Sagði dyravörðum frá meintum nauðgara og var í kjölfarið meinuð innganga á skemmtistaði í borginni sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 19:48 Dyraverðirnir á Húrra hafa verið látnir fara, að sögn eiganda staðarins. Tvær stúlkur sem hugðust gera sér glaðan dag á Airwaves-hátíðinni um helgina hafa fengið miða sína endurgreidda eftir erfiða upplifun á hátíðinni. Önnur þeirra rakst á nauðgara sinn á skemmtistaðnum Paloma og ákvað að færa sig yfir á annan stað. Vinkona hennar, Elísabet Gígja, taldi þó réttast að láta dyraverði Paloma vita, sem sögðust ætla að ganga í málið – allt þar til þeir sáu meintan nauðgara. „Svo spyrja þeir mig hver hann er, og ég segi þeim hvað hann heitir. Þeir horfa allir á mig illum augum og einn dyravörðurinn segir: ,, ** er ekki fokking nauðgari hvað ertu að bulla kona?'' Dyravörðurinn segir þetta fyrir framan vinkonu mína og mig, vinkonu mína sem var nauðgað af drengnum,“ skrifar Elísabet á Facebook-síðu sína. Hún segir vinkonu sína hafa komist í mikið uppnám, sem einn dyravarðanna hafi séð. Sá hafi beðist afsökunar á viðbrögðum sínum og sagst hafa verið að heyra af þessu máli í fyrsta sinn.Meinuð innganga á næsta stað Stúlkurnar ákváðu þó að reyna að láta þetta ekki eyðileggja kvöldið og héldu því á næsta skemmtistað, Húrra. Þegar þangað var komið var þeim meinuð innganga á staðinn. „Ég skil ekki neitt í neinu og segi við hann að hann hljóti að vera að ruglast á manneskjum, ég hef 1 skipti verið í hálftíma inná Húrra, og vinkona mín líka, þannig að þetta hljóti að vera misskilningur. Hann segir: „Nei, það eru skýr fyrirmæli frá bróðir mínum sem er yfirdyravörður á Húrra, þið fáið ekki að koma inn. Ég spyr hver í fjandanum ástæðan fyrir því sé, við séum báðar búnar að borga inn og eigum að fá að fara inn eins og allir aðrir, erum með armbönd. Hann segir að það sé ekki séns að við fáum að fara inn, það sé búið að banna okkur inná staðnum, og það sé útaf honum, drengnum sem nauðgaði vinkonu minni,“ útskýrir Elísabet. „Hann segir nafnið hans og við störum á hann, ég trúi ekki mínum eigin eyrum eða augum að dyravörður á Húrra sé virkilega að banna okkur að fara inn á stað sem við höfum 100% rétt til að vera á, og að ástæðan sé hann. Hann sem nauðgaði vinkonu minni. Vinkona mín augljóslega gat bara ekki meira og fer að hágráta, dyraverðirnir sýna enga samúð og segja okkur að fara einhvert annað. Við erum miður okkar, ég veit ekkert hvað ég get gert, sagt, við skiljum ekki neitt í neinu og þetta er svo ósanngjarnt.“„Hlýtur að vera djók“ Aftur komst vinkonan í mikið uppnám, en vildi þó ekki leyfa manninum að eyðileggja kvöldið sem þær höfðu hlakkað mikið til. „Á meðan við bíðum úti sjáum við drenginn labba útaf Paloma, og fara einhvert annað, þannig að við förum aftur á Paloma, því það er í raun eini staðurinn sem við þekkjum, erum oft þar. Þegar við erum komnar fyrir utan Paloma segir dyravörðurinn:,,Þið tvær megið ekki koma inn''. Ég segi nei þetta hlýtur að vera eitthvað djók? er þetta virkilega að gerast? Má ég tala við yfirmenn? Hver ræður þessu? Hvað er í gangi? Hvað er að gerast? AF hverju er þetta svona? Hvers þarf vinkona mín að gjalda fyrir það að hafa verið nauðgað af manni sem þekkir dyraverði skemmtistaða?,“ segir Elísabet en á þessum tímapunkti ákváðu þær stöllur að þarna væri nóg komið og fóru heim. Færsla Elísabetar hefur vakið mikil viðbrögð. Eigandi Húrra hafði samband við Elísabetu og sagðist ekki líða svona vinnubrögð starfsmanna sinna, sem nú hafa verið leystir frá störfum. Þá hafði framkvæmdastjóri Airwaves jafnframt samband og endurgreiddi þeim miðana. Elísabet segist í samtali við Vísi miður sín eftir, en er ánægð með viðbrögð stjórnendanna. Aðspurð segir hún meintan nauðgara ekki hafa hlotið dóm. Færsluna má sjá hér fyrir neðan. Mig langar dálítið að segja frá því hverju ég og vinkona mín lentum í fyrir utan skemmtistaðina Húrra og Paloma í gær. Þ...Posted by Elísabet Gígja on 7. nóvember 2015 Airwaves Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Tvær stúlkur sem hugðust gera sér glaðan dag á Airwaves-hátíðinni um helgina hafa fengið miða sína endurgreidda eftir erfiða upplifun á hátíðinni. Önnur þeirra rakst á nauðgara sinn á skemmtistaðnum Paloma og ákvað að færa sig yfir á annan stað. Vinkona hennar, Elísabet Gígja, taldi þó réttast að láta dyraverði Paloma vita, sem sögðust ætla að ganga í málið – allt þar til þeir sáu meintan nauðgara. „Svo spyrja þeir mig hver hann er, og ég segi þeim hvað hann heitir. Þeir horfa allir á mig illum augum og einn dyravörðurinn segir: ,, ** er ekki fokking nauðgari hvað ertu að bulla kona?'' Dyravörðurinn segir þetta fyrir framan vinkonu mína og mig, vinkonu mína sem var nauðgað af drengnum,“ skrifar Elísabet á Facebook-síðu sína. Hún segir vinkonu sína hafa komist í mikið uppnám, sem einn dyravarðanna hafi séð. Sá hafi beðist afsökunar á viðbrögðum sínum og sagst hafa verið að heyra af þessu máli í fyrsta sinn.Meinuð innganga á næsta stað Stúlkurnar ákváðu þó að reyna að láta þetta ekki eyðileggja kvöldið og héldu því á næsta skemmtistað, Húrra. Þegar þangað var komið var þeim meinuð innganga á staðinn. „Ég skil ekki neitt í neinu og segi við hann að hann hljóti að vera að ruglast á manneskjum, ég hef 1 skipti verið í hálftíma inná Húrra, og vinkona mín líka, þannig að þetta hljóti að vera misskilningur. Hann segir: „Nei, það eru skýr fyrirmæli frá bróðir mínum sem er yfirdyravörður á Húrra, þið fáið ekki að koma inn. Ég spyr hver í fjandanum ástæðan fyrir því sé, við séum báðar búnar að borga inn og eigum að fá að fara inn eins og allir aðrir, erum með armbönd. Hann segir að það sé ekki séns að við fáum að fara inn, það sé búið að banna okkur inná staðnum, og það sé útaf honum, drengnum sem nauðgaði vinkonu minni,“ útskýrir Elísabet. „Hann segir nafnið hans og við störum á hann, ég trúi ekki mínum eigin eyrum eða augum að dyravörður á Húrra sé virkilega að banna okkur að fara inn á stað sem við höfum 100% rétt til að vera á, og að ástæðan sé hann. Hann sem nauðgaði vinkonu minni. Vinkona mín augljóslega gat bara ekki meira og fer að hágráta, dyraverðirnir sýna enga samúð og segja okkur að fara einhvert annað. Við erum miður okkar, ég veit ekkert hvað ég get gert, sagt, við skiljum ekki neitt í neinu og þetta er svo ósanngjarnt.“„Hlýtur að vera djók“ Aftur komst vinkonan í mikið uppnám, en vildi þó ekki leyfa manninum að eyðileggja kvöldið sem þær höfðu hlakkað mikið til. „Á meðan við bíðum úti sjáum við drenginn labba útaf Paloma, og fara einhvert annað, þannig að við förum aftur á Paloma, því það er í raun eini staðurinn sem við þekkjum, erum oft þar. Þegar við erum komnar fyrir utan Paloma segir dyravörðurinn:,,Þið tvær megið ekki koma inn''. Ég segi nei þetta hlýtur að vera eitthvað djók? er þetta virkilega að gerast? Má ég tala við yfirmenn? Hver ræður þessu? Hvað er í gangi? Hvað er að gerast? AF hverju er þetta svona? Hvers þarf vinkona mín að gjalda fyrir það að hafa verið nauðgað af manni sem þekkir dyraverði skemmtistaða?,“ segir Elísabet en á þessum tímapunkti ákváðu þær stöllur að þarna væri nóg komið og fóru heim. Færsla Elísabetar hefur vakið mikil viðbrögð. Eigandi Húrra hafði samband við Elísabetu og sagðist ekki líða svona vinnubrögð starfsmanna sinna, sem nú hafa verið leystir frá störfum. Þá hafði framkvæmdastjóri Airwaves jafnframt samband og endurgreiddi þeim miðana. Elísabet segist í samtali við Vísi miður sín eftir, en er ánægð með viðbrögð stjórnendanna. Aðspurð segir hún meintan nauðgara ekki hafa hlotið dóm. Færsluna má sjá hér fyrir neðan. Mig langar dálítið að segja frá því hverju ég og vinkona mín lentum í fyrir utan skemmtistaðina Húrra og Paloma í gær. Þ...Posted by Elísabet Gígja on 7. nóvember 2015
Airwaves Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira