Hunsuðu lög um ríkisábyrgðir vegna Vaðlaheiðarganga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2015 12:22 Frá gerð Vaðlaheiðarganga. Vísir/Auðunn Með því að víkja frá skilyrðum um ríkisábyrgðir vegna lána til félagsins Vaðlaheiðarganga, sem sér um gerð samnefndra jarðganga, var sú grunnregla laga um ríkisábyrgð, sem á að fyrirbyggja að ríkissjóður taki of mikla áhættu, gerð óvirk. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar en stofnunin birti í dag nýja skýrslu þar sem fjallað er um ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs. Í skýrslunni segir meðal annars að ætla mætti að ef fulltrúum Ríkisábyrgðasjóðs hefði verið falið að meta tryggingarnar sem félagið Vaðlaheiðargöng kom með fyrir ríkisábyrgðinni, líkt og lög um ríkisábyrgðir gera ráð fyrir, hefði ekki orðið af lánveitingu til fyrirtækisins, enda hafi fulltrúar sjóðsins lýst þeirri afstöðu, þegar eftir því var leitað, að þeir teldu tryggingarnar ófullnægjandi. Að mati sjóðsins var afar ólíklegt að hægt yrði að „endurfjármagna lánið án ríkisábyrgðar með þeim lánskjörum að verkefnið stæði undir sér.“ Því væru litlar líkur á því að ríkissjóður fengi lánið endurgreitt heldur myndi hann áfram vera bundinn „með það fjármagn sem veita ætti til framkvæmdarinnar.“ Samkvæmt lögum sem heimiluðu gerð Vaðlaheiðarganga, sem samþykkt voru 2012, og þær ríkisábyrgðir sem samþykktar voru vegna lána til félagsins sem stendur að gerð jarðganganna, áttu lög um ríkisábyrgðir að gilda um lánið. Þó var undanskilið ákvæði í lögunum sem segir til að um félagið sem ríkið gengur í ábyrgð fyrir skuli leggja fram að minnsta kosti 20 prósent af heildarfjárþörf verkefnisins. Auk þess var undanskilið ákvæði sem segir til um að ábyrgð ríkissjóðs skuli ekki nema hærra hlutfalli en 75 prósent af lánsfjárþörf verkefnisins. Ríkisendurskoðun telur að tilgangur þess að víkja frá þessum skilyrðum hafi verið að heimila lán sem næmi 100 prósent af lánsfjárþörf vegna Vaðlaheiðarganga. Ríkiendurskoðun varar við slíku verklagi og hvetur fjármála-og efnahagsráðuneytið til að hafa tilgang og markmið laga um ríkisábyrgðir „ávallt að leiðarljósi þegar það leggur fram tillögur um ríkisábyrgðir eða endurlán.“ Sjá má skýrslu Ríkisendurskoðunar í heild sinni hér. Alþingi Tengdar fréttir Vatnið hitnar í Vaðlaheiðargöngum Heitavatnsrennslið í Vaðlaheiðargöngum vestanverðum er stöðugt og hefur hiti vatnsins náð 63 gráðum. Þegar stóra vatnsæðin kom í ljós síðasta sumar var vatnið um 43 gráður og runnu þá um 350 lítrar á sekúndu úr stafni ganganna. Enn er of mikið kaldavatnsrennsli austanmegin í göngunum til að geta hafið gangagröft þar. 31. ágúst 2015 08:00 Vaðlaheiðargöng hálfnuð Búið er að sprengja helming Vaðlaheiðarganga, milli Fnjóskadals og Eyjafjarðar. 9. febrúar 2015 07:45 Varnaðarorðin voru hunsuð Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. 25. apríl 2015 12:00 Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01 Ná ekki að loka stóru sprungunni í Vaðlaheiðargöngum Vatnið sem kemur úr sprungunni verður leitt út úr göngunum í rörum. 13. desember 2014 08:45 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Með því að víkja frá skilyrðum um ríkisábyrgðir vegna lána til félagsins Vaðlaheiðarganga, sem sér um gerð samnefndra jarðganga, var sú grunnregla laga um ríkisábyrgð, sem á að fyrirbyggja að ríkissjóður taki of mikla áhættu, gerð óvirk. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar en stofnunin birti í dag nýja skýrslu þar sem fjallað er um ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs. Í skýrslunni segir meðal annars að ætla mætti að ef fulltrúum Ríkisábyrgðasjóðs hefði verið falið að meta tryggingarnar sem félagið Vaðlaheiðargöng kom með fyrir ríkisábyrgðinni, líkt og lög um ríkisábyrgðir gera ráð fyrir, hefði ekki orðið af lánveitingu til fyrirtækisins, enda hafi fulltrúar sjóðsins lýst þeirri afstöðu, þegar eftir því var leitað, að þeir teldu tryggingarnar ófullnægjandi. Að mati sjóðsins var afar ólíklegt að hægt yrði að „endurfjármagna lánið án ríkisábyrgðar með þeim lánskjörum að verkefnið stæði undir sér.“ Því væru litlar líkur á því að ríkissjóður fengi lánið endurgreitt heldur myndi hann áfram vera bundinn „með það fjármagn sem veita ætti til framkvæmdarinnar.“ Samkvæmt lögum sem heimiluðu gerð Vaðlaheiðarganga, sem samþykkt voru 2012, og þær ríkisábyrgðir sem samþykktar voru vegna lána til félagsins sem stendur að gerð jarðganganna, áttu lög um ríkisábyrgðir að gilda um lánið. Þó var undanskilið ákvæði í lögunum sem segir til að um félagið sem ríkið gengur í ábyrgð fyrir skuli leggja fram að minnsta kosti 20 prósent af heildarfjárþörf verkefnisins. Auk þess var undanskilið ákvæði sem segir til um að ábyrgð ríkissjóðs skuli ekki nema hærra hlutfalli en 75 prósent af lánsfjárþörf verkefnisins. Ríkisendurskoðun telur að tilgangur þess að víkja frá þessum skilyrðum hafi verið að heimila lán sem næmi 100 prósent af lánsfjárþörf vegna Vaðlaheiðarganga. Ríkiendurskoðun varar við slíku verklagi og hvetur fjármála-og efnahagsráðuneytið til að hafa tilgang og markmið laga um ríkisábyrgðir „ávallt að leiðarljósi þegar það leggur fram tillögur um ríkisábyrgðir eða endurlán.“ Sjá má skýrslu Ríkisendurskoðunar í heild sinni hér.
Alþingi Tengdar fréttir Vatnið hitnar í Vaðlaheiðargöngum Heitavatnsrennslið í Vaðlaheiðargöngum vestanverðum er stöðugt og hefur hiti vatnsins náð 63 gráðum. Þegar stóra vatnsæðin kom í ljós síðasta sumar var vatnið um 43 gráður og runnu þá um 350 lítrar á sekúndu úr stafni ganganna. Enn er of mikið kaldavatnsrennsli austanmegin í göngunum til að geta hafið gangagröft þar. 31. ágúst 2015 08:00 Vaðlaheiðargöng hálfnuð Búið er að sprengja helming Vaðlaheiðarganga, milli Fnjóskadals og Eyjafjarðar. 9. febrúar 2015 07:45 Varnaðarorðin voru hunsuð Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. 25. apríl 2015 12:00 Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01 Ná ekki að loka stóru sprungunni í Vaðlaheiðargöngum Vatnið sem kemur úr sprungunni verður leitt út úr göngunum í rörum. 13. desember 2014 08:45 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Vatnið hitnar í Vaðlaheiðargöngum Heitavatnsrennslið í Vaðlaheiðargöngum vestanverðum er stöðugt og hefur hiti vatnsins náð 63 gráðum. Þegar stóra vatnsæðin kom í ljós síðasta sumar var vatnið um 43 gráður og runnu þá um 350 lítrar á sekúndu úr stafni ganganna. Enn er of mikið kaldavatnsrennsli austanmegin í göngunum til að geta hafið gangagröft þar. 31. ágúst 2015 08:00
Vaðlaheiðargöng hálfnuð Búið er að sprengja helming Vaðlaheiðarganga, milli Fnjóskadals og Eyjafjarðar. 9. febrúar 2015 07:45
Varnaðarorðin voru hunsuð Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. 25. apríl 2015 12:00
Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01
Ná ekki að loka stóru sprungunni í Vaðlaheiðargöngum Vatnið sem kemur úr sprungunni verður leitt út úr göngunum í rörum. 13. desember 2014 08:45
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent