Afríka verður illa úti vegna samdráttar í Kína Lars Christensen skrifar 4. nóvember 2015 10:15 Velgengnissaga sem sjaldan er sögð úr hinu hnattræna hagkerfi síðustu tuttugu ára hefur verið Afríka. Af þeim tuttugu hagkerfum sem vaxið hafa hraðast í heiminum síðustu tvo áratugi er helmingurinn í Afríku. Mikilvægasti þátturinn í velgengni Afríku er sennilega sú staðreynd að lok kalda stríðsins, snemma á 10. áratug síðustu aldar, þýddu að stuðningi vesturveldanna og austurblokkarinnar við einræðisstjórnir í Afríku var hætt, og afleiðingin var sú að lýðræði – þótt ófullkomið sé – hefur smám saman breiðst út um Afríku og um leið meiri virðing fyrir réttarríkinu. Annar mjög mikilvægur þáttur er skörp hækkun á hrávöruverði í heiminum sem átti sér stað frá því seint á 10. áratugnum og til 2008. Og þar sem mörg Afríkuríki eru hrávöruútflytjendur hafa þau hagnast gríðarlega á hækkandi olíuverði. Hækkunin á hrávöruverði hefur að sjálfsögðu að miklu leyti verið afleiðing af mjög miklum hagvexti í Kína síðan snemma á 10. áratugnum. Þess vegna eru sterk tengsl á milli mikils kínversks hagvaxtar og hærra hrávöruverðs, sem aftur hefur stutt við hagvöxt í Afríku. En það eru líka sterkari tengsl á milli Afríku og Kína – miklar beinar fjárfestingar Kínverja í Afríku. En gæfan gæti verið á þrotum.Samdráttur í Kína slær á hagvöxt í Afríku Hægt hefur verulega á hagvexti í Kína á síðustu árum og það er ástæða til að ætla að samdrátturinn haldi áfram næstu áratugi þar sem Kína stendur frammi fyrir alvarlegum kerfislægum mótbyr, sérstaklega vegna mjög neikvæðrar mannfjöldaþróunar. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Afríku. Annars vegar hefur hrávöruverð hrapað samfara samdrættinum í Kína og hins vegar hefur komið fram aukinn þrýstingur á beinar fjárfestingar Kínverja í Afríku. Þannig hafa fjárfestingar Kínverja, samkvæmt mati sumra, minnkað um allt að 85% á þessu ári. „Kínverska áfallið“ hefur komið fram bæði á fjármálamörkuðum – þar sem gjaldmiðlar Afríku hafa veikst verulega á þessu ári – og í samdrætti hagvaxtar í Afríku. Svo með samdrætti í Kína er meðbyrinn að breytast í mótvind fyrir Afríku og það hefur ekki aðeins áhrif á markaði og hagvöxt heldur er líklegt að það hafi neikvæð pólitísk áhrif. Þegar þrengir að hagvexti er því líklegt að við sjáum aukin vandamál í ríkisfjármálum um alla Afríku og því fylgir aukin efnahagsleg óvissa og getur auðveldlega aukið pólitíska spennu í mörgum af viðkvæmustu lýðræðisríkjum Afríku. Niðurstaðan: Afríka hefur verið velgengnissaga sem sjaldan er sögð, en nú kunnum við að standa á krossgötum þar sem auðveldir kostir eru ekki lengur í boði. Að því sögðu: Mörg ríki Afríku hafa gert raunverulegar endurbætur á síðustu tíu til fimmtán árum og vonandi gerir það þeim kleift að komast í gegnum þrengingarnar þegar samdrátturinn heldur áfram í Kína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Velgengnissaga sem sjaldan er sögð úr hinu hnattræna hagkerfi síðustu tuttugu ára hefur verið Afríka. Af þeim tuttugu hagkerfum sem vaxið hafa hraðast í heiminum síðustu tvo áratugi er helmingurinn í Afríku. Mikilvægasti þátturinn í velgengni Afríku er sennilega sú staðreynd að lok kalda stríðsins, snemma á 10. áratug síðustu aldar, þýddu að stuðningi vesturveldanna og austurblokkarinnar við einræðisstjórnir í Afríku var hætt, og afleiðingin var sú að lýðræði – þótt ófullkomið sé – hefur smám saman breiðst út um Afríku og um leið meiri virðing fyrir réttarríkinu. Annar mjög mikilvægur þáttur er skörp hækkun á hrávöruverði í heiminum sem átti sér stað frá því seint á 10. áratugnum og til 2008. Og þar sem mörg Afríkuríki eru hrávöruútflytjendur hafa þau hagnast gríðarlega á hækkandi olíuverði. Hækkunin á hrávöruverði hefur að sjálfsögðu að miklu leyti verið afleiðing af mjög miklum hagvexti í Kína síðan snemma á 10. áratugnum. Þess vegna eru sterk tengsl á milli mikils kínversks hagvaxtar og hærra hrávöruverðs, sem aftur hefur stutt við hagvöxt í Afríku. En það eru líka sterkari tengsl á milli Afríku og Kína – miklar beinar fjárfestingar Kínverja í Afríku. En gæfan gæti verið á þrotum.Samdráttur í Kína slær á hagvöxt í Afríku Hægt hefur verulega á hagvexti í Kína á síðustu árum og það er ástæða til að ætla að samdrátturinn haldi áfram næstu áratugi þar sem Kína stendur frammi fyrir alvarlegum kerfislægum mótbyr, sérstaklega vegna mjög neikvæðrar mannfjöldaþróunar. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Afríku. Annars vegar hefur hrávöruverð hrapað samfara samdrættinum í Kína og hins vegar hefur komið fram aukinn þrýstingur á beinar fjárfestingar Kínverja í Afríku. Þannig hafa fjárfestingar Kínverja, samkvæmt mati sumra, minnkað um allt að 85% á þessu ári. „Kínverska áfallið“ hefur komið fram bæði á fjármálamörkuðum – þar sem gjaldmiðlar Afríku hafa veikst verulega á þessu ári – og í samdrætti hagvaxtar í Afríku. Svo með samdrætti í Kína er meðbyrinn að breytast í mótvind fyrir Afríku og það hefur ekki aðeins áhrif á markaði og hagvöxt heldur er líklegt að það hafi neikvæð pólitísk áhrif. Þegar þrengir að hagvexti er því líklegt að við sjáum aukin vandamál í ríkisfjármálum um alla Afríku og því fylgir aukin efnahagsleg óvissa og getur auðveldlega aukið pólitíska spennu í mörgum af viðkvæmustu lýðræðisríkjum Afríku. Niðurstaðan: Afríka hefur verið velgengnissaga sem sjaldan er sögð, en nú kunnum við að standa á krossgötum þar sem auðveldir kostir eru ekki lengur í boði. Að því sögðu: Mörg ríki Afríku hafa gert raunverulegar endurbætur á síðustu tíu til fimmtán árum og vonandi gerir það þeim kleift að komast í gegnum þrengingarnar þegar samdrátturinn heldur áfram í Kína.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun