Ekki útlit fyrir að meira fé rati til Landspítalans Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. nóvember 2015 15:26 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sat fyrir svörum á þingi í morgun. vísir/pjetur Ekki er útlit fyrir að Landspítalinn fái meira fjármagn í fjárlögum næsta árs eins og Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, sagði að þörf væri á í nýjum pistli. Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag, þar sem hann sagði það þó í höndum Alþingis að auka framlag til heilbrigðismála.Páll Matthíason, forstjóri LandspítalansVísir/VilhelmSvigrúmið í laun „Það er rétt, forstjóri spítalans hefur tekið upp þessi mál við ráðuneytið og rætt þau. Við erum ekki að sjá það að við séum að fá það svigrúm við fjárlagagerðina að við getum mætt öllum ítrustu óskum spítalans, langur vegur frá,“ sagði Kristján Þór. Heilbrigðisráðherrann sagði að stór hluti þess svigrúms sem hefði verið færi í launabætur og vísaði þar til hækkana í þeim kjarasamningum sem gerðir voru í sumar og ákvörðunar gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga. „Ég hef lagt á það áherslu, númer eitt, tvö og þrjú, við fjárlagagerðina og vinnuna fyrir aðra umræðu, að fjármagna biðlistaaðgerðir, að vinna á þeim biðlistum sem höfðu safnast upp í kerfinu,“ sagði hann. „Það liggur fyrir að geta kerfisins er mjög misjafn eftir stofnunum og eftir aðgerðum.“Ekki ítrustu kröfur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, var sú sem spurði út í pistilinn, þar sem meðal annars kemur fram að 1.400 milljónir vanti í fjárframlög til spítalans til að hann geti starfað með eðlilegum hætti. Hafnaði hún því að um væri að ræða ítrustu kröfur spítalans, heldur væri um að ræða fjármuni sem þyrfti í reksturinn til að starfsemin gæti haldist gangandi.Kristján sagði að hann hefði lagt áherslu á heilsugæslustöðvar við undirbúning fjárlagafrumvarpsins, en spítalanum vantar nú fé.Visir/GVAKristján sagði það vera ljóst að hann hefði lagt áherslu á heilsugæsluna við fjárlagagerðina, sem þó væri nú komin úr höndum ríkisstjórnarinnar og í hendur þingsins. Kristján tók þó undir þau sjónarmiðum í grundvallaratriðum sem fram komu í pistli Páls, að peninga vantaði í kerfið. „Ég vil sömu leiðis segja það líka að áhersla mín við fjárlagagerðina fyrir árið 2016 […] lítur að heilsugæslunnar að þessu sinni, og hún hafi forgang,“ sagði hann. Sagði hann að sú áhersli myndi létta með einhverjum hætti álagið á Landspítalann.Heilsugæslan ekki boðin út Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði í morgun út í heilsugæslumál og hvort til stæði að bjóða út rekstur heilsugæslustöðva. Kristján sagði að það stæði ekki til að bjóða út rekstur þeirra þrettán heilsugæslustöðva sem hið opinbera rekur á höfuðborgarsvæðinu. Til greina kemur hins vegar að bjóða út rekstur nýrra heilsugæslustöðva sem kunna að verða opnaðar verða á næstunni. „Við erum að skoða möguleikann á að fjölga heilsugæslustöðvum í rekstri á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Kristján Þór í svari til Katrínar, sem bað um skýr svör frá ráðherranum um einkarekstur heilsugæslustöðva. Tvær heilsugæslustöðvar eru reknar af einkaaðilum í dag og sagði Kristján rekstur þeirra góðan, þó sérstaklega heilsugæslunnar í Salahverfi. Alþingi Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sjá meira
Ekki er útlit fyrir að Landspítalinn fái meira fjármagn í fjárlögum næsta árs eins og Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, sagði að þörf væri á í nýjum pistli. Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag, þar sem hann sagði það þó í höndum Alþingis að auka framlag til heilbrigðismála.Páll Matthíason, forstjóri LandspítalansVísir/VilhelmSvigrúmið í laun „Það er rétt, forstjóri spítalans hefur tekið upp þessi mál við ráðuneytið og rætt þau. Við erum ekki að sjá það að við séum að fá það svigrúm við fjárlagagerðina að við getum mætt öllum ítrustu óskum spítalans, langur vegur frá,“ sagði Kristján Þór. Heilbrigðisráðherrann sagði að stór hluti þess svigrúms sem hefði verið færi í launabætur og vísaði þar til hækkana í þeim kjarasamningum sem gerðir voru í sumar og ákvörðunar gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga. „Ég hef lagt á það áherslu, númer eitt, tvö og þrjú, við fjárlagagerðina og vinnuna fyrir aðra umræðu, að fjármagna biðlistaaðgerðir, að vinna á þeim biðlistum sem höfðu safnast upp í kerfinu,“ sagði hann. „Það liggur fyrir að geta kerfisins er mjög misjafn eftir stofnunum og eftir aðgerðum.“Ekki ítrustu kröfur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, var sú sem spurði út í pistilinn, þar sem meðal annars kemur fram að 1.400 milljónir vanti í fjárframlög til spítalans til að hann geti starfað með eðlilegum hætti. Hafnaði hún því að um væri að ræða ítrustu kröfur spítalans, heldur væri um að ræða fjármuni sem þyrfti í reksturinn til að starfsemin gæti haldist gangandi.Kristján sagði að hann hefði lagt áherslu á heilsugæslustöðvar við undirbúning fjárlagafrumvarpsins, en spítalanum vantar nú fé.Visir/GVAKristján sagði það vera ljóst að hann hefði lagt áherslu á heilsugæsluna við fjárlagagerðina, sem þó væri nú komin úr höndum ríkisstjórnarinnar og í hendur þingsins. Kristján tók þó undir þau sjónarmiðum í grundvallaratriðum sem fram komu í pistli Páls, að peninga vantaði í kerfið. „Ég vil sömu leiðis segja það líka að áhersla mín við fjárlagagerðina fyrir árið 2016 […] lítur að heilsugæslunnar að þessu sinni, og hún hafi forgang,“ sagði hann. Sagði hann að sú áhersli myndi létta með einhverjum hætti álagið á Landspítalann.Heilsugæslan ekki boðin út Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði í morgun út í heilsugæslumál og hvort til stæði að bjóða út rekstur heilsugæslustöðva. Kristján sagði að það stæði ekki til að bjóða út rekstur þeirra þrettán heilsugæslustöðva sem hið opinbera rekur á höfuðborgarsvæðinu. Til greina kemur hins vegar að bjóða út rekstur nýrra heilsugæslustöðva sem kunna að verða opnaðar verða á næstunni. „Við erum að skoða möguleikann á að fjölga heilsugæslustöðvum í rekstri á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Kristján Þór í svari til Katrínar, sem bað um skýr svör frá ráðherranum um einkarekstur heilsugæslustöðva. Tvær heilsugæslustöðvar eru reknar af einkaaðilum í dag og sagði Kristján rekstur þeirra góðan, þó sérstaklega heilsugæslunnar í Salahverfi.
Alþingi Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sjá meira