Áætlunin úr skorðum Sveinn Arnarsson skrifar 19. nóvember 2015 07:00 29 af 127 þingmálum ríkisstjórnarinnar eru komin til þings. Þrátt fyrir málaþurrð helst starfsáætlun þingsins ekki sem samþykkt var af öllum flokkum. vísir/ernir Önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fer ekki fram í þingsal næstkomandi fimmtudag eins og áætlun þingsins gerði ráð fyrir. Fjárlagafrumvarpið berst ekki fjárlaganefnd í tæka tíð svo hægt sé að vinna það fyrir þann tíma. Þetta er mat Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru ellefu þingdagar eftir þar til þingið fer í jólafrí. Fréttablaðið hefur greint frá því að aðeins 29 þingmál ríkisstjórnarinnar séu komin til þings en ríkisstjórnin áætlaði að koma 129 málum til þings fyrir jólafrí. Oddný Harðardóttir segir lítið að gerast í þinginu og því sé það skandall að þurfa að fresta umræðu um fjárlög vegna seinagangs.Oddný Harðardóttir„Við erum enn að bíða eftir húsnæðisfrumvörpum Eyglóar Harðardóttur og það hefur ekkert komið frá henni. Ekkert hefur komið heldur frá menntamálaráðherra né iðnaðar- og viðskiptaráðherra,“ segir Oddný. „Síðan bíðum við nú eftir tillögum frá ríkisstjórn um breytingar á fjárlögum. Við vitum ekki hvar áherslur hennar eru. Það er því ljóst að ef önnur umræða dregst þá lendum við í tímahraki við að afgreiða þessi frumvörp fyrir jól. Við viljum ekki lenda í því sem nú er að raungerast því það kemur niður á vinnu þingsins. Í rauninni er þetta bullandi skandall og heimatilbúinn vandi verklausrar ríkisstjórnar.“Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndarVigdís Hauksdóttir segir ekki við fjárlaganefnd að sakast í þessum efnum. Starfsáætlun þingsins sé alltaf sett upp en aldrei náist að standa við hana. „Það er alveg ljóst að þegar um svo mikilvægt frumvarp er að ræða, eins og fjárlög hvers árs eru, munum við í fjárlaganefnd taka okkar tíma við að vinna í frumvarpinu, bæði við álit nefndarinnar sem og breytingartillögur,“ segir Vigdís. „Það er því alveg ljóst í mínum huga að umræður munu ekki fara fram í næstu viku um fjárlög og því gengur dagskráin ekki upp. Ég ítreka að það er mjög mikilvægt að fjárlaganefnd taki sér tíma til að vinna sína vinnu vel og af festu.“ Alþingi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fer ekki fram í þingsal næstkomandi fimmtudag eins og áætlun þingsins gerði ráð fyrir. Fjárlagafrumvarpið berst ekki fjárlaganefnd í tæka tíð svo hægt sé að vinna það fyrir þann tíma. Þetta er mat Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru ellefu þingdagar eftir þar til þingið fer í jólafrí. Fréttablaðið hefur greint frá því að aðeins 29 þingmál ríkisstjórnarinnar séu komin til þings en ríkisstjórnin áætlaði að koma 129 málum til þings fyrir jólafrí. Oddný Harðardóttir segir lítið að gerast í þinginu og því sé það skandall að þurfa að fresta umræðu um fjárlög vegna seinagangs.Oddný Harðardóttir„Við erum enn að bíða eftir húsnæðisfrumvörpum Eyglóar Harðardóttur og það hefur ekkert komið frá henni. Ekkert hefur komið heldur frá menntamálaráðherra né iðnaðar- og viðskiptaráðherra,“ segir Oddný. „Síðan bíðum við nú eftir tillögum frá ríkisstjórn um breytingar á fjárlögum. Við vitum ekki hvar áherslur hennar eru. Það er því ljóst að ef önnur umræða dregst þá lendum við í tímahraki við að afgreiða þessi frumvörp fyrir jól. Við viljum ekki lenda í því sem nú er að raungerast því það kemur niður á vinnu þingsins. Í rauninni er þetta bullandi skandall og heimatilbúinn vandi verklausrar ríkisstjórnar.“Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndarVigdís Hauksdóttir segir ekki við fjárlaganefnd að sakast í þessum efnum. Starfsáætlun þingsins sé alltaf sett upp en aldrei náist að standa við hana. „Það er alveg ljóst að þegar um svo mikilvægt frumvarp er að ræða, eins og fjárlög hvers árs eru, munum við í fjárlaganefnd taka okkar tíma við að vinna í frumvarpinu, bæði við álit nefndarinnar sem og breytingartillögur,“ segir Vigdís. „Það er því alveg ljóst í mínum huga að umræður munu ekki fara fram í næstu viku um fjárlög og því gengur dagskráin ekki upp. Ég ítreka að það er mjög mikilvægt að fjárlaganefnd taki sér tíma til að vinna sína vinnu vel og af festu.“
Alþingi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira