þrjá mánuði til viðbótar Guðsteinn Bjarnason og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 20. nóvember 2015 07:00 Franska þingið samþykkti í gær framlengja neyðarástand í ríkinu í þrjá mánuði. Nordicphotos/AFP Franska þingið samþykkti í gær að neyðarástand verði í gildi í landinu þrjá mánuði til viðbótar. François Hollande forseti lýsti yfir neyðarástandi um síðustu helgi, eftir að herskáir íslamistar höfðu myrt yfir hundrað manns í hryðjuverkum í París. Meðan neyðarástand er í gildi hefur franska lögreglan og önnur yfirvöld víðtækar heimildir til að herða eftirlit, gera húsleitir, handsama fólk, banna samkomur og jafnvel takmarka fréttaflutning. Frönsk yfirvöld hafa jafnframt staðfest að Abdelhamid Abaaoud, Belgíumaðurinn sem talinn er hafa lagt á ráðin um árásirnar í París, hafi látið lífið í áhlaupi lögreglunnar á íbúð í St. Denis hverfinu á miðvikudag.Abdelhamid Abaaoud.Nordicphotos/AFPEnn er þó leitað að félaga hans, Salah Abdeslam, sem talinn er hafa tekið þátt í sprengjuárásunum á föstudag en sloppið til Belgíu. Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, sagði í gærkvöldi að yfirvöld í Frakklandi vissu ekki hvar Abdeslam væri niðurkominn, hvort hann væri í Belgíu, enn í Frakklandi eða annars staðar. Hann sagði einnig að nokkrir árásarmanna hefðu nýtt sér flóttamannavandann til að smeygja sér inn til Frakklands. „Við vitum ekki á þessu stigi rannsóknar hvort fleiri hópar eða einstaklingar sem tengjast störfum séu enn að störfum í París,“ sagði Valls enn fremur. Þá sagði Valls á þingi í gær að hætta sé á því að hryðjuverkamenn geri efnavopnaárásir í Evrópu. Valls útskýrði þetta þó ekki frekar, heldur lét sér nægja að segja að mögulega geti verið hætta á þessu hvenær sem er. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Staðfestir að Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu í St-Denis Franska saksóknaraembættið hefur staðfest að höfuðpaur árása föstudagsins hafi fallið í áhlaupi lögreglu í gærmorgun. 19. nóvember 2015 12:38 Hver var Abdel-Hamid Abu Oud? Eldri systir Abu Oud segir að hann hafi ekki sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga. 19. nóvember 2015 13:23 Ögrar hryðjuverkamönnunum með hjartnæmum skilaboðum um látna eiginkonu sína Helene Muyal-Leiris, eiginkona Antoine, var ein þeirra 89 sem féllu í árásinni á Bataclan í París á föstudag. 19. nóvember 2015 08:21 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Franska þingið samþykkti í gær að neyðarástand verði í gildi í landinu þrjá mánuði til viðbótar. François Hollande forseti lýsti yfir neyðarástandi um síðustu helgi, eftir að herskáir íslamistar höfðu myrt yfir hundrað manns í hryðjuverkum í París. Meðan neyðarástand er í gildi hefur franska lögreglan og önnur yfirvöld víðtækar heimildir til að herða eftirlit, gera húsleitir, handsama fólk, banna samkomur og jafnvel takmarka fréttaflutning. Frönsk yfirvöld hafa jafnframt staðfest að Abdelhamid Abaaoud, Belgíumaðurinn sem talinn er hafa lagt á ráðin um árásirnar í París, hafi látið lífið í áhlaupi lögreglunnar á íbúð í St. Denis hverfinu á miðvikudag.Abdelhamid Abaaoud.Nordicphotos/AFPEnn er þó leitað að félaga hans, Salah Abdeslam, sem talinn er hafa tekið þátt í sprengjuárásunum á föstudag en sloppið til Belgíu. Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, sagði í gærkvöldi að yfirvöld í Frakklandi vissu ekki hvar Abdeslam væri niðurkominn, hvort hann væri í Belgíu, enn í Frakklandi eða annars staðar. Hann sagði einnig að nokkrir árásarmanna hefðu nýtt sér flóttamannavandann til að smeygja sér inn til Frakklands. „Við vitum ekki á þessu stigi rannsóknar hvort fleiri hópar eða einstaklingar sem tengjast störfum séu enn að störfum í París,“ sagði Valls enn fremur. Þá sagði Valls á þingi í gær að hætta sé á því að hryðjuverkamenn geri efnavopnaárásir í Evrópu. Valls útskýrði þetta þó ekki frekar, heldur lét sér nægja að segja að mögulega geti verið hætta á þessu hvenær sem er.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Staðfestir að Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu í St-Denis Franska saksóknaraembættið hefur staðfest að höfuðpaur árása föstudagsins hafi fallið í áhlaupi lögreglu í gærmorgun. 19. nóvember 2015 12:38 Hver var Abdel-Hamid Abu Oud? Eldri systir Abu Oud segir að hann hafi ekki sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga. 19. nóvember 2015 13:23 Ögrar hryðjuverkamönnunum með hjartnæmum skilaboðum um látna eiginkonu sína Helene Muyal-Leiris, eiginkona Antoine, var ein þeirra 89 sem féllu í árásinni á Bataclan í París á föstudag. 19. nóvember 2015 08:21 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Staðfestir að Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu í St-Denis Franska saksóknaraembættið hefur staðfest að höfuðpaur árása föstudagsins hafi fallið í áhlaupi lögreglu í gærmorgun. 19. nóvember 2015 12:38
Hver var Abdel-Hamid Abu Oud? Eldri systir Abu Oud segir að hann hafi ekki sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga. 19. nóvember 2015 13:23
Ögrar hryðjuverkamönnunum með hjartnæmum skilaboðum um látna eiginkonu sína Helene Muyal-Leiris, eiginkona Antoine, var ein þeirra 89 sem féllu í árásinni á Bataclan í París á föstudag. 19. nóvember 2015 08:21