Ísland og norðurslóðir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Breytingarnar á norðurskautinu eru mun örari en nokkurn óraði fyrir að gæti orðið fyrir einungis fáum árum. Bráðnun heimskautaíssins og sú stóraukna skipaumferð sem af hefur hlotist um norðurpól, auðlindir sem stórþjóðir hafa augastað á undir hafsbotni og í jörðu – að ekki sé minnst á afdrif lífstofna í hafinu sem strandríkin byggja afkomu sína á – allt hefur þetta gert mönnum æ betur ljóst hve mikið er í húfi fyrir vistkerfi og efnahag Norðurslóðaríkja. Ágirnd á auðæfum Norðurslóða Æ fleiri ríki, stofnanir og samtök ásælast hlut í gæðum og möguleikum norðurslóða, ekki síst með auðlindanýtingu fyrir augum. Samhliða eru valdastjórnmál farin að yfirskyggja samvinnu ríkja, eftir því sem stórveldin gera sig meira gildandi í norðurslóðamálefnum. Stórþjóðir hafa skilgreint norðurskautið sem hernaðarlega mikilvægt og hernaðarleg viðvera hefur færst þar í aukana. Að sama skapi hafa æ fleiri þjóðir séð ástæðu til þess að árétta fullveldi sitt og hagsmuni tengda nýtingu. Við svo búið verða Norðurlöndin að taka sér stöðu og gæta hagsmuna sinna og samningsstöðu gagnvart umheiminum. Það er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að efla og bæta samstarf Norðurlanda í umhverfis- og öryggismálum á norðurslóðum. 5 ríkja samstarf eða Norðurskautsráð? Hið svokallaða 5 ríkja samstarf um norðurskautsmálefnin er eitt dæmi um það hvernig valdastjórnmál eru að verða ógn við ríkjasamvinnu í málefnum norðurslóða. Kanada, Banaríkin, Rússland, Danmörk og Noregur hafa myndað með sér samráðsvettvang, en undanskilið Íslendinga, Svía, Finna og frumbyggjasamtökin. Til hliðar við þennan vettvang starfar svo Norðurskautsráðið, en í því eru öll norðurslóðaríkin átta: Ísland, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Danmörk, Bandaríkin, Kanada og Rússland. Þar eiga frumbyggjasamtök norðurskautsins einnig sína fulltrúa og ýmsir fleiri. Meðal aðildar- og áheyrnaraðila Norðurskautsráðsins eru 10 af 11 stærstu hagkerfum heims, 6 af 15 stærstu olíuframleiðsluríkjum heims og 9 af 20 stærstu fiskveiðiþjóðum heims. Norðurskautsráðið er þess vegna vettvangurinn þar sem samráð þjóðanna á að eiga sér stað um málefni norðurslóða. Það er mikilvægt fyrir hagsmuni Norðurlanda að styrkja Norðurskautsráðið. Augljóst er að strandríkin, ekki síst Íslendingar og frumbyggjaþjóðirnar, eiga mikið undir því hvernig mál þróast á norðurslóðum. Hagsmunir Íslands eru nátengdir samgöngum til og frá landinu og auðlindanýtingu á borð við fiskveiðar. Ísland er til dæmis 17da stærsta fiskveiðiþjóð heims. Ísland á kröfu til land- og hafsvæða norðan heimskautsbaugs, enda er efnahagslögsaga okkar innan norðurskautsvæðisins og nær til Grænlandshafs við Norður-Íshaf. Rannsóknir og samstarf – ekki valdastjórnmál 5-ríkja samstarfið hefur verið okkur þyrnir í augum af tveim ástæðum. Sú fyrsta er augljós, við eigum þar enga aðkomu. Hin ástæðan er að það hefur aukið spennu og tortryggni í samskiptum landa. Framkoma Rússa í austanverðri Evrópu hefur ekki bætt úr þeirri skák, og undirstrikar einnig nauðsyn þess að Norðurlönd og Vesturlönd standi saman á öllum sviðum. Er nú svo komið að jafnvel Bandaríkjamenn hafa látið í ljósi áhyggjur af því að kannski sé 5-ríkja samráðsvettvangurinn full ráðríkur með tilliti til minni þjóðanna sem eiga mikið undir. Það er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að valdastjórnmálum sé vikið til hliðar í málefnum norðurslóða, þar sem svo geigvænlegar umhverfisbreytingar eru að eiga sér stað. Á móti þarf að efla milliríkjasamstarf um rannsóknir og vöktun á svæðinu svo ákvarðanir framtíðar byggist á vísindalegri þekkingu. Um þetta ættu Íslendingar að hafa forgöngu, því við eigum að vera leiðandi í málefnum norðurslóða á grundvelli fagmennsku, þekkingar og ábyrgrar umhverfisstefnu. Afkoma okkar og framtíð getur oltið á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Undirliggjandi verðbólguþrýstingur“ – afsökun fyrir háum vöxtum? Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Breytingarnar á norðurskautinu eru mun örari en nokkurn óraði fyrir að gæti orðið fyrir einungis fáum árum. Bráðnun heimskautaíssins og sú stóraukna skipaumferð sem af hefur hlotist um norðurpól, auðlindir sem stórþjóðir hafa augastað á undir hafsbotni og í jörðu – að ekki sé minnst á afdrif lífstofna í hafinu sem strandríkin byggja afkomu sína á – allt hefur þetta gert mönnum æ betur ljóst hve mikið er í húfi fyrir vistkerfi og efnahag Norðurslóðaríkja. Ágirnd á auðæfum Norðurslóða Æ fleiri ríki, stofnanir og samtök ásælast hlut í gæðum og möguleikum norðurslóða, ekki síst með auðlindanýtingu fyrir augum. Samhliða eru valdastjórnmál farin að yfirskyggja samvinnu ríkja, eftir því sem stórveldin gera sig meira gildandi í norðurslóðamálefnum. Stórþjóðir hafa skilgreint norðurskautið sem hernaðarlega mikilvægt og hernaðarleg viðvera hefur færst þar í aukana. Að sama skapi hafa æ fleiri þjóðir séð ástæðu til þess að árétta fullveldi sitt og hagsmuni tengda nýtingu. Við svo búið verða Norðurlöndin að taka sér stöðu og gæta hagsmuna sinna og samningsstöðu gagnvart umheiminum. Það er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að efla og bæta samstarf Norðurlanda í umhverfis- og öryggismálum á norðurslóðum. 5 ríkja samstarf eða Norðurskautsráð? Hið svokallaða 5 ríkja samstarf um norðurskautsmálefnin er eitt dæmi um það hvernig valdastjórnmál eru að verða ógn við ríkjasamvinnu í málefnum norðurslóða. Kanada, Banaríkin, Rússland, Danmörk og Noregur hafa myndað með sér samráðsvettvang, en undanskilið Íslendinga, Svía, Finna og frumbyggjasamtökin. Til hliðar við þennan vettvang starfar svo Norðurskautsráðið, en í því eru öll norðurslóðaríkin átta: Ísland, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Danmörk, Bandaríkin, Kanada og Rússland. Þar eiga frumbyggjasamtök norðurskautsins einnig sína fulltrúa og ýmsir fleiri. Meðal aðildar- og áheyrnaraðila Norðurskautsráðsins eru 10 af 11 stærstu hagkerfum heims, 6 af 15 stærstu olíuframleiðsluríkjum heims og 9 af 20 stærstu fiskveiðiþjóðum heims. Norðurskautsráðið er þess vegna vettvangurinn þar sem samráð þjóðanna á að eiga sér stað um málefni norðurslóða. Það er mikilvægt fyrir hagsmuni Norðurlanda að styrkja Norðurskautsráðið. Augljóst er að strandríkin, ekki síst Íslendingar og frumbyggjaþjóðirnar, eiga mikið undir því hvernig mál þróast á norðurslóðum. Hagsmunir Íslands eru nátengdir samgöngum til og frá landinu og auðlindanýtingu á borð við fiskveiðar. Ísland er til dæmis 17da stærsta fiskveiðiþjóð heims. Ísland á kröfu til land- og hafsvæða norðan heimskautsbaugs, enda er efnahagslögsaga okkar innan norðurskautsvæðisins og nær til Grænlandshafs við Norður-Íshaf. Rannsóknir og samstarf – ekki valdastjórnmál 5-ríkja samstarfið hefur verið okkur þyrnir í augum af tveim ástæðum. Sú fyrsta er augljós, við eigum þar enga aðkomu. Hin ástæðan er að það hefur aukið spennu og tortryggni í samskiptum landa. Framkoma Rússa í austanverðri Evrópu hefur ekki bætt úr þeirri skák, og undirstrikar einnig nauðsyn þess að Norðurlönd og Vesturlönd standi saman á öllum sviðum. Er nú svo komið að jafnvel Bandaríkjamenn hafa látið í ljósi áhyggjur af því að kannski sé 5-ríkja samráðsvettvangurinn full ráðríkur með tilliti til minni þjóðanna sem eiga mikið undir. Það er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að valdastjórnmálum sé vikið til hliðar í málefnum norðurslóða, þar sem svo geigvænlegar umhverfisbreytingar eru að eiga sér stað. Á móti þarf að efla milliríkjasamstarf um rannsóknir og vöktun á svæðinu svo ákvarðanir framtíðar byggist á vísindalegri þekkingu. Um þetta ættu Íslendingar að hafa forgöngu, því við eigum að vera leiðandi í málefnum norðurslóða á grundvelli fagmennsku, þekkingar og ábyrgrar umhverfisstefnu. Afkoma okkar og framtíð getur oltið á því.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun „Undirliggjandi verðbólguþrýstingur“ – afsökun fyrir háum vöxtum? Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun