Klúður utanríkisráðherrans Össur Skarphéðinsson skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson er staddur í mjög hættulegum persónulegum leiðangri gegn Þróunarsamvinnustofnun þar sem allar meginreglur stjórnsýslunnar eru brotnar. Í fyrstu virtust rök hans þau, að stofnunin væri ekki nógu vel rekin, tvíverknaður væri í gangi milli hennar og ráðuneytisins, og hann ýjaði með myrkum hætti að því að stofnunin gengi ekki í takt við utanríkisstefnu hans sjálfs. Á Alþingi gat hann ekki fært rök fyrir neinu af þessu. Sjálfstæð rannsókn utanríkismálanefndar fann heldur engin dæmi um ofangreint. Þvert á móti lauk Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður nefndarinnar, sérstöku lofsorði á stofnunina. Skoðun nefndarinnar leiddi í ljós að ÞSSÍ er fyrirmyndarstofnun, sem hlýtur hvarvetna lof, heima og erlendis, ekki síst fyrir nýmæli sem miklu stærri þjóðir vilja taka til eftirdæmis. Bestu einkunn hlaut hún þó þegar stórþjóðir vildu leggja henni til næstum þúsund milljónir króna til samlags við verkefni hennar. ÞSSÍ heldur sig innan fjárlaga og Ríkisendurskoðun gefur henni ítrekað góða umsögn. Hlálegast var þó, að hagræðið sem átti að skapast, og ráðherra varð tíðrætt um í upphafi, er ekkert. Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytis segir umbúðalaust að enginn sparnaður verði af því að leggja stofnunina niður. Þegar ofangreindum dylgjum ráðherrans var hrundið var næsta haldreipi hans að halda því fram að frumvarpið um að leggja stofnunina niður byggðist á ábendingum frá s.k. þróunarsamvinnunefnd OECD. En þegar það álit er lesið kemur í ljós, eins og ASÍ benti á í umsögn sinni, að þar eru hvergi tillögur, vísbendingar, ekki einu sinni ábendingar, um að rétt sé að leggja stofnunina niður. Skv. því er tillagan því byggð á hrapallegum misskilningi, þar sem ráðherrann hefur annaðhvort ekki skilið enskuna, eða ekki lesið skýrsluna. Svona stjórnsýsluklúður myndi ekki einu sinni gerast í vanþróuðustu ríkjum heims.Niðurlægðir starfsmenn Við þessu hefur ráðherrann brugðist með hálfgerðu stríði við starfsmenn stofnunarinnar. Hann niðurlægir þá með ýmsu móti. RÚV sló því þannig upp sem stórfrétt að ráðherrann neitaði að taka yfirstjórn stofnunarinnar með sér þegar hann heimsótti samvinnulönd hennar í Afríku. Það hafði aldrei gerst áður. Hann dinglaði nettri hótun yfir forstjóranum þegar hann lét þess getið að yrði frumvarpið ekki samþykkt, þá yrði forstjórinn ekki ráðinn áfram! – Hvers konar stjórnsýsla er þetta eiginlega? Við undirbúning málsins gætti ráðherrann þess vandlega að leita ekki til fræðimanna við HÍ sem gjörþekkja þróunarsamvinnu og hafa rannsakað um árabil. Álit þeirra, sem barst utanríkismálanefnd, var algerlega á hinn veginn. Háskóli Íslands varaði við því að ÞSSÍ yrði lögð niður, kallaði það „bráðræði“ og lagði þess í stað til að stofnunin yrði efld. Þar að auki brýtur tillaga ráðherrans algerlega gegn áratuga leiðbeiningum Ríkisendurskoðunar um að eftirlit og framkvæmd sé ekki á sömu hendi. Það er því ekki að ófyrirsynju að Gagnsæi – samtök gegn spillingu – hafa eindregið varað við tillögu ráðherrans, sem ætlar að taka verkefni ÞSSÍ, sem fara með mikið fjármagn, beint inn i ráðuneytið til sín. Frumvarpið um að leggja niður ÞSSÍ er versta þingmál sem ég hef séð í 25 ár. Það er algerlega óhugsað, illa undirbúið, og virðist skýrt dæmi um duttlungafulla geðþóttaákvörðun þar sem engin fagleg rök eru til staðar. Svona er ekki hægt að kalla annað en klúður af verstu tegund. Er þetta Nýja Ísland? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson er staddur í mjög hættulegum persónulegum leiðangri gegn Þróunarsamvinnustofnun þar sem allar meginreglur stjórnsýslunnar eru brotnar. Í fyrstu virtust rök hans þau, að stofnunin væri ekki nógu vel rekin, tvíverknaður væri í gangi milli hennar og ráðuneytisins, og hann ýjaði með myrkum hætti að því að stofnunin gengi ekki í takt við utanríkisstefnu hans sjálfs. Á Alþingi gat hann ekki fært rök fyrir neinu af þessu. Sjálfstæð rannsókn utanríkismálanefndar fann heldur engin dæmi um ofangreint. Þvert á móti lauk Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður nefndarinnar, sérstöku lofsorði á stofnunina. Skoðun nefndarinnar leiddi í ljós að ÞSSÍ er fyrirmyndarstofnun, sem hlýtur hvarvetna lof, heima og erlendis, ekki síst fyrir nýmæli sem miklu stærri þjóðir vilja taka til eftirdæmis. Bestu einkunn hlaut hún þó þegar stórþjóðir vildu leggja henni til næstum þúsund milljónir króna til samlags við verkefni hennar. ÞSSÍ heldur sig innan fjárlaga og Ríkisendurskoðun gefur henni ítrekað góða umsögn. Hlálegast var þó, að hagræðið sem átti að skapast, og ráðherra varð tíðrætt um í upphafi, er ekkert. Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytis segir umbúðalaust að enginn sparnaður verði af því að leggja stofnunina niður. Þegar ofangreindum dylgjum ráðherrans var hrundið var næsta haldreipi hans að halda því fram að frumvarpið um að leggja stofnunina niður byggðist á ábendingum frá s.k. þróunarsamvinnunefnd OECD. En þegar það álit er lesið kemur í ljós, eins og ASÍ benti á í umsögn sinni, að þar eru hvergi tillögur, vísbendingar, ekki einu sinni ábendingar, um að rétt sé að leggja stofnunina niður. Skv. því er tillagan því byggð á hrapallegum misskilningi, þar sem ráðherrann hefur annaðhvort ekki skilið enskuna, eða ekki lesið skýrsluna. Svona stjórnsýsluklúður myndi ekki einu sinni gerast í vanþróuðustu ríkjum heims.Niðurlægðir starfsmenn Við þessu hefur ráðherrann brugðist með hálfgerðu stríði við starfsmenn stofnunarinnar. Hann niðurlægir þá með ýmsu móti. RÚV sló því þannig upp sem stórfrétt að ráðherrann neitaði að taka yfirstjórn stofnunarinnar með sér þegar hann heimsótti samvinnulönd hennar í Afríku. Það hafði aldrei gerst áður. Hann dinglaði nettri hótun yfir forstjóranum þegar hann lét þess getið að yrði frumvarpið ekki samþykkt, þá yrði forstjórinn ekki ráðinn áfram! – Hvers konar stjórnsýsla er þetta eiginlega? Við undirbúning málsins gætti ráðherrann þess vandlega að leita ekki til fræðimanna við HÍ sem gjörþekkja þróunarsamvinnu og hafa rannsakað um árabil. Álit þeirra, sem barst utanríkismálanefnd, var algerlega á hinn veginn. Háskóli Íslands varaði við því að ÞSSÍ yrði lögð niður, kallaði það „bráðræði“ og lagði þess í stað til að stofnunin yrði efld. Þar að auki brýtur tillaga ráðherrans algerlega gegn áratuga leiðbeiningum Ríkisendurskoðunar um að eftirlit og framkvæmd sé ekki á sömu hendi. Það er því ekki að ófyrirsynju að Gagnsæi – samtök gegn spillingu – hafa eindregið varað við tillögu ráðherrans, sem ætlar að taka verkefni ÞSSÍ, sem fara með mikið fjármagn, beint inn i ráðuneytið til sín. Frumvarpið um að leggja niður ÞSSÍ er versta þingmál sem ég hef séð í 25 ár. Það er algerlega óhugsað, illa undirbúið, og virðist skýrt dæmi um duttlungafulla geðþóttaákvörðun þar sem engin fagleg rök eru til staðar. Svona er ekki hægt að kalla annað en klúður af verstu tegund. Er þetta Nýja Ísland?
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun