Endurbótalán er að sliga Dómkirkjuna Garðar ÖrnÚlfarsson skrifar 10. nóvember 2015 07:00 Danskur tígulsteinn sem notaður var í stækkun Dómkirkjunnar um miðja nítjándu öld veðraðist illa og var skipt út fyrir grágrýti fyrir um fimmtán árum. Fréttablaðið/GVA Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur og Marinó Þorsteinsson, formaður sóknarnefndar, segja söfnuðinn ekki standa undir afborgunum af láni sem tekið var vegna endurbóta á kirkjunni og biðja fjárlaganefnd Alþingis um aukið framlag. Fram kemur í bréfi Hjálmars og Marinós til fjárlaganefndar að umfangsmiklar endurbætur sem gerðar voru á Dómkirkjunni á árunum 1999 og 2000 hafi kostað 210 milljónir króna. Meðal annars var skipt út dönskum tígulsteini fyrir íslenskan grástein á þeim hluta kirkjunnar sem stækkaður var árin 1846 og 1847.Safnaðarheimili Dómkirkjunnar sem er í hluta gamla Iðnaðarmannafélagshússins við Lækjargötu var veðsett vegna endurbóta á kirkjunni. Fréttablaðið/GVA„Fjármögnun að hálfu, um það bil 100 milljónir króna, var sparnaður af hálfu safnaðarins, gjafafé og nokkur opinber framlög. Eftirstöðvarnar, sirka 110 milljónir, voru teknar að láni hjá SPRON. Lánið er verðtryggt, með veði í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a (Iðnaðarmannafélagshúsinu),“ rekja Hjálmar og Marinó í bréfi sínu. Fram kemur að Alþingi hafi samþykkt að ríkissjóður borgaði 5 milljónir króna í láninu á hverju ári og að sú greiðsla myndi hækka í takt við lánskjaravísitölu. Framlagið hafi þó verið skorið niður og sé 4,7 milljónir á þessu ári. „Nú er svo komið að lán þetta er orðið mjög íþyngjandi fyrir söfnuðinn,“ skrifa Hjálmar og Marinó. „Sóknargjöld hafa dregist verulega saman bæði vegna skerðingar og einnig vegna fækkunar sóknarbarna. Alltaf hefur þó verið staðið í skilum en þó þurfti að lengja í láninu fyrir nokkrum árum. Þetta tókst með því að skera svo verulega niður í safnaðarstarfinu að orðið er alls óviðunandi fyrir dómkirkju landsins.“Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur Fréttablaðið/ValliUndanfarin ár hefur Dómkirkjan verið rekin með halla, segja Hjálmar og Marinó. Nú sé ekki lengur hægt að standa í skilum með lánið og ekki fyrirséð hvernig halda eigi safnaðarstarfinu uppi. Dómkirkjan sé ekki aðeins sóknarkirkja tæplega fjögur þúsund manna, heldur einnig kirkja biskups, Alþingis og þjóðarinnar allrar. „Ekki er okkur kunnugt um að endurreisn dómkirkna meðal þjóðanna í okkar heimshluta sé greidd af söfnuði kirkjunnar meðal einnar kynslóðar,“ undirstrika þeir séra Hjálmar og Marinó sóknarnefndarformaður. Alþingi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur og Marinó Þorsteinsson, formaður sóknarnefndar, segja söfnuðinn ekki standa undir afborgunum af láni sem tekið var vegna endurbóta á kirkjunni og biðja fjárlaganefnd Alþingis um aukið framlag. Fram kemur í bréfi Hjálmars og Marinós til fjárlaganefndar að umfangsmiklar endurbætur sem gerðar voru á Dómkirkjunni á árunum 1999 og 2000 hafi kostað 210 milljónir króna. Meðal annars var skipt út dönskum tígulsteini fyrir íslenskan grástein á þeim hluta kirkjunnar sem stækkaður var árin 1846 og 1847.Safnaðarheimili Dómkirkjunnar sem er í hluta gamla Iðnaðarmannafélagshússins við Lækjargötu var veðsett vegna endurbóta á kirkjunni. Fréttablaðið/GVA„Fjármögnun að hálfu, um það bil 100 milljónir króna, var sparnaður af hálfu safnaðarins, gjafafé og nokkur opinber framlög. Eftirstöðvarnar, sirka 110 milljónir, voru teknar að láni hjá SPRON. Lánið er verðtryggt, með veði í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a (Iðnaðarmannafélagshúsinu),“ rekja Hjálmar og Marinó í bréfi sínu. Fram kemur að Alþingi hafi samþykkt að ríkissjóður borgaði 5 milljónir króna í láninu á hverju ári og að sú greiðsla myndi hækka í takt við lánskjaravísitölu. Framlagið hafi þó verið skorið niður og sé 4,7 milljónir á þessu ári. „Nú er svo komið að lán þetta er orðið mjög íþyngjandi fyrir söfnuðinn,“ skrifa Hjálmar og Marinó. „Sóknargjöld hafa dregist verulega saman bæði vegna skerðingar og einnig vegna fækkunar sóknarbarna. Alltaf hefur þó verið staðið í skilum en þó þurfti að lengja í láninu fyrir nokkrum árum. Þetta tókst með því að skera svo verulega niður í safnaðarstarfinu að orðið er alls óviðunandi fyrir dómkirkju landsins.“Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur Fréttablaðið/ValliUndanfarin ár hefur Dómkirkjan verið rekin með halla, segja Hjálmar og Marinó. Nú sé ekki lengur hægt að standa í skilum með lánið og ekki fyrirséð hvernig halda eigi safnaðarstarfinu uppi. Dómkirkjan sé ekki aðeins sóknarkirkja tæplega fjögur þúsund manna, heldur einnig kirkja biskups, Alþingis og þjóðarinnar allrar. „Ekki er okkur kunnugt um að endurreisn dómkirkna meðal þjóðanna í okkar heimshluta sé greidd af söfnuði kirkjunnar meðal einnar kynslóðar,“ undirstrika þeir séra Hjálmar og Marinó sóknarnefndarformaður.
Alþingi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira