Mikil gremja eldri borgara út í stjórnvöld! Björgvin Guðmundsson skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Það er mikil óánægja í dag meðal aldraðra með kjörin! Sumir hafa ekki nóg fyrir brýnustu nauðsynjum. En aðrir, mjög stór hópur eldri borgara, hafa fyrir öllum helstu útgjöldum en verða að horfa í hverja krónu og eiga erfitt með að veita sér nokkuð. Eldri borgurum svíður mjög, að þegar þeir eru búnir með sína starfsævi og komnir á eftirlaunaaldur, skuli þeir ekki geta haft viðunandi kjör. Eldri borgarar eiga það svo sannarlega inni hjá þjóðfélaginu, að þeir geti átt áhyggjulaust ævikvöld.Það verður að gera eitthvað róttækt! Ég hef skrifað um kjaramál eldri borgara í mörg ár en aldrei fengið eins mikil viðbrögð við greinum mínum eins og á þessu ári. Aldraðir láta í ljós óánægju með kjör sín. Það er mikil ólga og undiralda í þjóðfélaginu vegna slæmra kjara og áhugaleysis stjórnvalda á högum eldri borgara. Margir aldraðir segja: Það verður að gera eitthvað róttækt, stjórnvöld hafa hundsað okkur nógu lengi. Við verðum að fara í mál við ríkið eða bjóða fram. Þannig er tónninn. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavik og nágrenni er nú að kanna með lögfræðingum hvort grundvöllur er fyrir því séð fara í mál við ríkið vegna slæmra kjara þeirra eldri borgara sem verst eru staddir. Væntanlega verður komin niðurstaða i það mál fyrir áramót.Endar ná ekki saman Einhleypur eldri borgari, ekkjumaður, kom að máli við mig. Hann hefur rétt rúmar 200 þúsund krónur til ráðstöfunar eftir skatt á mánuði, samanlagðan lífeyri frá almannatryggingum og lífeyri frá lífeyrissjóði. Hann er með 60 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði en vegna þess sætir hann skerðingu um 36 þúsund krónur mánaðarlega hjá Tryggingastofnun, þannig að hann fær ekki þar nema 156 þúsund krónur á mánuði eftir skatt í stað 192ja þúsunda króna. Af þessum rúmlega 200 þúsund krónum þarf hann að greiða öll sín útgjöld, mat, fatnað, húsnæðiskostnað, rafmagn og hita, lyf, lækniskostnað, gjafir, kostnað við rekstur á bíl og fleira. Endar ná ekki saman hjá honum. Hann kveðst ekki hafa efni á að hreyfa bílinn. Hann á yfirleitt ekki fyrir bensíni, svo bíllinn er oftast óhreyfður.Verður að neita sér um margt Maður þessi greip til þess ráðs í fjárhagsvandræðum sínum að taka yfirdráttarlán í banka. Það bjargaði honum um tíma en var skammgóður vermir enda gífurlegur kostnaður af slíkum lánum. Nú hefur bankinn gjaldfellt yfirdráttarlánið og maðurinn er í sömu erfiðleikum og áður. Hann verður alltaf að neita sér um eitthvað eða draga það. Stundum er það lækniskostnaður eða lyfjakostnaður en oftast bensín á bílinn. Hann á erfitt með að kaupa nokkrar gjafir.Getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu Þessi eldri borgari getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Í dag þykir sjálfsagt að hafa tölvu og bíl en það má heita, að þessi eldri borgari hafi hvorugt, þar eð hann getur lítið sem ekkert hreyft bílinn. Og hann hefur ekki efni á tölvu. Það er verið að brjóta mannréttindi á þessum eldri borgara. Samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar á ríkið að aðstoða elli- og örorkulífeyrisþega, ef þarf. Það þarf í þessu tilviki.Verið að níðast á eldri borgurum Þessi eldri borgari vill fara í mál við ríkið vegna þeirrar kjaraskerðingar, sem hann hefur orðið fyrir í tíð fyrri ríkisstjórnar og þeirrar, sem nú situr. Hann hefur leitað til lögmanns, sem kannar málið fyrir hann. Margir hugsa sjálfsagt eins. Eldri borgarar eru gramir út í stjórnvöld, þar eð það er verið að níðast á þeim. Stjórnvöldum finnst sjálfsagt að láta aldraða og öryrkja sitja á hakanum. Þó engin leið sé að framfleyta sér á þeim lága lífeyri, sem stjórnvöld skammta lífeyrisþegum (192 þúsund krónur á mánuði eftir skatt til einhleypinga) þá hreyfa stjórnvöld hvorki legg né lið til þess að laga ástandið. Þau segjast ætla að gera það næsta ár! Það er of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun „Words are wind“ Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Sjá meira
Það er mikil óánægja í dag meðal aldraðra með kjörin! Sumir hafa ekki nóg fyrir brýnustu nauðsynjum. En aðrir, mjög stór hópur eldri borgara, hafa fyrir öllum helstu útgjöldum en verða að horfa í hverja krónu og eiga erfitt með að veita sér nokkuð. Eldri borgurum svíður mjög, að þegar þeir eru búnir með sína starfsævi og komnir á eftirlaunaaldur, skuli þeir ekki geta haft viðunandi kjör. Eldri borgarar eiga það svo sannarlega inni hjá þjóðfélaginu, að þeir geti átt áhyggjulaust ævikvöld.Það verður að gera eitthvað róttækt! Ég hef skrifað um kjaramál eldri borgara í mörg ár en aldrei fengið eins mikil viðbrögð við greinum mínum eins og á þessu ári. Aldraðir láta í ljós óánægju með kjör sín. Það er mikil ólga og undiralda í þjóðfélaginu vegna slæmra kjara og áhugaleysis stjórnvalda á högum eldri borgara. Margir aldraðir segja: Það verður að gera eitthvað róttækt, stjórnvöld hafa hundsað okkur nógu lengi. Við verðum að fara í mál við ríkið eða bjóða fram. Þannig er tónninn. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavik og nágrenni er nú að kanna með lögfræðingum hvort grundvöllur er fyrir því séð fara í mál við ríkið vegna slæmra kjara þeirra eldri borgara sem verst eru staddir. Væntanlega verður komin niðurstaða i það mál fyrir áramót.Endar ná ekki saman Einhleypur eldri borgari, ekkjumaður, kom að máli við mig. Hann hefur rétt rúmar 200 þúsund krónur til ráðstöfunar eftir skatt á mánuði, samanlagðan lífeyri frá almannatryggingum og lífeyri frá lífeyrissjóði. Hann er með 60 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði en vegna þess sætir hann skerðingu um 36 þúsund krónur mánaðarlega hjá Tryggingastofnun, þannig að hann fær ekki þar nema 156 þúsund krónur á mánuði eftir skatt í stað 192ja þúsunda króna. Af þessum rúmlega 200 þúsund krónum þarf hann að greiða öll sín útgjöld, mat, fatnað, húsnæðiskostnað, rafmagn og hita, lyf, lækniskostnað, gjafir, kostnað við rekstur á bíl og fleira. Endar ná ekki saman hjá honum. Hann kveðst ekki hafa efni á að hreyfa bílinn. Hann á yfirleitt ekki fyrir bensíni, svo bíllinn er oftast óhreyfður.Verður að neita sér um margt Maður þessi greip til þess ráðs í fjárhagsvandræðum sínum að taka yfirdráttarlán í banka. Það bjargaði honum um tíma en var skammgóður vermir enda gífurlegur kostnaður af slíkum lánum. Nú hefur bankinn gjaldfellt yfirdráttarlánið og maðurinn er í sömu erfiðleikum og áður. Hann verður alltaf að neita sér um eitthvað eða draga það. Stundum er það lækniskostnaður eða lyfjakostnaður en oftast bensín á bílinn. Hann á erfitt með að kaupa nokkrar gjafir.Getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu Þessi eldri borgari getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Í dag þykir sjálfsagt að hafa tölvu og bíl en það má heita, að þessi eldri borgari hafi hvorugt, þar eð hann getur lítið sem ekkert hreyft bílinn. Og hann hefur ekki efni á tölvu. Það er verið að brjóta mannréttindi á þessum eldri borgara. Samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar á ríkið að aðstoða elli- og örorkulífeyrisþega, ef þarf. Það þarf í þessu tilviki.Verið að níðast á eldri borgurum Þessi eldri borgari vill fara í mál við ríkið vegna þeirrar kjaraskerðingar, sem hann hefur orðið fyrir í tíð fyrri ríkisstjórnar og þeirrar, sem nú situr. Hann hefur leitað til lögmanns, sem kannar málið fyrir hann. Margir hugsa sjálfsagt eins. Eldri borgarar eru gramir út í stjórnvöld, þar eð það er verið að níðast á þeim. Stjórnvöldum finnst sjálfsagt að láta aldraða og öryrkja sitja á hakanum. Þó engin leið sé að framfleyta sér á þeim lága lífeyri, sem stjórnvöld skammta lífeyrisþegum (192 þúsund krónur á mánuði eftir skatt til einhleypinga) þá hreyfa stjórnvöld hvorki legg né lið til þess að laga ástandið. Þau segjast ætla að gera það næsta ár! Það er of seint.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun