Hundrað þingmál ráðherra ekki komin fram og ekkert frá þremur ráðherrum Sveinn Arnarsson skrifar 4. nóvember 2015 07:00 Aðeins 29 þingmál ráðherra eru komin fram til þings af þeim 127 sem þeir áætluðu að leggja fram á þessu haustþingi. Sautján reglulegir þingfundardagar eru eftir af þingfundum Alþingis þar til þingið fer í jólafrí. Alls bíða því 98 lagafrumvörp, skýrslur og þingsályktunartillögur ráðherra í ríkisstjórninni eftir að koma til þings. Samkvæmt starfsáætlun þingsins þurfa mál að berast skrifstofu þingsins fyrir lok nóvembermánaðar eigi að taka þau á dagskrá fyrir jól. Síðasti þingfundur er áætlaður 11. desember. Þarf því þingið að halda vel á spöðunum ef öll þessi mál eiga að komast á dagskrá þingsins á þessu hausti. Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar farmtíðar, segir ólíklegt að allur þessi fjöldi komi fram. „Ég lít á þennan þingmálalista ríkisstjórnarinnar sem einhvers konar óskalista hennar um mál sem hún gæti hugsað sér að koma með fyrir þingið,“ segir Brynhildur. „Rólegt hefur verið yfir þessari ríkisstjórn á yfirstandandi þingi og líklegt að við munum sjá fjölda þessara mála koma fram á vorþingi.“ Þrír ráðherrar hafa ekki komið fram með neitt af þeim málum sem þeir ætluðu sér að koma fram með á þessu þingi. Það eru Eygló Harðardóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Illugi Gunnarsson. Hins vegar hafa Gunnar Bragi Sveinsson, Ólöf Nordal og Bjarni Benediktsson lagt fram flest mál. Þessir þrír ráðherrar hafa samtals komið fram með 20 þingmál af þeim 29 sem hafa komið til kasta þingsins það sem af er. Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati tekur í sama streng og Brynhildur um vinnubrögð þingsins og spyr hvar ríkisstjórnin sé því lítið sé að gera í þinginu nú um stundir. „Miðað við þau þing sem ég hef setið finn ég hvað það kemur lítið af málum frá ríkisstjórninni. Svo koma þau fram kannski löngu eftir sett tímamörk þannig að við getum alveg séð þau koma fram einhvern tímann seinna,“ segir Helgi, en telur þetta geta komið niður á vinnunni. „Þessi rólega tíð gefur manni að minnsta kosti tíma til að skoða vel þau mál sem hafa þó komið fyrir þingið. En ég hef miklar áhyggjur af því að fjöldi mála komi seint og það kosti mikla orku og tíma að komast yfir allan málafjöldann. Því mun ekki gefast tími fyrir lítinn þingflokk að kafa ofan í mál og vinna vinnuna sína nægilega vel,“ segir Helgi Hrafn. Alþingi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Aðeins 29 þingmál ráðherra eru komin fram til þings af þeim 127 sem þeir áætluðu að leggja fram á þessu haustþingi. Sautján reglulegir þingfundardagar eru eftir af þingfundum Alþingis þar til þingið fer í jólafrí. Alls bíða því 98 lagafrumvörp, skýrslur og þingsályktunartillögur ráðherra í ríkisstjórninni eftir að koma til þings. Samkvæmt starfsáætlun þingsins þurfa mál að berast skrifstofu þingsins fyrir lok nóvembermánaðar eigi að taka þau á dagskrá fyrir jól. Síðasti þingfundur er áætlaður 11. desember. Þarf því þingið að halda vel á spöðunum ef öll þessi mál eiga að komast á dagskrá þingsins á þessu hausti. Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar farmtíðar, segir ólíklegt að allur þessi fjöldi komi fram. „Ég lít á þennan þingmálalista ríkisstjórnarinnar sem einhvers konar óskalista hennar um mál sem hún gæti hugsað sér að koma með fyrir þingið,“ segir Brynhildur. „Rólegt hefur verið yfir þessari ríkisstjórn á yfirstandandi þingi og líklegt að við munum sjá fjölda þessara mála koma fram á vorþingi.“ Þrír ráðherrar hafa ekki komið fram með neitt af þeim málum sem þeir ætluðu sér að koma fram með á þessu þingi. Það eru Eygló Harðardóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Illugi Gunnarsson. Hins vegar hafa Gunnar Bragi Sveinsson, Ólöf Nordal og Bjarni Benediktsson lagt fram flest mál. Þessir þrír ráðherrar hafa samtals komið fram með 20 þingmál af þeim 29 sem hafa komið til kasta þingsins það sem af er. Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati tekur í sama streng og Brynhildur um vinnubrögð þingsins og spyr hvar ríkisstjórnin sé því lítið sé að gera í þinginu nú um stundir. „Miðað við þau þing sem ég hef setið finn ég hvað það kemur lítið af málum frá ríkisstjórninni. Svo koma þau fram kannski löngu eftir sett tímamörk þannig að við getum alveg séð þau koma fram einhvern tímann seinna,“ segir Helgi, en telur þetta geta komið niður á vinnunni. „Þessi rólega tíð gefur manni að minnsta kosti tíma til að skoða vel þau mál sem hafa þó komið fyrir þingið. En ég hef miklar áhyggjur af því að fjöldi mála komi seint og það kosti mikla orku og tíma að komast yfir allan málafjöldann. Því mun ekki gefast tími fyrir lítinn þingflokk að kafa ofan í mál og vinna vinnuna sína nægilega vel,“ segir Helgi Hrafn.
Alþingi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira