Ferðakostnaður: Um gagnsæi og innihald Ögmundur Jónasson skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Fréttablaðið óskaði nýlega eftir að fá að vita um ferðir alþingismanna til útlanda og greiðslur til þeirra sem fara í slíkar ferðir og í kjölfarið fjallaði blaðið um efnið og kom ég þar á meðal annarra við sögu. Ég er þeirrar skoðunar að útgjöld hins opinbera eigi að vera nákvæmlega þetta: Opinber. Spurningin er svo hvort Fréttablaðið kunni að vera of þröngt og misvísandi í nálgun sinni. Ég hallast að því.Vegagerðin spilltust? Fyrir nokkrum árum var mikil umfjöllun um akstursgreiðslur hjá hinu opinbera. Réttilega var bent á að þess væru dæmi að kjaraívilnanir væri að finna í þessum greiðslum þótt þegar á heildina litið væru þetta greiðslur vegna útlagðs kostnaðar starfsmanna. Í umfjöllun sumra fjölmiðlamanna var þetta þó iðulega lagt til jafns við spillingu og á Alþingi var spurt hvaða stofnun ríkisins gengi lengst í þessu efni, með öðrum orðum væri spilltust. Og viti menn Vegagerðin var þarna ofarlega ef ekki efst á blaði. Vegna þess að þar væri spillingin mest? Nei, að sjálfsögðu ekki. Heldur vegna hins að þar snerist starfið hjá mörgum um að keyra um vegakerfi landsins í starfslegum erindagjörðum, iðulega á eigin bifreiðum þegar það þótti hagkvæmara en að setja ríkisbíl undir hvern rass. Akstursgreiðslur eru til að koma í veg fyrir að hlutaðeigandi starfsmaður þurfi að greiða úr eigin vasa tilkostnað við starf sitt og eru dagpeningar og annar ferðakostnaður að sjálfsögðu af sama toga.Eiga fundirnir rétt á sér? Fréttablaðið er svolítið í spillingargírnum í nálgun sinni varðandi ferðakostnað alþingismanna. Fréttamaður segir sínar farir ekki sléttar í viðureign sinni við Alþingi: „Fréttablaðið hefur því farið yfir allar fundargerðir á vef Alþingis frá fundum erlendis. Þar sem þingmenn fá einnig greidda dagpeninga á þeim degi sem flug þeirra og ferðalag stendur yfir bendir allt til þess að dagpeningagreiðslur þingmanna séu mun hærri en hér kemur fram og að fjöldi ferðadaga þingmanna sé vanáætlaður í þessari úttekt.“ Meintur glæpur Alþingis sýnist mér hafa verið að segja aðeins til um hvaða reglur giltu um fjármögnun utanferða. Fréttablaðið vildi kennitölur. Ekki er ég mótfallinn því. Mér finnst sjálfsagt að ferðalög þingmanna á vegum skattgreiðenda séu til skoðunar og umræðu í fjölmiðlum, ekki síður en aðrar greiðslur til þeirra. En hvernig væri að nálgast málið líka á annan hátt og spyrja um mikilvægi funda? Og fyrst farið er að rýna í fundargerðir eins og fram kemur í framangreindri tilvitnun, hvers vegna ekki skoða þær efnislega og grennslast fyrir um hvað menn eru að gera á þessum fundum og reyna að meta hvers virði þeir eru?Orðið við óskum Fréttablaðsins Og kem ég þar að umfjöllun Fréttablaðsins þar sem utanferðir mínar eru tíundaðar. Þessa grein skrifa ég reyndar til að verða við óskum blaðsins um gagnsæi. Því þær eiga rétt á sér. Ég er einn af fulltrúum Íslands á þingi Evrópuráðsins og sit auk þess í fjórum nefndum á vegum ráðsins, heilbrigðis- og félagsmálanefnd, flóttamannanefnd, eftirlitsnefnd og nefnd um lög og reglur Evrópuráðsins. Þetta þýðir að ég sæki vikulöng þing Evrópuráðsins fjórum sinnum á ári og þrisvar til fjórum sinnum sæki ég nefndafundi. Þetta kostar tæpar tvær milljónir króna á ári hverju og skiptist á síðasta ári þannig hvað mig varðar: Fargjöld: 847.958kr. Dagpeningar: 660.779 kr. Hótel: 473.612 kr. Samtals: 1.982.349 kr.Á að hætta samstarfinu? Fulltrúar Íslands á þingi Evrópuráðsins eru þrír og án þess að gera mitt framlag að umtalsefni, það geta menn kynnt sér í skrifum mínum að loknum nánast öllum fundum og ráðstefnum sem ég hef sótt, þá vil ég fullyrða að samþingmenn mínir í þessu starfi leggja mikið og gott starf af mörkum. En ræðum málið fyrir alla muni. Vilja menn að við hættum þessu samstarfi? Ekki vil ég það. Vil reyndar að við eflum þetta starf en þess má geta að við erum eina þjóðin af 47 aðildarríkjum Evrópuráðsins sem ekki hefur sendifulltrúa í þessari miðstöð mannréttinda. Á mannréttindastarfið í Strasbourg vil ég leggja áherslu en síður á starf á vegum Evrópusambandsins sem að undanförnu hefur verið stóraukið. Ég er sömuleiðis því fylgjandi að við endurskoðum aðkomu okkar að NATO og hugsanlega einhverri annarri starfsemi á erlendum vettvangi. Annað ber hugsanlega að efla. Ég hvet Fréttablaðið til umfjöllunar um þessi mál.Ræðum innihaldið Ég styð það að ferðareikningar alþingismanna séu uppi á borði og sýnilegir. En ég hvet til þess að umræðan um þá verði látin hverfast um tilgang og innihald. Ef eitthvað hins vegar er óeðlilegt í greiðslum til alþingismanna eða annarra og skattlagningu slíkra greiðslna, þá þarf að sjálfsögðu að taka þá umræðu undanbragðalaust og ef eitthvað er ekki sem skyldi í því efni þarf að laga það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið óskaði nýlega eftir að fá að vita um ferðir alþingismanna til útlanda og greiðslur til þeirra sem fara í slíkar ferðir og í kjölfarið fjallaði blaðið um efnið og kom ég þar á meðal annarra við sögu. Ég er þeirrar skoðunar að útgjöld hins opinbera eigi að vera nákvæmlega þetta: Opinber. Spurningin er svo hvort Fréttablaðið kunni að vera of þröngt og misvísandi í nálgun sinni. Ég hallast að því.Vegagerðin spilltust? Fyrir nokkrum árum var mikil umfjöllun um akstursgreiðslur hjá hinu opinbera. Réttilega var bent á að þess væru dæmi að kjaraívilnanir væri að finna í þessum greiðslum þótt þegar á heildina litið væru þetta greiðslur vegna útlagðs kostnaðar starfsmanna. Í umfjöllun sumra fjölmiðlamanna var þetta þó iðulega lagt til jafns við spillingu og á Alþingi var spurt hvaða stofnun ríkisins gengi lengst í þessu efni, með öðrum orðum væri spilltust. Og viti menn Vegagerðin var þarna ofarlega ef ekki efst á blaði. Vegna þess að þar væri spillingin mest? Nei, að sjálfsögðu ekki. Heldur vegna hins að þar snerist starfið hjá mörgum um að keyra um vegakerfi landsins í starfslegum erindagjörðum, iðulega á eigin bifreiðum þegar það þótti hagkvæmara en að setja ríkisbíl undir hvern rass. Akstursgreiðslur eru til að koma í veg fyrir að hlutaðeigandi starfsmaður þurfi að greiða úr eigin vasa tilkostnað við starf sitt og eru dagpeningar og annar ferðakostnaður að sjálfsögðu af sama toga.Eiga fundirnir rétt á sér? Fréttablaðið er svolítið í spillingargírnum í nálgun sinni varðandi ferðakostnað alþingismanna. Fréttamaður segir sínar farir ekki sléttar í viðureign sinni við Alþingi: „Fréttablaðið hefur því farið yfir allar fundargerðir á vef Alþingis frá fundum erlendis. Þar sem þingmenn fá einnig greidda dagpeninga á þeim degi sem flug þeirra og ferðalag stendur yfir bendir allt til þess að dagpeningagreiðslur þingmanna séu mun hærri en hér kemur fram og að fjöldi ferðadaga þingmanna sé vanáætlaður í þessari úttekt.“ Meintur glæpur Alþingis sýnist mér hafa verið að segja aðeins til um hvaða reglur giltu um fjármögnun utanferða. Fréttablaðið vildi kennitölur. Ekki er ég mótfallinn því. Mér finnst sjálfsagt að ferðalög þingmanna á vegum skattgreiðenda séu til skoðunar og umræðu í fjölmiðlum, ekki síður en aðrar greiðslur til þeirra. En hvernig væri að nálgast málið líka á annan hátt og spyrja um mikilvægi funda? Og fyrst farið er að rýna í fundargerðir eins og fram kemur í framangreindri tilvitnun, hvers vegna ekki skoða þær efnislega og grennslast fyrir um hvað menn eru að gera á þessum fundum og reyna að meta hvers virði þeir eru?Orðið við óskum Fréttablaðsins Og kem ég þar að umfjöllun Fréttablaðsins þar sem utanferðir mínar eru tíundaðar. Þessa grein skrifa ég reyndar til að verða við óskum blaðsins um gagnsæi. Því þær eiga rétt á sér. Ég er einn af fulltrúum Íslands á þingi Evrópuráðsins og sit auk þess í fjórum nefndum á vegum ráðsins, heilbrigðis- og félagsmálanefnd, flóttamannanefnd, eftirlitsnefnd og nefnd um lög og reglur Evrópuráðsins. Þetta þýðir að ég sæki vikulöng þing Evrópuráðsins fjórum sinnum á ári og þrisvar til fjórum sinnum sæki ég nefndafundi. Þetta kostar tæpar tvær milljónir króna á ári hverju og skiptist á síðasta ári þannig hvað mig varðar: Fargjöld: 847.958kr. Dagpeningar: 660.779 kr. Hótel: 473.612 kr. Samtals: 1.982.349 kr.Á að hætta samstarfinu? Fulltrúar Íslands á þingi Evrópuráðsins eru þrír og án þess að gera mitt framlag að umtalsefni, það geta menn kynnt sér í skrifum mínum að loknum nánast öllum fundum og ráðstefnum sem ég hef sótt, þá vil ég fullyrða að samþingmenn mínir í þessu starfi leggja mikið og gott starf af mörkum. En ræðum málið fyrir alla muni. Vilja menn að við hættum þessu samstarfi? Ekki vil ég það. Vil reyndar að við eflum þetta starf en þess má geta að við erum eina þjóðin af 47 aðildarríkjum Evrópuráðsins sem ekki hefur sendifulltrúa í þessari miðstöð mannréttinda. Á mannréttindastarfið í Strasbourg vil ég leggja áherslu en síður á starf á vegum Evrópusambandsins sem að undanförnu hefur verið stóraukið. Ég er sömuleiðis því fylgjandi að við endurskoðum aðkomu okkar að NATO og hugsanlega einhverri annarri starfsemi á erlendum vettvangi. Annað ber hugsanlega að efla. Ég hvet Fréttablaðið til umfjöllunar um þessi mál.Ræðum innihaldið Ég styð það að ferðareikningar alþingismanna séu uppi á borði og sýnilegir. En ég hvet til þess að umræðan um þá verði látin hverfast um tilgang og innihald. Ef eitthvað hins vegar er óeðlilegt í greiðslum til alþingismanna eða annarra og skattlagningu slíkra greiðslna, þá þarf að sjálfsögðu að taka þá umræðu undanbragðalaust og ef eitthvað er ekki sem skyldi í því efni þarf að laga það.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun