Ásta Guðrún: „Að stjórna internetinu eins og að smala köttum“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. nóvember 2015 11:16 Ásta Guðrún gerði orð Eyglóar að umtalsefni á þingi í morgun. Vísir/Vilhelm Tvær grímur runnu á Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingkonu Pírata, þegar hún las orð Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um að ræða þurfi takmörkun tjáningarfrelsisins. Þetta gerði hún að umtalsefni í umræðum um störf þingsins í morgun. Sjá einnig: Eygló vill koma böndum á netiðUmmælin sem Ásta Guðrún vísaði til lét Eygló falla á jafnréttisþingi sem haldið var í gær. Þar kallaði Eygló eftir aðgerðum gegn hatursorðræðu. Eygló velti því upp í gær hvort takmarka eigi tjáningarfrelsið.Vísir/Vilhelm Gæti verið nauðsynlegt að takmarka tjáningarfrelsið „Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón að grassera í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður og vinnur þannig gegn markmiðum okkar um jöfn tækifæri allra til þátttöku í lýðræðislegri umræðu,“ sagði ráðherrann í ræðu sinni á þinginu. „Við þurfum einnig að ræða hvenær geti talist nauðsynlegt að takmarka tjáningarfrelsið og við þurfum að ræða hvernig við getum komið böndum á hatursorðræðu á netinu þar sem gerendur eiga auðvelt með að komast hjá lögum og reglum, til dæmis með því að vista klámsíður í löndum með takmarkaða löggjöf og oftar en ekki fela þeir sig í skjóli nafnleysis,“ sagði hún einnig. Uppræta hatrið með tjáningu Ásta Guðrún tók undir að taka þyrfti umræðu um hvort grípa ætti til einhverra aðgerða. „Já, ég held að það sé alveg rétt hjá hæstvirtum velferðarráðherra að við þurfum að ræða það hvort eða hvernig við ætlum að takmarka eina af grunnstoðum lýðræðisins sem er forsenda fyrir því að við getum átt í upplýstum samræðum,“ sagði hún. „Eins og við Píratar höfum oft bent á þá er það að stjórna internetinu eins og að smala köttum og það er ekkert sem er að fara að gerast; hvorki fræðilega séð né í raunveruleikanum. Internetið hagar sér bara þannig að það er ekki hægt að stjórna því eins og maður vill stjórna öllu öðru fólki,“ sagði hún. Ásta sagði að eina vopnið gegn tjáningu sem við viljum ekki að sé á yfirborðinu sé að ræða málin meira. „Uppræta hatursorðræðu með tjáningu,“ sagði hún. Alþingi Tengdar fréttir Eygló vill koma böndum á netið Orð Eyglóar Harðardóttur ráðherra vekja hörð viðbrögð en hún vill reisa tjáningarfrelsinu skorður. 26. nóvember 2015 11:46 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Tvær grímur runnu á Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingkonu Pírata, þegar hún las orð Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um að ræða þurfi takmörkun tjáningarfrelsisins. Þetta gerði hún að umtalsefni í umræðum um störf þingsins í morgun. Sjá einnig: Eygló vill koma böndum á netiðUmmælin sem Ásta Guðrún vísaði til lét Eygló falla á jafnréttisþingi sem haldið var í gær. Þar kallaði Eygló eftir aðgerðum gegn hatursorðræðu. Eygló velti því upp í gær hvort takmarka eigi tjáningarfrelsið.Vísir/Vilhelm Gæti verið nauðsynlegt að takmarka tjáningarfrelsið „Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón að grassera í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður og vinnur þannig gegn markmiðum okkar um jöfn tækifæri allra til þátttöku í lýðræðislegri umræðu,“ sagði ráðherrann í ræðu sinni á þinginu. „Við þurfum einnig að ræða hvenær geti talist nauðsynlegt að takmarka tjáningarfrelsið og við þurfum að ræða hvernig við getum komið böndum á hatursorðræðu á netinu þar sem gerendur eiga auðvelt með að komast hjá lögum og reglum, til dæmis með því að vista klámsíður í löndum með takmarkaða löggjöf og oftar en ekki fela þeir sig í skjóli nafnleysis,“ sagði hún einnig. Uppræta hatrið með tjáningu Ásta Guðrún tók undir að taka þyrfti umræðu um hvort grípa ætti til einhverra aðgerða. „Já, ég held að það sé alveg rétt hjá hæstvirtum velferðarráðherra að við þurfum að ræða það hvort eða hvernig við ætlum að takmarka eina af grunnstoðum lýðræðisins sem er forsenda fyrir því að við getum átt í upplýstum samræðum,“ sagði hún. „Eins og við Píratar höfum oft bent á þá er það að stjórna internetinu eins og að smala köttum og það er ekkert sem er að fara að gerast; hvorki fræðilega séð né í raunveruleikanum. Internetið hagar sér bara þannig að það er ekki hægt að stjórna því eins og maður vill stjórna öllu öðru fólki,“ sagði hún. Ásta sagði að eina vopnið gegn tjáningu sem við viljum ekki að sé á yfirborðinu sé að ræða málin meira. „Uppræta hatursorðræðu með tjáningu,“ sagði hún.
Alþingi Tengdar fréttir Eygló vill koma böndum á netið Orð Eyglóar Harðardóttur ráðherra vekja hörð viðbrögð en hún vill reisa tjáningarfrelsinu skorður. 26. nóvember 2015 11:46 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Eygló vill koma böndum á netið Orð Eyglóar Harðardóttur ráðherra vekja hörð viðbrögð en hún vill reisa tjáningarfrelsinu skorður. 26. nóvember 2015 11:46