Tíundi hver starfsmaður er á undanþágulista í verkfalli SFR Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2015 08:00 Landspítalinn biður um fleiri undanþágur þrátt fyrir að einn af hverjum tíu starfsmönnum í stéttarfélaginu SFR séu nú þegar starfandi í verkfalli félagsins. vísir/vilhelm Á miðstöð um sjúkraskrárritun á Landspítalanum eru sextán læknaritarar að störfum á undanþágu frá verkfalli. Á vinnustaðnum eru venjulega 54 læknaritarar starfandi. Það þýðir að þriðjungur starfsmanna er á undanþágu og mönnunin er svipuð og þegar sumarfrí standa yfir. Alls eru 320 störf innan SFR á undanþágulista vegna öryggis- og heilbrigðismála en það eru um tíu prósent allra starfsmanna SFR. Þetta er mikill fjöldi starfa en Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir mikla neyð ríkja og Landspítalinn hefur óskað eftir miklu fleiri undanþágum en eru á listanum.Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR„Deildarstjórar eru að óska eftir mönnun eins og hún er á venjulegum degi. Þeir segja hreinlega að þeir komist ekki af með minna og við sjáum svart á hvítu að spítalinn er rekinn á eða undir öryggismörkum hvern einasta dag.“ Þórarinn segir þetta sýna að undanþágulistinn sé ekki í samræmi við raunveruleikann enda ríkir mikill ágreiningur um listann milli SFR og ríkisvaldsins. „Við gerðum margar athugasemdir áður en undanþágulistinn var auglýstur hjá Lögbirtingarblaðinu í janúar síðastliðnum en það var ekki tekið tillit til þeirra. Það er fráleitt að hafa sum störf á listanum og að okkar mati vantar önnur störf inn á listann til að gæta öryggis,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir ástandið á mörgum deildum Landspítalans alvarlegt í verkfallinu. „Jafnvel þótt það sé undanþága fyrir tvo sjúkraliða á vakt þar sem vanalega eru þrír. Sjúkraliðarnir eru á þönum alla daga þegar það er ekki verkfall þannig að þegar þeir eru einum færri hefur það gífurlegar afleiðingar í för með sér.“ Þórarinn tekur eldhús Landspítalans sem dæmi um of mörg störf á undanþágu. „Það eru fimm þúsund máltíðir framreiddar í eldhúsinu á hverjum degi, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Við viljum gjarnan að sjúklingar fái sinn mat en það er fráleitt að starfsmenn fái mat á meðan á verkfalli stendur. Þeir geta bara komið með nesti að heiman.“ Verkfall 2016 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Á miðstöð um sjúkraskrárritun á Landspítalanum eru sextán læknaritarar að störfum á undanþágu frá verkfalli. Á vinnustaðnum eru venjulega 54 læknaritarar starfandi. Það þýðir að þriðjungur starfsmanna er á undanþágu og mönnunin er svipuð og þegar sumarfrí standa yfir. Alls eru 320 störf innan SFR á undanþágulista vegna öryggis- og heilbrigðismála en það eru um tíu prósent allra starfsmanna SFR. Þetta er mikill fjöldi starfa en Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir mikla neyð ríkja og Landspítalinn hefur óskað eftir miklu fleiri undanþágum en eru á listanum.Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR„Deildarstjórar eru að óska eftir mönnun eins og hún er á venjulegum degi. Þeir segja hreinlega að þeir komist ekki af með minna og við sjáum svart á hvítu að spítalinn er rekinn á eða undir öryggismörkum hvern einasta dag.“ Þórarinn segir þetta sýna að undanþágulistinn sé ekki í samræmi við raunveruleikann enda ríkir mikill ágreiningur um listann milli SFR og ríkisvaldsins. „Við gerðum margar athugasemdir áður en undanþágulistinn var auglýstur hjá Lögbirtingarblaðinu í janúar síðastliðnum en það var ekki tekið tillit til þeirra. Það er fráleitt að hafa sum störf á listanum og að okkar mati vantar önnur störf inn á listann til að gæta öryggis,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir ástandið á mörgum deildum Landspítalans alvarlegt í verkfallinu. „Jafnvel þótt það sé undanþága fyrir tvo sjúkraliða á vakt þar sem vanalega eru þrír. Sjúkraliðarnir eru á þönum alla daga þegar það er ekki verkfall þannig að þegar þeir eru einum færri hefur það gífurlegar afleiðingar í för með sér.“ Þórarinn tekur eldhús Landspítalans sem dæmi um of mörg störf á undanþágu. „Það eru fimm þúsund máltíðir framreiddar í eldhúsinu á hverjum degi, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Við viljum gjarnan að sjúklingar fái sinn mat en það er fráleitt að starfsmenn fái mat á meðan á verkfalli stendur. Þeir geta bara komið með nesti að heiman.“
Verkfall 2016 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira