Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2015 15:59 Hjúkrunarfræðingurinn kemur í dómsal í dag. vísir/vilhelm Yfirlæknir á gjörgæslu þegar maður lét lífið þann 3. október 2012 segist fyrst hafa komið að málinu morguninn eftir. Þá hafi hún fengið tilkynningu frá vakthafandi lækni að sjúklingurinn hefði látist um kvöldið og það hefði orðið ákveðin yfirsjón í umönnun. Hjúkrunarfræðingur á vakt sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Yfirlæknirinn, Alma Dagbjört Möller, sagði fyrir dómi í dag hún hafi tilkynnt framkvæmdastjóra lækninga að óvænt dauðsfall hefði átt sér stað og grunur væri um að það hefði verið vegna yfirsjónar í umönnun. Framkvæmdastjóri lækninga hafði síðan samband við lögreglu sem tók málið til rannsóknar. Talventillinn sem hafði verið settur upp í sjúklingnum var til að venja hann af öndunarvél. Ventillinn viðheldur jákvæðum þrýstingi við útöndun þannig að lungu haldast betur opin. Talventlar gera það að verkum að sjúklingurinn getur tjáð sig ef hann hefur til þess kraft. Ef loftið í belgnum sem fylgir talventlinum getur sjúklingurinn ekki andað frá sér og þá hleðst loft í brjóstkassann sem hefur áhrif á lungna og hjartastarfsemi. Taldi köfnun í fyrstu vera dánarorsök Þegar Alma var spurð út í dánarorsök taldi hún í fyrstu að það hefði verið vegna köfnunar, þar sem sjúklingurinn hefði getað andað frá sér en eftir því sem lengri tími hefur liðið frá atburðinum hefði hún fengið efasemdir. Þær hefðu meðal annars vaknað eftir að hún fékk að sjá krufningarskýrslu frá lögreglu. „Það er svo margt sem hefur fengið mig til að efast," sagði yfirlæknirinn þáverandi. Sagði hún að ef loft hefði hlaðist upp í brjóstkassanum hefðu átt að koma fram punktblæðingar í andliti og augum en það hefði ekki verið. Þá hefðu lungun átt að falla saman miðað við þennan þrýsting og hefði það átt að sjást á krufningu en svo hefði ekki verið. „Ég hef fengið efasemdir," sagði hún. Röð atburða í flóknu umhverfi Hún sagði ekki hægt að kenna einni manneskju um þegar svona fer úrskeiðis. Þetta sé röð atburða í gífurlega flóknum umhverfi að yfirsjón verður. Starfsmaðurinn þarf að fara frá, slökkt er á viðvörunarhljóði í vaktara og fleira í þeim dúr. Almba sagði að það væri hennar mat að ekki ætti að vera slökkt á viðvörunarhljóði vegna súrefnismettunar á vaktaranum. Hún segist hafa reynt að fá skýringar á því hvers vegna svo var og hvenær var slökkt á hljóðinu. Var vaktarinn sendur út til framleiðandans í Þýskalandi, skoðaðir voru svokallaðir log fælar en ekkert hefði fengist úr þeirri skoðun, hvorki hvort eða hvenær var slökkt á viðvörunarhljóðinu eða hvort bilun hefði orðið í tækinu. Spurð út í ástand sjúklings var sagði Alma hann hafa verið fjölveikan og það hefði verið álitamál hvort hann hefði átt að undirgangast svo stóra aðgerð. Var honum vart hugað líf eftir aðgerðina en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Yfirlæknir á gjörgæslu þegar maður lét lífið þann 3. október 2012 segist fyrst hafa komið að málinu morguninn eftir. Þá hafi hún fengið tilkynningu frá vakthafandi lækni að sjúklingurinn hefði látist um kvöldið og það hefði orðið ákveðin yfirsjón í umönnun. Hjúkrunarfræðingur á vakt sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Yfirlæknirinn, Alma Dagbjört Möller, sagði fyrir dómi í dag hún hafi tilkynnt framkvæmdastjóra lækninga að óvænt dauðsfall hefði átt sér stað og grunur væri um að það hefði verið vegna yfirsjónar í umönnun. Framkvæmdastjóri lækninga hafði síðan samband við lögreglu sem tók málið til rannsóknar. Talventillinn sem hafði verið settur upp í sjúklingnum var til að venja hann af öndunarvél. Ventillinn viðheldur jákvæðum þrýstingi við útöndun þannig að lungu haldast betur opin. Talventlar gera það að verkum að sjúklingurinn getur tjáð sig ef hann hefur til þess kraft. Ef loftið í belgnum sem fylgir talventlinum getur sjúklingurinn ekki andað frá sér og þá hleðst loft í brjóstkassann sem hefur áhrif á lungna og hjartastarfsemi. Taldi köfnun í fyrstu vera dánarorsök Þegar Alma var spurð út í dánarorsök taldi hún í fyrstu að það hefði verið vegna köfnunar, þar sem sjúklingurinn hefði getað andað frá sér en eftir því sem lengri tími hefur liðið frá atburðinum hefði hún fengið efasemdir. Þær hefðu meðal annars vaknað eftir að hún fékk að sjá krufningarskýrslu frá lögreglu. „Það er svo margt sem hefur fengið mig til að efast," sagði yfirlæknirinn þáverandi. Sagði hún að ef loft hefði hlaðist upp í brjóstkassanum hefðu átt að koma fram punktblæðingar í andliti og augum en það hefði ekki verið. Þá hefðu lungun átt að falla saman miðað við þennan þrýsting og hefði það átt að sjást á krufningu en svo hefði ekki verið. „Ég hef fengið efasemdir," sagði hún. Röð atburða í flóknu umhverfi Hún sagði ekki hægt að kenna einni manneskju um þegar svona fer úrskeiðis. Þetta sé röð atburða í gífurlega flóknum umhverfi að yfirsjón verður. Starfsmaðurinn þarf að fara frá, slökkt er á viðvörunarhljóði í vaktara og fleira í þeim dúr. Almba sagði að það væri hennar mat að ekki ætti að vera slökkt á viðvörunarhljóði vegna súrefnismettunar á vaktaranum. Hún segist hafa reynt að fá skýringar á því hvers vegna svo var og hvenær var slökkt á hljóðinu. Var vaktarinn sendur út til framleiðandans í Þýskalandi, skoðaðir voru svokallaðir log fælar en ekkert hefði fengist úr þeirri skoðun, hvorki hvort eða hvenær var slökkt á viðvörunarhljóðinu eða hvort bilun hefði orðið í tækinu. Spurð út í ástand sjúklings var sagði Alma hann hafa verið fjölveikan og það hefði verið álitamál hvort hann hefði átt að undirgangast svo stóra aðgerð. Var honum vart hugað líf eftir aðgerðina en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17
Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54