Birgitta segir Ólaf Ragnar hafa setið alltof lengi á forsetastóli Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2015 15:00 Kapteinn Pírata vill leggja forsetaembættið af og telur að Ólafur Ragnar eigi að hætta ala á sundrungu og ótta meðal þjóðarinnar. visir/valli/andri marino Bigitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, segir flokkinn ekki hafa mótað stefnu í málefnum þeim sem snúa að embætti forseta Íslands, þar eru skiptar skoðanir en hennar skoðun er sú að leggja beri embættið af. „Persónulega finnst mér óþarfi að vera með forseta. Betra væri ef málskotsrétturinn væri þjóðarinnar.“Hvorki Ólaf né Þorgrím, takk Píratar hafa lagt ríka áherslu á stjórnarskrármálið svokallað; að stefna beri að breytingum á stjórnarskrá þar sem til dæmis kveðið væri skýrt á um auðlindir í þjóðareign. Birgitta segir ekkert launungarmál að hún telji þar Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands vera Þránd í götu. Í gær greindi Vísir frá því að fyrsti forsetaframbjóðandinn væri búinn að gefa sig fram og er sá Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fyrirlesari. Vísir spurði Birgittu hvort hún myndi frekar kjósa Ólaf Ragnar eða Þorgrím Þráinsson, ef þessir tveir kostir væru þeir einu í boði? „Mér finnst Ólafur hafa setið á forsetastól allt of lengi. Ég myndi kjósa hvorugan. Hef annan í huga sem ég myndi vilja fá í framboð,“ segir Birgitta.Óæskileg afskiptasemi forsetans Ólafur Ragnar Grímsson hefur ekkert gefið út um það enn hvort hann hyggist sækjast eftir endurkjöri en framganga hans í kjölfar árásanna í París hefur vakið athygli; forsetinn hefur talað um að nú dugi ekki barnaskapur og einfeldni og ómögulegt að skilja hann öðru vísi en svo að herða beri tökin. „Mér finnst Ólafur Ragnar eigi að hætta að ala á ótta og sundrungu meðal þjóðarinnar. Við erum með bæði innan- og utanríkisráðherra sem eru vel til þess bær að svara spurningum um öryggismál þjóðarinnar innra sem ytra enda fara þau með þá málaflokka en ekki forseti vor. Þá ætti hann að hætta að reyna að hafa áhrif á störf þingsins nema að þjóðin biðji hann sérstaklega um að nýta sér málskotsréttinn,“ segir kapteinn Pírata um framgöngu forsetans. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ágústa Eva myndi gefa líf sitt fyrir bjargráð forseta í Icesave Skiptar skoðanir eru um ágæti forseta Íslands í menningarheimum. 24. nóvember 2015 17:45 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Einn þeirra fyrstu sem gefur sig fram sem væntanlegur forsetaframbjóðandi er kominn fram: Þorgrímur Þráinsson. 24. nóvember 2015 11:59 Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Prófessor segir orð forsetans hafa leitt til sundrungar á meðal þjóðarinnar "Það er nokkuð ljóst að forseti Íslands hefur hagað orðum sínum með þeim hætti að þau hafa frekar leitt til sundrungar í samfélaginu heldur en sameiningar,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor. 23. nóvember 2015 12:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Bigitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, segir flokkinn ekki hafa mótað stefnu í málefnum þeim sem snúa að embætti forseta Íslands, þar eru skiptar skoðanir en hennar skoðun er sú að leggja beri embættið af. „Persónulega finnst mér óþarfi að vera með forseta. Betra væri ef málskotsrétturinn væri þjóðarinnar.“Hvorki Ólaf né Þorgrím, takk Píratar hafa lagt ríka áherslu á stjórnarskrármálið svokallað; að stefna beri að breytingum á stjórnarskrá þar sem til dæmis kveðið væri skýrt á um auðlindir í þjóðareign. Birgitta segir ekkert launungarmál að hún telji þar Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands vera Þránd í götu. Í gær greindi Vísir frá því að fyrsti forsetaframbjóðandinn væri búinn að gefa sig fram og er sá Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fyrirlesari. Vísir spurði Birgittu hvort hún myndi frekar kjósa Ólaf Ragnar eða Þorgrím Þráinsson, ef þessir tveir kostir væru þeir einu í boði? „Mér finnst Ólafur hafa setið á forsetastól allt of lengi. Ég myndi kjósa hvorugan. Hef annan í huga sem ég myndi vilja fá í framboð,“ segir Birgitta.Óæskileg afskiptasemi forsetans Ólafur Ragnar Grímsson hefur ekkert gefið út um það enn hvort hann hyggist sækjast eftir endurkjöri en framganga hans í kjölfar árásanna í París hefur vakið athygli; forsetinn hefur talað um að nú dugi ekki barnaskapur og einfeldni og ómögulegt að skilja hann öðru vísi en svo að herða beri tökin. „Mér finnst Ólafur Ragnar eigi að hætta að ala á ótta og sundrungu meðal þjóðarinnar. Við erum með bæði innan- og utanríkisráðherra sem eru vel til þess bær að svara spurningum um öryggismál þjóðarinnar innra sem ytra enda fara þau með þá málaflokka en ekki forseti vor. Þá ætti hann að hætta að reyna að hafa áhrif á störf þingsins nema að þjóðin biðji hann sérstaklega um að nýta sér málskotsréttinn,“ segir kapteinn Pírata um framgöngu forsetans.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ágústa Eva myndi gefa líf sitt fyrir bjargráð forseta í Icesave Skiptar skoðanir eru um ágæti forseta Íslands í menningarheimum. 24. nóvember 2015 17:45 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Einn þeirra fyrstu sem gefur sig fram sem væntanlegur forsetaframbjóðandi er kominn fram: Þorgrímur Þráinsson. 24. nóvember 2015 11:59 Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Prófessor segir orð forsetans hafa leitt til sundrungar á meðal þjóðarinnar "Það er nokkuð ljóst að forseti Íslands hefur hagað orðum sínum með þeim hætti að þau hafa frekar leitt til sundrungar í samfélaginu heldur en sameiningar,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor. 23. nóvember 2015 12:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Ágústa Eva myndi gefa líf sitt fyrir bjargráð forseta í Icesave Skiptar skoðanir eru um ágæti forseta Íslands í menningarheimum. 24. nóvember 2015 17:45
95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Einn þeirra fyrstu sem gefur sig fram sem væntanlegur forsetaframbjóðandi er kominn fram: Þorgrímur Þráinsson. 24. nóvember 2015 11:59
Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30
Prófessor segir orð forsetans hafa leitt til sundrungar á meðal þjóðarinnar "Það er nokkuð ljóst að forseti Íslands hefur hagað orðum sínum með þeim hætti að þau hafa frekar leitt til sundrungar í samfélaginu heldur en sameiningar,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor. 23. nóvember 2015 12:00